Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Page 88

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Page 88
Erlend samskipti áttavita sveitarfélaganna, sem í raun segir okkur hver er að gera best í hverjum málaflokki og við- komandi sveitarfélag deilir vinnubrögðum sínum til okkar hinna. Á vinabæjamóti í Trollháttan í Svíþjóð kynnti Harald Balders- heim niðurstöður mælinga i gagnlegri skýrslu. Árangursverk- efnið var aðalinntak vinabæja- mótsins. Þar var hver málaflokk- ur krufinn og sveitarfélögunum bent á leiðir til úrbóta. Reykja- nesbær var ekki með í þessari fyrstu mælingu þar sem ákveðið hafði verið að taka þátt í saman- burðarverkefni hér heima sem VSÓ á Akureyri stóð fyrir. I haust 2001 er fyrirhuguð heim- sókn Baldersheim til íslands þar sem hann mun leiðbeina íslensku ráðgjafarfyrirtæki (PWC) um aðferðafræðina og síðan verður Reykjanesbær mældur. Hin sveit- arfélögin verða síðan mæld aftur fyrir næsta vinabæjamót sem verður í Kristiansand í Noregi fyrri hluta júnímánaðar 2002. Til þess að halda niðri kostnaði við verkefnið var ákveðið að nota Netið og spjallrás fyrir stjórnend- ur verkefnisins í hverju landi. Jafnframt hefur verið leitað til Evrópusambandsins en án árang- urs hingað til. Kostnaður við hverja mælingu er áætlaður um 500 þús. ísl. krónur. Jafnframt hafa sveitarfélögin ákveðið að leita sameiginlega til Norður- landaráðs um aðstoð. Þá hefúr verið umræða í hópnum um að nauðsynlegt væri að samtök sveitarfélaga í hverju landi sýndu svona verkefnum áhuga. Samtök sveitarfélaga í Svíþjóð hafa sett sig í samband við sveitarfélagið Trollháttan og lýst áhuga á að fá að fylgjast grannt með verkefn- inu. Það er von okkar að önnur samtök sveitarfélaga sýni svona verkefni eða sambærilegum áhuga, enda trú okkar að þessar áherslur í vinabæjasamskiptum séu til marks um nýja tíma í slík- um samskiptum. Heimasíða verkefnisins er http://kristian- sand.kommune.no/nordic. Ákveðið var að samskiptin færu fram á ensku og samkomulag um að það myndi tryggja skilning allra. Skipurit fyrir verkefnið er hugsað þannig að forsetar bæjar- MODELIÐ Steering committe Reference group Bæjarstjórar ráðfærandi/upplýsing I Mayor/ordförer Project group Starfsmannastjóri Vinnuhópur 1 Vinnuhópur 2 Áttaviti sveitarfélaganna er mælikvarði á árangur hvers sveitarfélags. Innst i hringnum er 0 stig en yst í hringnum eru 700 stig. Línurnar innan hringanna sýna síðan skor hvers sveitarfélags í hverjum málaflokki. Kristiansand feit lína, Hjorring brotin feit lína, Kerava grönn lína og Trollhátten smábrotin lína.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.