Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Page 79

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Page 79
Frá landshlutasamtökunum hvað varðar virkjun orkuauðlinda og nýtingu orkunnar til atvinnuuppbyggingar í landshlutanum. Einnig lýsti fundurinn yfir fullum stuðningi við áform um nýtingu orkuauðlinda á Austurlandi. í því sambandi tók aðalfundurinn sérstaklega undir ályktun aðalfundar SSA sem haldinn var skömmu áður. Fjarvinnsla og fjarskipti í ályktunum um ljarvinnslu og fjarskipti kemur fram að fundurinn telur það algert skilyrði fyrir þróun ijarvinnslu í landshlutanum að svæðið búi við sömu gæði og afköst eins og best gerist í land- inu og að allir landsmenn fái sömu þjónustu fyrir sama verð. Heilbrigðismál í ályktun um heilbrigðismál var heilbrigðismála- hópur Eyþings hvattur til áframhaldandi starfa, en hópurinn er samráðs- og samstarfsvettvangur heil- brigðisstofnana á svæðinu og hefúr unnið að fram- gangi ýmissa verkefna á sviði heilbrigðismála. Samþykkt var ályktun þar sem lögð var þung áhersla á að staðið yrði við yfirlýsingar stjórnvalda um að miðstöð sjúkraflugs í landinu, með sérútbú- inni vél, verði á Akureyri. Þá samþykkti fúndurinn ýmis forgangsverkefni á sviði heilbrigðismála, s.s. varðandi nýbyggingu og sjúkrahótel við FSA, menntunarmál og um verkefni á sviði heilbrigðistækni. Félagslega íbúðakerfið og fleira Þá voru á fundinum samþykktar ályktanir varð- andi félagslega íbúðakerfið, endurskoðun laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og málefni fatlaðra, um framhald samstarfs Eyþings og SSA, endur- skoðun á tekjustofnum sveitarfélaga og varðandi Iífeyrisskuldbindingar fyrrum starfsmanna skóla- þjónustu Eyþings. Samningur um bókasafnsþjónustu Fundurinn samþykkti samning sem Eyþing gerði fyrir hönd aðildarsveitarfélaga sinna við Háskól- ann á Akureyri (HA) en samningurinn tryggir að starfandi grunn- og leikskólakennarar á starfssvæði Eyþings hafi aðgang að kennslugagna- og sér- fræðibókasafni ásamt annarri þjónustu bókasafns HA. Samningurinn var gerður í framhaldi af lokun skólaþjónustu Eyþings. Hluti þingfulltrúa á aðalfundinum. Myndirnar frá fundinum tók Ólafur H. Oddsson héraðslæknir nema myndina á bls. 204. Þróunarverkefni í heilbrigðismálum A fúndinum var undirrituð samstarfsyfirlýsing um vinnu að þróunarverkefnum í heilbrigðismálum á Norðurlandi eystra milli hugbúnaðarfyrirtækisins doc.is, Eyþings, Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri, Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og Héraðs- læknisins á Norðurlandi eystra. Fyrsta samstarfs- verkefnið er þróun á rafrænum lyfseðli og mun doc.is koma upp starfsstöð á Norðurlandi eystra til að þróa kerfið og önnur kerfi sem samningar verða gerðir um. Stjórn Eyþings Á fúndinum var stjórn samtakanna kosin til tveggja ára. Formaður var kosinn Kristján Þór Júli- usson, bæjarstjóri Akureyrar. Aðrir í stjórn voru kosnir Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri í Grýtu- bakkahreppi, Guðný H. Björnsdóttir, oddviti Kelduneshrepps, Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, og Ásgeir Logi Ásgeirsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði. Næsti aðalfundur í Hrísey 31. ágúst og 1. september Pétur Bolli Jóhannesson, sveitarstjóri í Hrísey, bauð til næsta aðalfundar í Hrísey og var boðinu fagnað með lófataki. Verður fundurinn haldinn föstudaginn 31. ágúst og laugardaginn 1. septem- ber. Að svo búnu þakkaði Kristján Þór Júlíusson heimamönnum móttökurnar og gestrisnina, fundar- mönnum og starfsmönnum góð störf og sleit fundi.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.