Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Page 91
Fjármál
sambærilegra eigna ekki þekkt skal skráð matsverð
ákveðið eftir bestu fáanlegri vitneskju um sam-
bærilegt gangverð með hliðsjón af kostnaði við
gerð mannvirkja, aldri þeirra, legu eignar með til-
liti til samgangna, nýtingarmöguleikum og öðrum
þeim atriðum sem kunna að hafa áhrif á gangverð
eignarinnar.
Á árinu 2000 fóru flest sveitarfélög á höfuðborg-
arsvæðinu fram á endurmat á fasteignamati fjölda
eða allra fasteigna í viðkomandi sveitarfélagi.
I framhaldi af því beindi fjármálaráðuneytið því til
Fasteignamats ríkisins að endurmeta fasteignamat
íbúðarhúsnæðis, atvinnuhúsnæðis, sumarhúsa, úti-
húsa og lóða um land allt en fasteignamat lands
utan þéttbýlis og hlunninda verður endurskoðað
síðar. Einnig var frestað endurmati fasteignamats
á nokkrum sérhæfðum byggingum sem og húsum
sem upplýsingar skortir um.
Endurskoðun fasteignamatsins var framkvæmd
með því að nýta upplýsingatækni til að samkeyra
upplýsingar um gangverð úr rúmlega 17.000 kaup-
samningum saman við ýmsar skráningarupplýsing-
ar um fasteignir svo sem um gerð þeirra, bygging-
arkostnað, aldur og legu og finna með tölfræðileg-
um aðferðum liklegast gangverð þeirra. Hlutfall
landmats í heildarfjárhæð fasteignamats fasteignar
hækkar almennt en hlutfall mannvirkis lækkar. Það
endurspeglar hækkun undanfarinna ára á verðmæti
lands, kostnað við gatnagerðar-, tengi- og lagna-
gjöld og almennan kostnað vegna frágangs.
Hið endurskoðaða fasteignamat er byggt á sama
verðlagi og núgildandi fasteignamatsskrá sem gef-
in var út 1. desember 2000 og miðast við gangverð
fasteigna í nóvember 2000. Fasteignamatsskrá,
sem miðast við gangverð fasteigna í nóvember
2001, verður síðan gefin út 31. desember 2001
og verður hún grundvöllur álagningar 2002.
Heildarfjárhæð fasteignamats að endurmati
Borgarplast er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi
samkvæmt alþjóðastaðlinum ISO 14001, eitt
fyrirtækja í eigu íslendinga. Fyrirtækið framleiðir
fjölmargar úrvalsvörur til verndunar náttúrunni.
BCRGARPLAST
1/.;\j'JiXí\íJ
IG 'VJ£5-j*V.
MT
Borgarplast framleiðir rotþrær, olíuskiljur, sandföng,
brunna, vatnsgeyma og einangrunarplast.
Öll framleiðsla fyrirtækisins er úr alþjóðlega
viðurkenndum hráefnum og fer fram undir
ströngu gæðaeftirliti. Rotþrær, olíu- og fituskiljur
Borgarplasts eru viðurkenndar af
Hollustuvernd ríkisins.
Sefgarðar 1-3 • 170 Seltjarnames Sólbakka 6 • 310Borgarnes
Sími: 5612211 • Fax: 561 4185 Sími: 4371370 • Fax: 4371018
Netfang: borgarplast@borgarplast.is
BCRGARPLAST