Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Qupperneq 82
Frá landshlutasamtökunum
atvinnumálanefndar, gerði grein fyrir tillögum
þeirrar nefndar, Björn Hafþór Guðmundsson,
bæjarstjóri í Austur-Héraði og formaður sam-
göngunefndar, gerði grein fyrir störfum nefndar-
innar og Rúnar Björgvinsson, sveitarstjóri í
Breiðdalshreppi og formaður fjárhagsnefndar,
gerði grein fyrir störfum nefndarinnar. Loks gerði
Gísli Sverrir Árnason, forseti bæjarstjórnar
Hornafjarðar og formaður mennta- og menningar-
málanefndar, grein fyrir störfum sinnar nefndar.
Að tillögu allsherjarnefndar fundarins voru m.a.
gerðar eftirfarandi samþykktir:
Þjóðgarður á Austurlandi
Vegna umræðna og hugsanlegra áforma um
stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, Snæfellsþjóðgarðs
eða þjóðgarðs sunnan Borgarfjarðar eystri ályktar
aðalfundur SSA 2000 eftirfarandi:
Mikilvægt er að vanda vel til alls undirbúnings
sem nauðsynlegur er áður en ákvörðun er tekin um
stofnun nýs þjóðgarðs. í þvi sambandi bendir
fundurinn sérstaklega á eftirgreind atriði:
1. Réttindi og afstaöa landeigenda:
Mikilvægt er að fyrir liggi niðurstaða um eignar-
réttindi við og á viðkomandi landsvæði og er m.a.
nauðsynlegt að fyrir liggi úrskurður óbyggða-
nefndar um mörk eignarlanda, þjóðlendna og
afrétta í samræmi við lög nr. 58/1998.
2. Samráö við hagsmunaaðila:
Nauðsynlegt er að við undirbúning málsins verði
haft gott samráð við hlutaðeigandi sveitarfélög,
landeigendur, ferðaþjónustuaðila og aðra sem
hagsmuna hafa að gæta.
3. Efnahagslegur og byggðarlegur ávinningur:
Það er álit aðalfundarins að óhjákvæmilegt sé að
fram fari mat á efnahagslegum ávinningi af stofn-
un nýs þjóðgarðs, m.a. með tilliti til starfsemi í
ferðaþjónustu, landbúnaði og byggðarþróun
almennt og að markmið með stofnun hans þurfi að
hafa jákvæð áhrif á þessa þætti.
4. Þjóðgarður og virkjanir:
Aðalfundurinn vill ítreka það álit sitt frá fyrri
fundum að virkjun og orkufrekur iðnaður á Austur-
landi er án efa ein áhrifamesta byggðaraðgerð sem
völ er á og stofnun nýs þjóðgarðs má ekki verða til
þess að hindra framkvæmd þeirra áforma.
5. Stjórnun þjóðgarðsins:
Aðalfundurinn telur eðlilegt, ef af stofnun nýs
þjóðgarðs verður á Austurlandi, að stjórnun hans
fari fram á svæðinu en ekki verði um að ræða
ljarstýringu frá höfuðborginni. Ekki væri óeðlilegt
í því sambandi að huga að flutningi aðalstöðva
Náttúruverndar ríkisins frá Reykjavík.
Sjúkraflug
Aðalfundur SSA 2000 leggur áherslu á mikilvægi
þess að betra skipulagi verði komið á sjúkraflug á
landinu en verið hefur. Fundurinn væntir þess að
með útboði sjúkraflugsins verði tryggilega gengið
frá samningum um þessa nauðsynlegu neyðarþjón-
ustu og lýsir stuðningi sínum við það að miðstöð
sjúkraflugs á Islandi verði á Akureyri. Mikilvægt er
að jafnan séu tiltækar flugvélar með fullnægjandi
búnaði og áhöfn þannig að mögulegt sé að bregð-
ast skjótt við í neyðartilfellum.
Samstarf SSA og Eyþings
Aðalfúndur SSA 2000 felur stjóm SSA að halda
áfram samstarfi við Eyþing á grundvelli þeirrar
samstarfsáætlunar sem samþykkt var á síðasta
aðalfundi SSA. Stefna skal að því að landshluta-
samtökin í væntanlegu Norðausturkjördæmi verði
eins samstiga og unnt er þegar málefni sveitar-
félaga eru til umijöllunar ásamt því að þau leitist
við að styðja hvort annað þegar unnið er að
staðbundnum verkefnum. Sérstaka áherslu skal
leggja á eftirfarandi verkefni í samstarfi lands-
hlutasamtakanna:
1. Samgöngur: Tengingu Norðurlands og Austur-
lands, flug, jarðgöng o.fl.
2. Ferðaþjónustu: Samstarf ferðaþjónustuaðila /
flugvellir Akureyri - Egilsstaðir, skemmtiferða-
skip og Smyril Line.
3. Orkumál: Virkja vatn og jarðvarma, stóriðju,
húshitunarkostnað, Orkuveitu landsbyggðar-
innar.
4. Fræðslumál: Háskólanám, Qarnám, framhalds-
nám, simenntun.
5. Heilbrigðismál: Samstarf heilbrigðisstofnana og
sjúkraflug.
6. Flutning verkefna hins opinbera á Norðurland /
Austurland.
7. Samstarf við þingmenn.
8. Hlutverk landshlutasamtaka SSA og Eyþings.
9. Atvinnuþróun: Byggðastofnun, þróunarstofur.