Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 60

Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 60
288 HELGAFELL orðavali og líkingum. Hann er yfirleitt hrjúfur og óþýður, sjaldan naer hann ljóðrænum blæ á kvæði sín og því síður músík í þau. Persónu- leiki manna, skapgerð þeirra og athafnir, verða honum tíðast að yrkisefni. Söguljóð Guðmund- ar. eftirmæli hans og lýsingar á aamtímamönn- um munu halda nafni hans lengst á lofti. Hver, sem einu sinni hefur lesið „Ekkjuna við ána ', „Ferjumanninn", „Hrærek blinda", „Þórarin á Halldórsstöðum" og fleiri þess háttar kvæði hans, gleymir þeim varla, en það er eitt ein- kenni sannrar listar. Ástæða er til að vekja at- hygli á einu slíku kvæði í þessu ljóðasafni. Það er og eftirtektarvert, að þar er Guðmundur ekki í heimahögum sínum, eins og þegar hann er að lýsa konunni, sem „elskaði ekki landið, en aðeins þennan blett", heldur skyggnist hið aldna skáld nú um í nýju umhverfi, í höfuð- staðnum. Honurn fatast þó ekki, honum tekst að bregða upp minnisstæðri mynd af Hjalta-Má, blaðsöludrengnum. Á því kvæði sjást engin ellimörk höfundarins, því má hiklaust skipa í röð betri Ijóða, sem hann hcfur ort. Stmon Jóh. Agústsson. Sjálfsævisaga byltingar- manns KRAPOTKÍN FURSTI. Sjálfsævisaga byltingarmanns. Kristín Ólafadóttir læknir íslenzkaði. ísafoldarprentsmiðja H. f. Rvík 1942. 342 bls. í skinnb. kr. 40.00. Sjálfsævisögur eru heillandi lestur. Þær sýna oss manninn, þar sem hann stendur fyrir dóm- stóli sjálfs sín. Krapotkín fursti var óvenjulegur maður. Hann var borinn til tignar, auðæfa og valda, en varp- aði öllum þessum gæðum frá sér til að geta framfylgt hugsjónum sínum. Hann er ungur gripinn óslökkvandi þekkingarlöngun, snýr baki við glæsilegum ytra lífsferli, sem beið hans við hirðina í Pétursborg, og leitar athvarfs hjá vís- indunum. Þegar hann er að ná þessu langþráða takmarki og honum býðst staða við vísindastörf, hafnar hann henni, og helgar upp frá því krafta sína félagslegri umbótastarfsemi: „Vís- indin eru dásamleg. Ef til vill hefi ég meiri gleði og unun af þeim en margir aðrir. En hvaða rétt á ég á slíkri gleði, þegar allt f kring- um mig er barizt vonlausri baráttu um þurran brauðbitu) ELða ef það, sem nauðsynlegt er til þess, að ég geti lifað æðra lífi, þarf að takast af þeim, sem yrkja jörðina, en hafa ekki sjálfir brauð handa börnum sínum?" Vegna skoðana sinna er Krapotkín varpað i fangelsi; hann flýr fósturjörð sína, og er eltur af njósnurum úr einu landi f annað. En hann er sistarfandi að félagsmálum og vfsindum. Gáfur hans voru miklar og alhliða og vinnuþrekið frá- bært. Hann semur visindarit í heimspeki, nátt- úrufræði og sagnfræði og getur sér heims- frægð fyrir. En mestum tfma sfnum ver hann þó til leynilegrar pólitfskrar starfsemi meðal verkamanna og til að skrifa blaðagreinar um þjóðfélagsmál við alþýðuhæfi. Eins og allir sannir umbótamenn hafði Krapotkin óbilandi trú á hið góða í eðli mannsins. En svo mikil var óbeit hans á harðstjórn, óstjórn og ófrelsi, að hann hafnaði allri stjórn, einnig þingræðis- Jegri, því að það var sannfæring hans, að vald- hafarnir beiti ávallt valdinu sér sjálfum tii framdráttar eða f hag fámennrar klfku, en ekki fyrst og fremst til heilla þjóðfélags- eða mann- félagsheildinni. Hann var anarkisti eða stjórn- leysingi. Sjálfsævisaga Krapotkíns er f tölu þeirra nta hans, sem náð hefur heimsfrægð, enda er hún frábærjega vel samin og rituð. Lýsingar hans á kjörum rússneskra bænda þykja með ágætum og er oft til þeirra vitnað. Fyrri hluti sjálfsævi- sögunnar, sem fjallar um bernsku höfundar og uppvaxtarár og umhverfi það, er hann lifði í, er einkum heillandi. En sjálfsævisaga þessi er ekki fyrst og fremst í miklum metum vegna þess, að hún sé í sjálfu sér bókmenntalegt afrek, heldur vegna hins, að þar lýsir mikili maður sjálfum sér af hreinskilni og látleysi. Á bak við hverja línu finnur lesandinn söguhetj- una, hinn heilsteypta persónuleika og hrein- hjartaða mannvin, sem aldrei vék frá því, er hann vissi sannast og réttast, þótt hann ætti í hættu, að það kostaði hann lífið. Bókin sómir sér vel í fslenzkum búningi. Stíjl- inn er lipur og málið mjög vandað. Aðeins á örfáum stöðum ber málfarið því vitni, að um þýðingu er að ræða, eins og t. d. á bls. 277: „Eg komst smátt og smátt til þeirrar viðurkenn- ingar, að stjórnleysi (anarkismi) er annað og meira en ákveðin starfsaðferð eða hugmynd um frjálst þjóðfélag". Frú Kristfn er ekki einungis ágætur þýðandi, heldur er hún og vandlát um val á þeim bókum, er hún íslenzkar. Símon Jáh. Ágáttston.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.