Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 14

Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 14
242 HELGAFELL Ljóðið „Lækurinn", sem birc cr á öðrum stað í þessu hcfti, er ort nokkrum dögum fyrir afmæli skáldsins í haust. Svo fjarri fer því, að nokkur ellimörk sé á því að sjá, að hiklausc má telja það meðal beztu kvæða Sigurjóns Friðjónssonar. Ánægjulegt væri það að vísu, að vér ættum vor á meðal skáld á svipuðum aldri, scm kvæði enn betur, en þrátt fyrir töluverða umhugsun hefur oss orðið slíkt skáld torfundið að þessu sinni. ENDURKOSNING Þeirrar skoðunar hefur nokkuð gætt í tali manna á meðal, að MENNTAMÁLARÁÐS. endurkosningu Menntamálaráðs á sumarþinginu verði að meta sem traustsyfirlýsingu meirihluta Alþingis til handa ráðinu, cins og það var og er skipað, og þá jafnframt fullan ósigur ritliöfunda og listamanna í „listamannadeilunni" að sinni. Helgafell telur enga ástæðu til að líta þannig á þetta mál. Kosning Menntamálaráðs að þcssu sinni er aðeins til bráðabirgða, þar sem kjósa ber í ráðið að nýju á næsta Alþingi, sem háð verður eftir þingkosningarnar í haust. Engin von var til þess, að hagsmunamál rithöfunda og listamanna gæm fengið viðunandi afgreiðslu á sumarþinginu, þótt þau hefðu vcrið tckin fyrir þá, þar scm starfstími þingsins var mjög takmarkaður, og því frá upphafi ætlað að taka eingöngu til meðferðar önnur ákveðin stórmál. Fyrir því mun Bandalag ísl. listamanna ekki hafa talið ástæðu til að leggja fram í sumar neinar tillögur um breytingar á skipun ráðsins og starfsháttum, til þess að fá þær fluttar á Alþingi. Miklar líkur eru til þess, að atkvæði hefðu fallið með öðrum hætti við Menntamálaráðskosninguna í sumar, cf um frambúðarskipun hefði verið að ræða. En þing- menn munu almennt hafa litið svo á, hverja afstöðu sem þeir hafa annars til þessara mála, að kosningin í sutnar skipti lidu eða engu, þar sem með henni væri aðeins tjaldað til cinnar nætur. Sagt er reyndar að formaður og forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi beitt sér mjög fyrir því að fá allt ráðið endurkosið, jafnvel gegn vilja sumra þeirra, scm áttu og eiga þar sæti, en cðlilegasta skýringin á þeim afskiptum hans er sú, að hann hafi viljað veita formanni ráðsins ódýrar sárabætur fyrirfram með þcssum hætti, fremur en að þau bendi til þcss, að svo sé ástatt fyrir honum, að hann sé á öndverðum meiði við meginhluta flokks- manna sinna og málgögn flokks síns í „listamannadeilunni". Aftur á móti mun verða fylgzt með því af nokkurri adrygli, hvort þeir fjórir menntamcnn, sem endurkosnir voru í ráðið að þessu sinni, virða svo að vettugi yfirlýstan vilja þeirra 66 rithöfunda og listamanna, sem báru fram vantraust á fyrrverandi formann ráðsins í vor, að þeir endurkjósi hann fram til jóla í vetur, jafnvel þótt slíkt kunni ekki að hafa miklar afleiðingar fyrir aðra en sam- vizkur þeirra sjálfra. Hagsmunamál og réttlætiskröfur íslenzkra rithöfunda og listmanna hafa sætt því ömur- Iega hlutskipti undanfarin ár að vcra höfð að cins konar verzlunarvöru á Alþingi, af ástæðum, sem þjóðkunnugt og þrálátt heimilisböl innan stærsta þingflokksins hefur skap- að. Vissulega hefur þetta ástand verið öllum þeim, scm þar hafa átt hlut að máli, til lítillar sxmdar, jafnvel þótt ýmsir merkir þingmenn telji sig hafa þær afsakanir í þessu efni, og beri þær gjarnan fyrir sig, að réttlæti í garð rithöfunda og listamanna hafi verið fórnað að undanförnu vegna annarra enn ríkari þjóðarhagsmuna. En þar sem nú má vænta mjög brcyttra viðhorfa um skipun og sambúð flokkanna á næsta Alþingi, mætti jafnframt búast við breydngu til batnaðar í þessu efni. Það skiptir t. d. ckki litlu máli, að almennt er talið, að völd og vegur fyrrverandi forsætisráðherra, Hermanns Jónassonar, fari nú sívaxandi í flokki hans, og allar líkur bendi til þess, að hann marki stcfnu flokksins á komandi árum. Vafalaust hafa fáir fundið sárar til þeirrar illu flokksnauðsynjar að ofurselja rithöfunda og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.