Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 33

Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 33
SYMFONIA PASTORALE 261 maður, sem á sér einskis von framar, veit ég ekki fyrri til, en ég er umvafinn hinum dýrðlegu tónum Pastoral-hljóm- kviðu Beethovens, rétt eins og ég væri kominn í himnaríki og gengi milli ald- intrjánna í kvöldsvalanum mér til hressingar. Það er útvarpsviðtæki í einu horni skrifstofunnar, og þaðan kemur hin yndislega tónlist, en á miðju gólfi er skrifborð, — og við það situr maður. Það er forstjórinn. En hinir dýrðlegu tónar Pastoral-hljóm- kviðunnar ganga mér svo til hjarta, að ég kem ekki upp nokkru orði, heldur rétti forstjóranum reikninginn þegj- andi. — Og það gagntekur mig svo mikill fögnuður af því að heyra slíka tónlist í skrifstofu, þar sem ég kom að innheimta peninga, að mér liggur við gráti; og ég horfi niður á skrifborðið án þess að vita, að það sé skrifborð. Ég sé útundan mér, að á veggnum hægra megin hangir mynd af Beethov- en, en ég stari án afláts niður á skrif- borðið, án þess að vita hverskyns hlut- ur það sé, og án þess að vita, að ég sé innheimtumaður, og man ekki lengur, hve illa mér gekk að æfa Fantasíu eft- ir Hándel,------þangað til ég heyri sagt, eins og út úr heimi, sem ég hugði hvergi nálægan: Gjörið þér svo vel! Þá tók ég eftir því, að forstjórinn er að telja mér peningana fyrir reikning- inn. Ég tók peningana og stakk þeim í töskuna. Ennþá hafði ég ekkert sagt, — ekki svo mikið sem: Gott kvöld. En nú fannst mér endilega ég þyrfti að segja nokkur orð við þennan mann, sem hlaut að hafa yndi af tónlist. Þess vegna sagði ég við hann: Þetta eru út- lönd, er það ekki ? Því að ég trúði illa, að þessi tónlist væri frá útvarpi brezka hersins, þó að þetta ætti sér stað milli 5 og 6. — Ja, sagði forstjórinn, nema það sé Bretinn. — Jæja, sagði ég. Ég hélt ekki, að þeir hefðu svona góða músík. Ég man ekki til að hafa heyrt svona góða mús- ík hjá þeim. Þá velti forstjórinn til höfðinu, ívið til hægri og ívið til vinstri. Síðan sagði hann: Ja há, þetta er víst góð músík. -----Þá datt mér allt í einu í hug, þegar verið var að krossfesta Jesúm — Fyrirgefið þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera — en aðeins augnablik, því að forstjórinn hélt áfram, eins og ekkert hefði í skorizt, eins og hann hefði aldrei sagt: Ja há, og svo fram- vegis-------Hann sagði: Nei hei, ég minnist þess nú ekki heldur. — Og nú velti hann höfðinu enn meira en áður, eins og hann væri alveg hissa að heyra slíka tónlist.--------Og svo hélt hann áfram að snúa til höfðinu, eins og hann yrði meira og meira hissa. En þá varð mér litið á vegginn, þar sem myndin af Beethoven hékk, og þar hékk þá engin mynd af Beet- hoven eftir allt saman, heldur mynd af Vilhjálmi Þýzkalandskeisara, sem er dáinn að vísu og beið ósigur í síð- ustu heimsstyrjöld. Þá brosti ég lítil- lega til myndarinnar, lyfti hattinum í virðingarskyni við forstjórann og gekk mína leið. Þannig lýkur þessari litlu, hversdagslegu sögu. Jón ós\ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.