Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 15
UTAN GARÐS OG INNAN
243
listamemi alkunnu geriæði um undanfarin ár en einmitt hann. Og illa þekkir Helgafell
skaplyndi Hermanns Jónassonar, heilbrigðan metnað hans og falslausan áhuga og virðingu
fyrir því, sem vel er gert í bókmenntum og listum, ef hann kýs sér það hlutskipti að bletta
nafn sitt í íslenzkri stjórnmálasögu með því að láta núverandi ófremdarástand í opinberum
skiptum af íslenzku listalífi haldast stundinni lengur, er hann hefur fengið svigrúm til þess
að njóta sín. Miklu fremur cr það skoðun vor, samkvæmt persónulegum kynnum af Her-
manni Jónassyni, að hann muni telja það hlutverk sitt í flokki sínum að beita sér fyrir því
að „listamannadeilan" fái þá lausn, sem er í samræmi við óskir ridiöfunda og listamanna
og íslenzka menningarhagsmuni í senn.
Mjög líklegt má telja, að Bandalag ísl. listamanna beini fyrirspurnum til miðstjórna
flokkanna nú fyrir kosningarnar um afstöðu þeirra til „listamannadeilunnar'1 og nýskipunar
Menntamálaráðs í samræmi við óskir Bandalagsins, svo að öllum flokkum gefizt kostur á
því að láta skoðun sína og stefnu í þeim málum í ljós frammi fyrir kjósendum landsins.
Enginn mun að vísu vænta þess, að kosningarnar snúist um þessi mál, nema að örlitlu leyti,
en þeim mun óhættara verður flokksstjórnum og frambjóðendum allra flokka að svara
fyrirspurnum Bandalagsins vafningalaust, ef fram koma. Tveir þeirra þingflokka, sem nú
ganga til kosninga, hafa sýnt rithöfundum og listamönnum fullan skilning og samúð í
réttlætisbaráttu þeirra. Þessir flokkar, Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn, geta
að vísu tæplega ráðið lausn listamálanna á næsta Alþingi einir saman, en þess munu
rithöfundar og listamenn vænta af þeim, að fáizt ekki svo um skipun og starfsháttu Mennta-
málaráðs þokað á næsta þingi, að Bandalag íslenzkra listamanna geti talið sig vel við una,
taki hvomgnr þessara flokka ábyrgð á störfum Menntamálaráðs eftirleiðis með [>ví að
eiga fulltrúa t ráðitiu. En eins og þegar hefur verið sagt, er ekkert líklegra en að velsæmi og
vitsmunir verði ofan á í þessum málum innan þess stjórnmálaflokks, sem rithöfundar og
listamenn verða að telja sig sérstaklega ábyrgan fyrir mistökum Menntamálaráðs að undan-
förnu, og úr því ætti ekki að þurfa að efast um afstöðu Sjálfstæðisflokksins, enda ber að
minnast þess með þakklæti, að blöð hans liafa stutt rithöfunda og listamenn með ráðum
og dáð í deilu þcirra við formann Menntamálaráðs.
„ÆTTMOLD íslenzk útgáfa af nokkrum ljóðum Nordahls Griegs í þýðingu Magn-
OG ÁSTJÖRÐ.11 úsar Ásgeirssonar er nýkomin út á vegum Rithöfundafélags Islands
og verður seld til ágóða fyrir Noregssöfnunina. Bókin er gefin út í
aðeins 175 tölusettum eintökum á vandaðan pergamentpappír. Nordahl Grieg hefur sjálfur
ritað ágætan formála fyrir bókinni og undirritað hann mcð eigin hendi á hvert eintak.
Bókin er prentuð í Víkingsprenti, en pappírinn í hana gaf Steingrímur Guðmundsson
forstj. fyrir hönd prentsmiðjunnar Gutenberg. Gert er ráð fyrir að um 150 eintök bókar-
mnar verði til sölu, og kostar hvert 100 krónur. Töluvert af upplaginu er þegar keypt eða
pantað. Eftirleiðis verður bókin til sölu í skrifstofu Víkingsprcnts, Garðastræti 17, sími 2864.