Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 13

Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 13
HELGAFELL TÍMARIT UM BÓKMENNTIR OG ÖNNUR MENNINGARMÁL i. Arg. SEPTEMBER 1942 7. HEFT! Utan garðs og innan „SKÁLDIÐ Sigurjón Friðjónsson skáld og bóndi á Litlu-Laugum í Reykjadal nyrðra í DALNUM“. varð 75 ára 22. sept. s. I. Helgafell óskar Sigurjóni Friðjónssyni allra heilla á þessum eyktamörkum ævinnar, um leið og það þakkar honum trúnað við list sína á löngum ferli og nokkur fögur og sérkennileg ljóð, sem ætla má líf f íslenzkum bókmenntum. Sigurjón Friðjónsson verður ekki til stórskálda talinn, en yfirleitt er skáldskapur hans með menningarbrag, og sum beztu kvæði hans meðal þess, sem réttmæta eftirtekt vekur í ljóðrænum samtíðarkveðskap vorum. Sjálfur hefur hann komizt svo að orði um skáldskap sinn, að hann sé ómræns eðlis, en ekki myndræns, og má það til sanns vegar færa, en ekki getur S. Fr. talizt einstæður meðal íslenzkra skálda að því leyti. Vafalaust er þó, að ljóð hans mundu njóta sín bezt í söng, og ættu tónskáld vor að gefa þeim meiri gaum hér eftir en hingað til. Gegnir nokkurri furðu, að hin kliðmjúku kvæði Sigurjóns skuli síður hafa orðið íslenzkum hljómlistarmönnum efni til lagsmíða en Ijóðmæli Péturs Jakobssonar, löggilts fasteignasala, sem nokkur tónskáld vor hafa talið viðurkvæmilcgt að ljá vængi söngsins að eyrum alþjóðar. Því miður hefur framkoma þess fjárveitingavalds, sem nú fer með úthlutun opinbers fjár til skálda, ekki verið á þá lund að undanförnu í garð Sigurjóns Friðjónssonar, að við því megi búast, að skáldinu verði sómi sýndur úr þeirri átt að tilefni 75 ára afmælisins. Á árunum 1939 og 1940 tókst formanni Menntamálaráðs að fá því framgengt, að 1000 króna skáldalaun, sem S. Fr. hafði notið lengi þá að undanförnu, voru tekin af hinu þing- eyska góðskáldi, næstum hálfáttræðu, í tveim áföngum, 300 krónur hvort árið, unz ekkert varð eftir. Þótt ekki væri harkalegar að farið en þetta, verður að teljast meira en vafasamt, að þessi ráðstöfun þyki bera andlegum höfðingsskap vandamanna sinna vitni, þegar stundir líða. Að vísu þurfti ekki að bíða dóma framtíðarinnar um þetta atriði, því að núverandi fjármálaráðherra, Jakob Möller, hefur sýnt þann skilning og drcngskap í sambandi við þennan niðurskurð að greiða S. Fr. skáldalaun hans óskert eftir sem áður beint úr ríkis- sjóði og taka þau að síðustu upp í fjárlagafrumvarp sitt. Hefur því ekki verið veitt athygli sem skyldi, að íslenzk stjórnarvöld hafa talið sig neydd til að fara inn á valdsvið Mennta- malaráðs á þennan hátt og veita því alvarlega áminningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.