Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 16

Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 16
Sverrir Kristjánsson: UMHORF Varnir Ráðstjórnarríkjanna „Reykur, reykur! — tautaði hann fyrir munni sér, og honum fannst allt vera reykur í kringum sig, allt, einnig líf hans sjálfs, lífið í Rússlandi — allt mannlífið, en einkum hið rússneska líf". Þetta eru hugleiðingar einnar sögu- hetju Túrgenjevs, hins bölsýna rúss- neska skálds. Og þannig hugsaði um- heimurinn sér Rússann: hverfulan eins og reyk, tvílráðan Hamlet, er lifði fjarrænu draumlífi og fékk aldrei tek- ið heljarstökkið mikla frá hugsun til veruleika. Hugmyndir manna í Vest- ur-Evrópu um Rússann hafa allt fram á síðustu ár markast af mannlýsingum Túrgenjevs, Tolstoys og Dostójevskís, og um hina „slavnesku sál“ hefur ver- ið haugað saman kynnstrum af þvætt- ing og staðlausum hugarburði. Við- burðir síðustu mánaða ættu að hafa fært mönnum heim sanninn um það, að hin rússneska þjóð er fléttuð úr haldbetri taugum en hinar blóðlausu og viljalitlu söguhetjur rússneskra bók- mennta á 19. öld. Núverandi heimsstyrjöld hefur bor- ið í skauti sínu ógnir og skelfingar. En hún hefur einnig orðið mönnum dýr- mæt reynsla. Hún hefur hrundið af stalli mörgum goðum, er menn lögðu mikinn trúnað á fyrir skömmu, og hún hefur upphafið aðra, sem lítils voru metnir. Einhvern tíma verður það rann- sóknarefni, hvernig það mátti verða, að allur þorri þeirra manna, sem lík- legastir voru til að vita lengra en nef þeirra náði, áttuðu sig alls ekki á því, sem fram fór í Ráðstjórnarríkjunum, og voru alls ófróðir um pólitískan og hernaðarlegan mátt þeirra. En það er vitað, að allflestir hernaðarsérfræðing- ar og stjórnmálamenn Bretlands og Bandaríkjanna töldu í fyrra, þegar Þjóðverjar réðust inn í Rússland, að Rauði herinn mundi ekki geta veitt viðnám nema í nokkrar vikur, nokkra mánuði, ef bezt léti. Ef athugaðar eru gaumgæfilega ræður Churchills í fyrra, er það auðsætt, að hann væntir þess ekki, að Rússar geti varizt sókninni til langframa. Og hinn óskeikuli listmál- ari á kanzlarastóli Þýzkalands varð að játa opinberlega, að sér hefði skjátl- ast um Varnarmátt og baráttuþrek Rússlands. Hinn margdauði Rauði her, sem orðið hafði að hörfa langt inn í land og láta af hendi tröllaukin iðju- ver og víðlendar ekrur Ukraínu og Vestur-Rússlands, gat háð sóknarstríð vetrarlangt með þeim árangri, að Þjóð- verjar urðu að ,,stytta“ víglínu sína. Göring játaði í ræðu í vor, að minnstu hefði munað, að hinn ósigrandi þýzki her hefði látið yfirbugast fyrir rúss- neskum vopnum og vetri, útbrota- taugaveiki og lús. Menn geta sér til gamans velt því fyrir sér, hvort ekki væri öðru vísi umhorfs í álfunni nú, ef Bandamenn hefðu hafið sókn á meginlandið að vestan í vetur sem leið. En sú sókn var aldrei hafin. Þýzki herinn fékk tóm til að sleikja sár sín. Hinir stritandi þrælar meginlandsins fylltu hergagnabúr Hitlers og forða- skemmur fyrir sumarsókn hans. Og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.