Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 56
284
HELGAFELL
,,Að hrapa gegn vilja
sínum“
Björgvin GuSmundsaon: SKRÚÐS-
BÓNDINN. Harmleikur í fimm þátt-
um meS forleik. Akureyri. Pálmi H.
Jónsson. 1942. Ób. 10 kr.
Ýmsir, sem ekki áttu þess kost aS sjá á leik-
sviSi hiS nýja leikrit Björgvins Guímundsson-
ar Skníðabóndann, hafa vafalaust beðið þess
með nokkurri eftirvœntingu, að kynnast leikn-
um á prenti. Menn hafa heyrt, að hann hafi
verið sýndur oftar og við meiri aðsókn á Ak-
ureyri en dæmi eru til um önnur leikrit, inn-
lend eða erlend, og í Leikhúamálum, sem bezt
œttu að geta dæmt um þeasa hluti, er leikritið
talið ,,að mörgu leyti stórmer\i\egt". í sömu
grein er leiknum nánar lýst þannig, að hann
sé ,,hádramatís\ur í eðli sínu, mjög marg-
breytilegur og »ter\ur á kfljlum, með hœfileg-
um stiganda". Þá hefur hiS gamla og ráðsetta
tímarit, Eimreiðin, birt í síðasta hefti tvær
meginmáls-ritgerðir um leikritið auk inngangs-
greinar eftir ritatjórann, þar sem honum farast
m. a. orð á þessa leið: ,,Ut jrá þessari sögn
hefur s\áldið Björgvin Guðmundsson s\apað
táknrœnt, þj&ðlegt listaverk, — til að kryfja
til mergjar alþjóðleg sannindi, — listaverk, sem
er verðugt viðfangsefni allra beztu leikkrafta,
hlj&m- og söngkrafta, sem íslenzka þj&ðin á
yfir að ráða". Jafn afdráttarlaus ummæli sem
þessi, af vörum menntaðs kunnáttumanns,
benda vissulega ekki til þess, aS hér sé um
neinn hversdagsviðburð í bókmenntunum að
ræða, enda fáheyrt, aS eitt og sama tímaritið
geri nýju leikriti svo vegjeg skil. Má því ekki
minna vera, en að Helgafell víki nokkrum orð-
um aS slíkum hvalreka.
Leikrit þetta er, eins og nafnið bendir til,
byggt á austfirzku þjóSsögunni um Skrúðs-
bóndann, ,,en hugmyndinni að sjálfu Jeikritinu
Jaust niður í huga Björgoins siðla sumars 1921,
er hann var að slœtti á hveitiakri Vestur í
Kanada”, að því er frá er skýrt í einni Eim-
reiðar-greininni. ,,Og þá varð forjeikurinn tiJ
að mestu Jeyti, þ& ég skildi hann ekki tiJ
fuJJnustu fyrr en síðar", er haft eftir höfund-
inum í sömu frásögn. — Samkvæmt því, sem
stendur á titilblaðinu, er leikurinn harmleikur,
og það er hann líka að efninu til, því jafnvel
þott ekki fari hjá því, að sumt í honum orki
öllu fremur a lesandann sem atriði í gaman-
leik, eins og síðar verður vikið að, þá er uppi-
staða leikritsins fjarri því að geta orðið nokkr-
um manni aðhlátursefni, því að samkvæmt að-
alinnihaldi sínu hefði það eins vel mátt nefnast
heimiJisböJ prestsfjöJskyJdunnar á Hólmum í
Reyðarfirði.
Leikritið hefst á stuttum forleik í söngvum,
hinum hryllilegasta djöfulgangi, þar sem fer-
leg norn birtist prestskonunni í svefni og syng-
ur voveiflegar spár yfir vöggu dóttur hennar,
en dansandi forynjur kasta á milli sín fá-
klæddum meyjum, sem ,,herða veinið" þvi
meir, sem á líður, en ,,6sýnilegur k&r púar eft-
irspiJ". 1. þáttur fer fram 18 árum síðar og
hefst á þvf, að dóttirin, Heiður, gengur ein og
ástfangin út f vornóttina til fundar við unnusta
sinn, en hittir þá fyrir sér bráðókunnugan ver-
aldarmann, sem gefur henni ,,heyrnartól" o.
fl., með þeim afleiðingum, að hún, þessi siS-
prúða og yndislega stúlka, er ekki búin að vera
þrjár stuttar blaðsíður með elskhuga sínum áð-
ur en hún tekur að brígzla honum um ,,gras-
asnaskap" og léttúðarskort. (,,Sá, sem ekki
syndgar, er ekki maður“). Það kemur því ekki
á óvart, þó hún sé þegar í 2. þætti búin að
segja honum upp, enda er hún þá leynilega
trúlofuS manninum, sem gaf henni ..heyrnar-
tóIiS", og strýkur Ioks til hans út frá páska-
messu hjá föður sínum aS áliðnum 3. þætti,
en móSur hennar verður svo mikið um þetta
tiltæki, að hún hnígur örend niður um þaS
bil er tjaldið fellur. En sjaldan er ein báran
stök. Unnusti Heiðar og verðandi eiginmaður,
sem hún hafði fulla ástæðu til að halda að væri
ungur og glæsilegur kóngssonur, reynist að
hafa skrökvað að henni, því hann er í raun
og veru enginn annar en bóndinn úr SkrúS,
hinn ferlegasti tröllkarl. Er nú hrunin af hon-
um mesta kurteisin og glæsimennskan frá I.
þætti og allur er heimilisbragurinn í SkrúS
hinn óyndislegasti. Þó virðist þar oft hafa ver-
ið glatt á hjalla, því í 4. þætti er Heiður orð-
in dauSþreytt til sálar og líkama eftir meira en
tólf ára slark og drykkjuskap og tekur með
þökkum tilboði Grlmu gömlu um að stytta
henni aldur. (,,Ég get sem bezt fengið ein-
hvern piltanna til aS höggva af þér hausinn").
Hún sér sig þó um hönd, ákveður að freista
þess að byrja nýtt og betra líf og endar þátt-
urinn á því, að Ósýnilegur k&r púar Faðir vor.
Strýkur hún síðan milli þátta frá heimili sínu
f Skrúð og er loks í síðasta þætti stödd á að-
fangadagskvöldi jóla í kirkjugarÖinum heima
á Hólmum. En aÖkoman er allt annað en glæsi-
leg. Hún fer huldu höfði, og allir tala illa um
hana; örvinglun hefur í sama mund dregið