Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 43

Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 43
BRÉF FRÁ LESENDUM 271 meira hispursleysi en tíðkazt hefur af hálfu þeirra, sem bót mæla því ástandi, sem er í Ráðstjórnarríkjunum, hvað þessi atriði snertir. Eru ýms ummæli hans hin athyglisverðustu, en þó finnst mér hann ekki taka af um það öll tvímæli, hvort hann álíti þar ritfrelsi eða ekki. Hann lýkur ritdómnum með því að segja, að lýðræði Ráðstjórnarríkjanna og frelsi til þess að tala og skrifa muni aukast og verða fyllra eftir því sem öryggi landsins aukist inn á við og út á við. Þótt dómprófasturinn í Kantaraborg og ýmsir aðrir virðist vera þeirrar skoðunar, að í Ráðstjórnarríkjunum sé hið fullkomnasta lýð- ræði og algerasta ritfrelsi, sem hugsast geti, telur Sverrir, að ástand þessara mála þar í landi geti breytzt til hins betra, og er ég honum al- gerlega sammála um það. Hann segir ennfremur: „Allt prentað mál er undir eftirliti hinnar opinberu ritvörzlu (Glav- Ht), sem hefur fulltrúa i öllum útgáfufélögum". Og hann segir, að ritskoðuninni sé jyrat og fremst, (þ. e. a. s. þó ekki einungis) ætlað að afstýra útgáfu „gagnbyltingarsinnaðra" rita, en ég fæ ekki séð, hvernig slíkt fær samrýmzt því, sem venjulega er nefnt ritfrelsi, einkum og sér í lagi, þegar það er algerlega á valdi ritskoðun- arinnar að ákveða, hvað teljast skuli „gagn- byltingarsinnað", enda virðist það ekki hafa verið ótíðum breytingum undirorpið, hvað talið hefur verið því markinu brennt. Á hinn bóginn telur Sverrir, að í fagur- menntum og heimspeki ríki þar sízt minna frelsi en í þeim löndum, sem lýðfrjálsust eru talin, en ég hefði haldið, að í öðrum löndum að minnsta kosti yrði það talin veigamikil skerð- ing á frelsinu, ef „allt prentað mál" væri undir eftirliti opinberrar ritskoðunar. Ef ritstjórinn hefði spurt mig að því, hvort ég teldi ritfrelsi í Rússlandi, og hefði ég átt að svara með jái eða neii, hefði ég orðið að vita, hvað átt væri við með ritfrelsi. Ég myndi því hafa spurt, hvort ritstjórinn teldi sig búa við „ritfrelsi", ef útgáfa Helgafells væri und- ir eftirliti opinbers aðilja, og þá líklega Menntamálaráðs, og það ætti fulltrúa í stjórn timaritsins og mætti hafa hönd í bagga með þvf, hvað þar birtist, og þyrfti ekki að gera aðra grem fyrir synjun á prentun ritgerða en þá. að þœr væru „gagnbyltingarsinnaðar", sem a vorri tungu yrði væntanlega nefnt „á móti töannfélaginu". Ef hann svaraði þessari spurn- mgu játandi, mundi ég einnig svara því ját- andi, að ritfrelsi væri í Rússlandi. En svaraði han» því neitandi (og það mundi hann vafa- laust gera), mundi ég einnig neita þvf, að þar væri ritfrelsi. Eða hvernig mundu t. d. forvígismenn út- gáfufélagsins Máls og menningar taka því, ef Menntamálaráði væri heimilað eða fyrirskipað að hafa fulltrúa í félaginu til eftirlits? Ég vona að minnsta kosti, að þeir teldu það skerðingu á ritfrelsinu. Undanfarið hafa verið deilur með Mennta- málaráði og fslenzkum listamönnum og rithöf- undum. Ymsir þeirra rithöfunda, sem nú hefja hæst fána andlegs frelsis á íslandi, hafa skrif- að mikið um Ráðstjórnarrfkin, og ég hefi ekki orðið var við, að þeir teldu þar skorta á andlegt frelsi, þar á meðal ritfrelsi, þótt þeim sé það vafalaust kunnugt, að „allt prentað mál er undir eftirliti hinnar opinberu ritvörzlu". Þeir tejja starfsbræður sína í Rússlandi eiga við rit- frelsi að búa, þótt útgáfa rita þeirra sé háð eftirliti hins opinbera, en myndu þeir telja sjálfa sig njóta ritfrelsis, ef útgáfa rita þeirra hér væri sett undir eftirlit einhvers opinbers aðilja, t. d. Menntamálaráðs? Sumir kynnu að álíta, að eftir ánægju þeirra að dæma með skipun þessara mála í Rússlandi, mundu þeir ekkert hafa við slíkt að athuga, jafnvel fagna því og telja frelsi sitt jafnmikið eftir sem áður og kannske meira að segja álíta það hafa auk- izt. En mér finnst þó afstaða þeirra til afskipta ráðsins af májefnum listamanna og rithöfunda fremur benda til þess, að þeir myndu ekki sætta sig við slíkt, heldur taka upp skelegga baráttu fyrir ritfrelsi á íslandi og mótmæla öll- um afskiptum hins opinbera af útgáfu prentaðs máls, þar eð slíkt samræmist ekki ritfrelsinu. En hvi gera þeir ekki sömu kröfur fyrir hönd rússneskra stéttarbræðra sinna? Getur það ver- ið, að það sé ekki ritfrelsið í sjálfu sér, sem þeim er annt um, heldur sitt eigið ritfrelsi, og er „ritfrelsið" þá frelsi fyrir suma, en aðra ekki? Eða er merking hugtaksins ritfrelsi önn- ur í Rússlandi en á íslandi? Og fyrst þeir eru formælendur hvors tveggja „ritfrelsisins", við hvorri tegundinni, þeirri rússnesku eða þeirri íslenzku, skyldu menn eiga að búast, ef þeir fengju völd í menningarmálum þjóðarinnar? Deila Iistamannanna og rithöfundanna við Menntamálaráð er hin athyglisverðasta, og sök- um deiluefnisins hljóta allir hugsandi menn að láta málið sig nokkru skipta. Styrinn stendur um það, hvort hið opinbera eigi að styrkja rit- höfunda og listamenn eftir verðleikum einum eða eftir stjórnmálaskoðun og fylgispekt við valdhafana. ! rauninni er því um það deilt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.