Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 46

Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 46
274 HELGAFELL tækra gagnráðstafana", frekar en gert var. Sýn- ir það bezt skapstillingu þjóðarinnar að geta á sér setið með það, og er sú hófsemi þeim mun virðingarverðari sem ekki er til þess vitað, að íslenzka ríkið hafi nokkru sinni brugðið fæti fyrir Bandaríkin eða önnur stórveldi, í sjálf- stæðisbaráttu þeirra, né reynt til þess með hótunum að hafa áhrif á stefnu þeirra í utan- ÍSLENZK KURTEISI V“ hf I UTANRÍKIS- um þvert a „oa jafn- MÁLUM. ” lS h*? oss gagnvart þeim eins og um jafningja vom væri að ræða, og er þess skemmst að minnast, að vér tókum ungan mann úr öruggu þingsæti til þess að gegna sendiherraembætti með þessari vinaþjóð, enda þótt enginn hörgull væri á mönnum, sem engin líkindi voni til að kæmust nokkurntíma á þing. í sömu átt fer það, að vér höfum nýlega skipað álidegan hóp fslendinga, búsetta vestan hafs, í ræðismannastöður, og mundi þó sá hóp- ur hafa orðið stærri en raun er á, ef tekist hefði að grafa upp fleiri slík nöfn og heimilisföng. Þá mættu einnig þegnar Bandaríkjanna vel vera minnugir þess, að svo gömul og rótgróin er hlutleyisstefna vor íslendinga gagnvart þeim, að þegar vér fyrir þúsund árum fundum land þeirra, vömðumst vér að segja heiminum frá því, með því að vér vildum engan hlut eiga um það, sem þar kynni að fara fram. Hefði það þó oft getað komið sér vel fyrir oss að eiga dálitla nýlendu á borð við Bandaríkin, en jafnvel þótt svo hefði ekki til tekizt, má að minnsta kosti fullyrða, að síðasta Alþingi hefði orðið mun upplitsdjarfara ef Kolumbus hefði gætt tungu sinnar jafn vel og íslendingar gerðu á sínum tíma. Hinsvegar má oss vera það nokkur huggun í sjálfstæðisbaráttu vorri, að oss hefur tekizt, með venjulegri þrautseigju og lipurð, að fá eina virðulegustu byggingu þessa lands, Menntaskólann í Reykjavík, heimta úr hers höndum. Mátti ekki minna vera en að slíkum tíðindum í sögu merkilegrar stofnunar yrði fagnað með óvenjulegu móti, enda stóð LAUSN d?d.á MENNTASKÓLANS "u.,í“ h”“°ld „ _______ „ tanð tram að undan- FAGNAÐ. ... v . . rornu með þeim hætti, að skólinn hefur verið gerður að kosn- ingastöð og þá aðallega fyrir aðkomufólk. Hef- ur sjálfsagt vakað fyrir þeim, er að þessari ráð- stöfun stóðu, að brýna það fyrir fólki hvað kosningar utan kjörfundar séu menntandi, og í annan stað mátti þetta teljast vel til fundið þegar þess er gætt, að Alþingi íslendinga var um margra ára skeið háð í samkomusal Menntaskólans, og að þar var Jón Sigurðsson löngum í forsæti, þegar hann var upp á sitt bezta. Enn má vera, að húsnæðisvandræðin í bænum hafi ráðið nokkru um þessi hátíða- höld, því þess er ekki að vænta, að ríkið sjái sér fært að fleka húsnæði út úr þegnum sínum með ósæmilegum fjárgreiðslum, afnotum af síma, kvenfólki eða öðrum slíkum mútum, þó borgurunum haldist uppi, dags daglega, að haga sér þannig gagnvart fátækum húseig- endum. Mjög er ánægjulegt til þess að vita, að svo er að sjá sem vænta megi hins bezta af and- legu lífi þjóðarinnar á vetri þeim sem nú fer í hönd. M. a. má benda á það, að listamanna- þing, hið fyrsta hér á landi, mun verða háð í næsta mánuði í Reykja- LISTAMANNA- vík, og er mikill og ÞINGIÐ í HAUST. sameiginlegur áhugi meðal allra beztu lista- manna landsins um að gera það eins veglegt og föng eru á. Hefur ríkisstjómin, eins og vænta mátti, tekið hið bezta í málalcitanir Iistamannanna um stuðning við þinghaldið og eins munu blöðin undantekningarlaust teljaþað ljúft og skylt að greiða fyrir því, að það megi verða þjóðinni og listamönnunum til sóma. Á þingi þessu verða tekin til meðferðar ýms þau mál, er listamennirnir láta sig sérstaklega varða, en auk þess er svo til ætlazt, að almenn listsýning verði haldin í sambandi við þingið, ennfremur fer fram hátíðasýning á íslenzku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.