Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Page 92

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Page 92
218 Fjármál loknu er 1.612 milljarðar króna. Þar af er mann- virkjamat 1.349 milljarðar króna og landmat 263 milljarðar króna. Gildandi fasteignamat er 1.409 milljarðar króna. Þar af er mannvirkjamat 1.236 milljarðar króna og landmat 173 milljarðar króna. Hækkun fasteignamats nemur 14%. Þar af nemur hækkun mannvirkjamats 9% og hækkun landmats 52%. Upplýsingar um ijárhæðir endurmatsins hafa verið sendar sveitarfélögum. Sveitarfélög og fasteignaeigendur hafa andmælarétt Á tilkynningarseðli til fasteignaeigenda birtast upplýsingar um væntanlegt brunabótamat og fast- eignamat. Jafnframt koma þar fram upplýsingar um núgildandi brunabótamat og fasteignamat. Bent er sérstaklega á að endurmatið öðlast gildi 15. september nk. og að fram að þeirn tíma geta sveitarfélög á sama hátt og fasteignaeigendur og brunatryggingafélögin komið athugasemdum sín- um til Fasteignamats ríkisins, sveitarfélögin þó aðeins hvað fasteignamatið varðar. í þeirn tilvikum sem ekki reynist unnt að taka afstöðu til innsendra athugasemda fyrir 15. september mun núgildandi brunabótamat og fasteignamat hvíla áfram á eign- inni. Niðurstaða Fasteignamats ríkisins í þeim málum mun síðan gilda afturvirkt frá 15. sept- ember 2001. Berist athugasemd um endurmetið brunabótamat getur það haft áhrif á endurmetið fasteignamat og öfugt. Sveitarfélög og fasteignaeigendur hafa kærurétt Hægt er kæra niðurstöðu endurmats brunabóta- mats og fasteignamats til yfirfasteignamatsnefndar eftir gildistöku þess 15. september 2001 eða síðar þegar endanleg ákvörðun Fasteignamats ríkisins vegna innsendra athugasemda liggur fyrir. Hags- munaaðilum er í sjálfsvald sett hvort valið er um að koma athugasemdum á framfæri við Fasteigna- matið, kæra beint til yfirfasteignamatsnefndar eða kæra til nefndarinnar ef ákvörðun Fasteignamatsins vegna innsendra athugasemda þykir óásættanleg. Kærufrestur er ávallt þrír mánuðir, þ.e. til 15. des- ember 2001 eða síðar í samræmi við ákvörðun Fasteignamats ríkisins vegna innsendra athuga- semda. Tilkynningarseðill endurmatsins er frábrugðinn fyrri seðlum Fasteignamatsins að því leyti að á honum koma hvorki fram upplýsingar um eignar- hlutfall né meðeigendur. í upphafi nýs árs fá fast- eignaeigendur tilkynningarseðil sendan á ný, m.a. til að hafa til hliðsjónar við útfyllingu skattfram- tala. Verða upplýsingar á þeim seðli með hefð- bundnum hætti og munu m.a. upplýsingar um eignarhlutföll og meðeigendur koma þar fram. Mikilvægi réttrar skráningar Mikilvægt er að opinber skráning fasteigna sé itarleg og nákvæm. Rétt skráning er forsenda rétts brunabótamats og fasteignamats. Fasteignamat ríkisins vekur athygli á því að á framangreindum tilkynningarseðlum er fasteignaeigendum bent á að þeir séu best til þess fallnir að meta hvort skráning eignar þeirra sé í samræmi við eignina í raun og að upplýsingum um stærðir, notkun o.fl. ber að beina til byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags. Vinnuálag á embættum byggingarfulltrúa kann því að aukast af þeim sökum, en afraksturinn verður réttari skráningarupplýsingar í Landskrá fasteigna. Bækur og rit Tímarit norænna félagsráðgjafa Tímarit norænna félagsráðgjafa, Nordisk Sosialt Arbeid, varð 20 ára á yfirstandandi ári. í tilefni af því er komið út vandað þemahefti þar sem nokkrir höfundar skrifa um stöðu norræna velferðarlíkans- ins. Tölublað þetta hlaut sérstakan útgáfustyrk frá Norrænu ráðherranefndinni og hefur þar verið lýst sérstakri ánægju með hvernig til hefur tekist. M.a. efnis í tölublaðinu er grein eftir Sigríði Jónsdóttur, forstöðumann rannsóknar- og þróunar- sviðs Félagsþjónustunnar, um samanburð á áliti manna hér og annars staðar á Norðurlöndum á fátækt. Málin eru einnig skoðuð i Evrópusam- hengi. Þá er samtal við Láru Björnsdóttur, félags- málastjóra í Reykjavík, þar sem litið er um öxl og fram á við. Einnig er grein eftir dr. Joakim Palrne dósent en hann sótti ísland heim sl. vor og hélt fyrirlestur um svipað efni á ráðstefnu Alþýðu- sambands Islands. Unnt er að fá eintök af þessu tölublaði hjá Universitetsforlaget i Osló. Vefslóðin er http://www.umversitetsforlaget.no/tidsskrifter/

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.