Helgafell - 01.09.1942, Side 36
264
HELGAFELL
mjög varhugaverÖ og hrossaleg að-
ferð, sem hefur enga yfirburði til lækn-
inga umfram það að láta brenna sig
með glóandi járni, nema síður sé, og
mun þó flestum hrjósa hugur við því.
Brunasárin eftir steinolíubakstra eru
oft lengi að gróa, og vessar mjög mik-
ið úr brunablöðrunum, sem vonlegt er,
en auk þess er alltaf talsverð hætta á
að vessandi eczem myndist upp úr
steinolíubruna. En fólk virðist samt
sætta sig furðuvel við þetta. Það hef-
ur ekkert við það að athuga, þótt lengri
tími fari í að græða steinolíubrunann,
heldur en hefði farið í að lækna sjúk-
dóminn, sem stofnað var til brunans
út af. Og það er áreiðanlegt, að vessa-
trúin á sinn þátt í því. Það er ekki
trútt um að mörgum líki vel hin mikla
vessaútferð og hugsi sem svo: Ja, það
var ekki vanþörf á, að þetta var gert;
sér eru nú hver ósköpin af óhollum
vessum, sem í mér hafa verið; það var
reglulegt lán, að ég skyldi ráðast í að
fá mér steinolíubakstur.
En allir þessir vessar eru ekkert ann-
að en lítið breytt blóðvatn, sem síast
út úr bólgnum vefjum og enginn á-
vinningur að losna við þá, heldur ætti
að leggja alla stund á að hjálpa nátt-
úrunni til þess að sigrast á bólgunni
sem allra fyrst, með græðandi smyrsl-
um og umbúðum, ásamt fyllsta hrein-
læti í allri sárahirðingu, en henni er
oft ábótavant, þegar fólk hirðir þetta
sjálft, eða lætur skottulækna annast
það. Er þá sjaldnast dauðhreinsuðum
umbúðum til að dreifa, heldur hinum
og þessum tuskum, og komast þá eðli-
lega oft sýklar í allt saman, og skyldi
engan furða, þótt vessarnir yrðu drjúg-
ir, þegar svo er um hnútana búið.
Fólk talar oft um óhreint blóð, sem
það kallar svo. Það veitir því eftirtekt,
að æðarnar á handabökunum eru ef
til vill dökkar eða bláar á lit. Það held-
ur þá, að dökki liturinn sé alvarlegt
einkenni um óhreinindi í blóðinu. All-
ir læknar kannast við, hversu algengt
það er, að sjúklingar spyrji, þegar tek-
ið er úr þeim blóð úr handleggsæð í
rannsóknarskyni, hvort blóðið sé ekki
afar dökkt og ljótt.
Eða þá að fólk segir; Ekki er það
fallegt, dæmalaust er það þykkt og
svart!
En það er ekkert við það að athuga,
þótt blóð, sem læknar taka úr hand-
legg, sé dökkt á litinn. — Blóðið er á-
vallt tekið úr svonefndum bláæðum,
en svo nefnast æðar þær, sem flytja
blóðið frá líkamanum að hjartanu. —
Bláæðablóðið geymir ávallt í sér tals-
vert af kolsýru, sem það fær í skipt-
um fyrir súrefni úti í vefjum líkam-
ans, en kolsýran gerir blóðið dökkt,
eða bláleitt á lit. Það er því fullkom-
lega eðlilegt, að þetta blóð sé dökkt,
og ekkert við það að athuga, en það
er heldur ekkert tiltökumál þótt fólki
þyki undarlegt og óheillavænlegt, að
blóðið sé svona dökkt, því að almenn-
ingur hugsar sér, að allt blóð sé ljós-
rautt, svipað blóði, sem kemur, þegar
maður t. d. sker sig á hníf. En því
geri ég þetta að umtalsefni, að ég hef
oft rekið mig á, að fólk hefur áhyggj-
ur út af sínu dökka bláæðablóði, al-
gerlega að þarflausu.
Oft er haft orð á því líka í þessu
sambandi, að blóðið sé mjög þykkt, en
ég hygg, að sú ályktun sé dregin af
því, að þetta bláæðablóð storknar all-
fljótt; en það stafar einnig af því,
hversu mjög það er blandað kolsýru,
og því ekkert athugavert við það, þótt
það storkni fljótt.
Stundum hef ég heyrt fólk halda því
fram, að blóðið rynni öfugt, að minnsta
kosti í köflum, og væri það mjög al-