Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 40

Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 40
268 HELGAFELL þýða frumtextann til fulls. En hér skulu sýnd nokkur dæmi um frumtungu þ«á, sem Hall- grímur orti á Passíusálmana. Fyrst ber að minnast hinna nýjustu vísinda, að stajsctningin er málið. Lítum síðan á þá tungu, sem Hallgrímur hefur ort á Passíusálm- ana og skráð þá eigin hendi, en hann kunni réttritun sinnar aldar alveg eins vel og við okkar. Ur hvaða tungu eru þessar orðmyndir: asier. huors\ijnz, hxialatar, tiijgsl, jast, huad, balellde, hiagudir, tion, blar, l^uijde, liene, hda, siaid, ongua, tiijkia, abaia, bórninn, timsion, hia tippa, hijnsinz, grad, siukann, mdt, glöandc, lijflatz, huör, jieck., sast, auogst, gat tiókuan. löfa, jae, hatt, sarinn, bratt, ^uó/ín, fanijtt, lijf- giój, tirræde, kuediu, grdta, akiógun......... Ekki er þetta íslenzka Halldórs Halldórs- sonar. Og síðan þessar hendingar hér og hvar úr sálmum Hallgríms. Hvaða tunga er þetta: Sad hef eg nidur synda rot, suijvirding mijn e»- morg og liot, vppskieru tijmaann ottast eg, angrast þui salinn næsta mieg. — Forsionar verkmenn vijsir vijngarde drottinz i fyrst þa dagz liominn lysir Jiuft bid eg gae ad þui: — Huor truir nu hart þo hoti — suorinn blijd — vpp sta — Lijkest leyrkiera smid lijknsamur drottinn vid — folked þad% sem fieck ei neirn huijldar stad — I henne huor einn sa er a Iesum truer hier — ordsók þui ongua fundu — huad eigum vær med þad? þu matt eirn sia vm þig — ætijd vm halsinn slo — an dualar sialfur vt þui gieck — Lat þier ei vera afmán ad — edle og lijf faneita — audsueipninn þijn fyrir ollum skyn — vppa þad oll mijn illsku rók — landz domarinn giorde ad gá glogt huad þijdir frammburdur sá — vndirsata frelsid frijdt fiar- plogs giarnir rækia nu lijtt — iatade Iesu þui — Vndrast þui sal mijn ecki — Iafnott þa ganga iallinn ried til Iuda vt ad bragde — Gijdinga lijd og lios gaf rók — sakamann eirn þeir skylldu fa vm paska tijmann fra pijslum fri — siaed nu glógt vm koste tuo — vndirsatarnir hnijsa grant — vilier þu vera af fáre frials — óll iordinn lijst i banne avógst þui slijkann af sier bar — Sials myns verdskulldan sie eg hier — sialfir vm ydur siae þier — faradum eckert forsuar siest — eirn fijrir ongum faldest — Israels hrös heidinna lios — arla og sijd vm all- an tijd — i þui liosi vm eilijf ár vthropa skal mijn roddin klár — þádi vokuann — med giæsku rade giorde Adams sijdu af frijda kuinnu fyrst a lade, fast hann þo a medan suaf, vaknadur þess ad vijsu gade — vt til allra lsraels buda agiætt suala vatnid dro — aug- lioslega so aljir sia — Eftir þria daga ött fyrir sann — Láttu þier þar firi chistin sále kiært.J) Er ekki svo, að þessi frumtunga á Passíu- sámunum muni helzt vera hollenzka? Líkingin er ótvíræð og efalaus: blijd, duijn, fijn, huijtt, huijld, hrijs, heijrt, kfien, liuf, lijte, liene, lijkn< lijkest, lijde mijn, okuijdenn, ongua, pijsl, pijn, prijde, rijke, sueikf sijkdiur, sijnz, suijuirding, tijma, tijd, tion, tiijte, tiijn, œtijd o. s. frv. Hallgrímur fór sjálfur víða í útlöndum, og vit- um vér ekki gerla hvar, en mikið menningar- samband var þá milli Hollands og íslands. Verður niðurstaðan ekki hérumbil þessi: Hallgrímur Pétursson orti Passíusálmana að nokkru leyti á ,,gammelnorsk“, að vísu. Hann rímar t. d. akrinn, í tveim atkvæðum. En að langmestu leyti eru Passíusálmarnir ortir á hol- lenzku. En nú er búið að prenta þá nær fimm- tíu sinnum alls, og prentararnir hafa breytt stafsetningunni lítið eitt í hvert sinn, og þar með málinu. Þannig hafa prentararnir þýtt Passíusálmana smám saman á íslenzku, eða — svo að vísindaleg nákvæmni sé viðhöfð — öllu heldur á tungumál, sem líkist svo mikið ís- lenzku, að það gerir okkur sama gagn. En suma staði í sálmunum er ekki hægt að þýða á vora tungu, eins og dæmin sýna. Vor fátæka og marghrjáða þjóð finnst mér nú samlíkjast mega einni frómri og gamalli kvinnu á Englandi. En hún hafði þessa ein- földu sögu að segja af skiptum sínum við menn hins nýja tíma: ,,Fyrst tóku þeir Jesú minn frá mér. Nú eru þeir búnir að taka Guð minn frá mér líka. En Djöfulinn minn skulu þeir þó aldrei frá mér taka 1“ Svo fer nú einnig vorri flekuðu þjóð. Fyrst lengi hafði hún það fyrir satt, að Hrafnkelssaga og Laxdælasaga væru góðar bækur, sannar og fagrar. Nú veit hún það, fyrir ljós hinnar nýju vizku, að sagan um blóðið á spjóti Helga Harð- beinssonar og bros Guðrúnar er ekki annað en afbökuð glæpasaga norðan úr Miðfirði, sem gerðist ekki fyrr en um miðja 13. öld. Þar fór barnatrúin. Enn hélt þjóðin þó, að íslendingasögurnar væru á íslenzku og að hún ætti þetta mál enn í dag. Og of miklu er nú búið að ljúga í aðrar þjóðir um það, og mikið heimtað í staðinn. En I) Ég verð að geta þess, að mörg hin gleggstu dæmi hef ég eftir skilið, af lotningu fyrir trú Hallgríms og heilagleik hinna fegurstu staða í sálmum hans. H. Hjti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.