Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 27

Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 27
EFTIRMÆLI BÓKASAFNS 255 af skrifum samtíðarinnar, og flest hið þekktasta af eldri verkum sígildum. Og ég hef ævinlega kunnað því bezt að eiga sjálfur það, sem ég las, það eykur stórum ánægjuna af lestrinum. Einstöku fágæta bók útlenda eignaðist ég þá, af tilviljun, svo sem fyrstu útgáfu af ljóðmælum Welhavens, er ég keypti á nokkur groschen niðri í Vínarborg. Og nokkrar góðar íslenzkar bækur komust á sama hátt í eigu mína, án þess að ég safnaði þeim sérstak- lega. Ágætt eintak af Biskupasögunum keypti ég á tíu krónur í Osló, Ævi- sögu Jóns Indíafara á þrjár, báðar í bandi. Á Signubökkum keypti ég fimm íslenzkar bækur á tvo franka: Sögu Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu, Söguna af Mera-Eiríki, Hálfa skósóla, o. fl. allar hreinar og í óskemmdri kápu. En eins og kunnugt er, eykur það mjög verðmæti bóka í augum safn- arans, að kápa fylgi þeim og sé sem heillegust. — í Búdapest keypti ég af hreinni rælni bækling eftir Amalie Schram, á fimmtíu filler (tuttugu og fjóra aura í norskum peningum). Síðar komst ég að því að gott þótti að klófesta bækling þenna í Osló á 50—60 krónur. En litlu síðar náði ég í annað eintak af honum í Höfn, á krónu, og átti það til skamms tíma; var það í dýrindis bandi. Um þessar mundir eignaðist ég talsvert af bókavinaútgáfum norskra rita, þar á meðal Kristin Lavransdatter, skrautlega mjög og dýra, og á ég hana enn. Þar kom, að að mér dreif miklu meira af bókum en svo að viðlit væri að eiga þær allar. Mjög mikið fékk ég ókeypis frá útgefendum og höfund- um víðs vegar um lönd, og obbinn af skáldskap þeim, er út kom á Norður- löndum, hafnaði í hillum mínum. Hafði ég þá þann sið að selja árlega allt það, er mér var ekki á einhvern hátt kært eða nytsamt, og lét venjulega fornsala hafa það í skiptum fyrir aðrar bækur, er mér lék hugur á. Fékk ég jafnan miklu minna, að fyrirferðinni, hjá þeim körlum en ég lét, og hélt safninu þannig nokkurn veginn í skefjum, svo að það fyllti ekki íbúð mína. Valdi ég til eignar, auk fræðibóka, — einkum í sögu og sálarfræði, — þær skáldsögur, ljóðasyrpur og essays, sem mig langaði til að lesa oftar en einu sinni. Ekki get ég neitað því, að mér þótti gaman að skrautlegum bókum, þó því aðeins, að innihald þeirra veitti mér ánægju. Ég safnaði bókum til lestrar, og margar þeirra urðu góðir vinir mínir, sem ég leitaði til aftur og aftur, því í rauninni getur maður verið að lesa góða bók alla sína ævi, ef nokkur ár eru látin líða á milli hvers lesturs. Og það hygg ég að sé heil- brigðasta söfnunin fyrir allan almenning að eignast það, sem hann les sífellt og fræðist af. Með þessu vil ég þó engan veginn sagt hafa, að hvers konar söfnunarhættir aðrir eigi ekki fullan rétt á sér. Mér er til dæmis, sem rithöfundi, vel við þá borgara, er kaupa bækur mínar, láta binda þær fallega inn og hafa þær til skrauts í skápum sínum, þótt þeir lesi þær aldrei. Einkennilega oft rakst ég á bæklinga um bókasöfnun, og það flökraði ósjaldan að mér, að ég skyldi nú byrja að safna fágætum íslenzkum bókum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.