Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Síða 97
Umhverfismál
1. Mœlikvarðahópurinn
Hvaða tæki getum við notað til að fylgjast með
framgangi Sd21 ?
2. Samstarfshópurinn
Hvernig getum við aukið samstarf sveitarfélaga
um Sd21?
3. Framhaldshópurinn
Hvernig getum við tryggt áframhaldandi þátt-
töku almennings eftir að 1. útgáfa af Sd21 hefúr
verið samþykkt?
4. Fyrirtœkjahópurinn
Hvernig getum við ýtt undir þátttöku atvinnu-
lífsins í Sd21-starfinu?
5. Þröskuldahópurinn
Hverjir eru helstu þröskuldarnir við gerð Sd21?
6. Aó vera eða vera ekki hópurinn
Hvað þarf áætlun að innihalda til að geta kallast
Sd21?
í lok ráðstefnunnar voru haldin nokkur stutt er-
indi um Staðardagskrárstarfið í einstökum sveitar-
félögum, auk þess sem sagt var frá gerð Lands-
áætlunar um sjálfbæra þróun.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna í Mosfellsbæ,
þar á meðal um niðurstöður hópstarfsins, er að
finna á heimasíðu Staðardagskrár 21 á íslandi.
Slóðin er:
http://www.samband.is/dagskra21/mosfellsb_2001.htm
Kynning sveitarstjórnarmanna
fí
Sigríður Sigurðardóttir,
forstöðumaður
Byggðasafns
Skagfirðinga
Sigríður Sigurðardóttir er for-
stöðumaður Byggðasafns Skag-
firðinga og hefur verið það með
hléum frá hausti 1987.
Sigríður er fædd á Sauðárkróki
21. júlí 1954 og eru foreldrar
hennar María Helgadóttir hús-
freyja og Sigurður Björnsson,
bóndi á Stóru-Ökrum i Skaga-
firði.
Hún lauk stúdentsprófi frá
Kennaraháskóla íslands 1974,
kennaraprófi frá Kennaraháskóla
Islands 1978 og prófi i sagnfræði
frá Háskóla íslands 1985.
Sigriður var kennari í Varma-
landsskóla í Mýrasýslu
1978-1980 og í Stórutjamaskóla
S-Þingeyjarsýslu 1980-1981, var
safnvörður og starfsmaður Þjóð-
háttadeildar Þjóðminjasafns ís-
lands 1984-1987, varð safnstjóri
Byggðasafns Skagfirðinga 1987,
stundakennari við Skógaskóla
undir EyjaQöllum 1989, stunda-
kennari í Varmahlíðarskóla í
Skagafirði 1989-1991 og stunda-
kennari við Akraskóla í Skaga-
firði nokkra vetur eftir 1990.
Hún hefúr flutt fyrirlestra í Hóla-
skóla og viðar.
Hún átti sæti í stjórn Félags
sagnfræðinema og Sagnfræð-
ingafélags íslands og í ritstjórn
Sagna 1985-1986. Hún var
formaður sóknarnefndar Mikla-
bæjarsóknar 1989-1993 og
gjaldkeri sömu sóknar 1995-
1997, var formaður Víðimýrar-
sóknar 1993-1995, ritstjóri
afmælisrits Hestamannafélagsins
Stíganda 1995 og hefúr átt sæti í
þjóðminjaráði frá 1994. Hún var
formaður Félags íslenskra safn-
manna 1995-1997 og hefúrátt
sæti í byggingar- og skipulags-
nefnd Akrahrepps frá 1998.
Sigríður hefur skrifað margar
greinar í tímarit og sagnfræði-
bækur, m.a. Barnafræðsla í Akra-
hreppi 1893-1960. Skagfirðinga-
bók 10, 1980, s. 96-147, Bjarna-
borg ásamt fleirum 1985, Sagnir
6. Kirkjan í Glaumbæ. Byggða-
safn Skagfirðinga VI, sérprent,
2000, Kvenfélög við aldahvörf.
Könnun á högum kvenfélaganna
í tilefni 130 ára starfsemi
kvennasamtaka á íslandi
1969-1999, Byggðasafn Skag-
firðinga II, sérprent, 1999, og
Skrá yfir kirkjur og bænhús i
Skagafjarðarprófastsdæmi.
Byggðasafn Skagfirðinga VII,
sérprent, 1999, Þróun torfbæja.
Torfhleðsla. Byggðasafn Skag-
firðinga I, sérprent, 2000, og efni
í Torfa, fréttabréf Byggðasafns
Skagfirðinga.