Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 21
VARNIR RÁÐSTJÓRNARRÍKJANNA
249
etsnámanna. Kolanámurnar í Kúsnetsk
framleiddu árið 1940 um 25 milljónir
tonna, aðrar námur austan Uralfjalla
framleiddu miklu minna, en alls nam
framleiðsla hinna nýju námuhéraða
um 40 milljónum tonna, eða helming
þess magns, sem unnið var í Donets-
námunum einum saman.
Missir olíulindanna í Kákasíu mundi
verða mikill hnekkir hernaðarmaetti
Rauða hersins, en þó mundi það ekki
veita honum rothöggið. Því að í hinni
miklu hernaðaráætlun Rússa er einn-
ig gert ráð fyrir því, að samgöngur
muni teppast milli Kákasíu og megin-
landsins, og þeir hafa þegar fyrir all-
mörgum árum hafizt handa um að
skipuleggja olíuvinnslu á öðrum slóð-
um, sem liggja ekki eins í þjóðbraut
erlendra árásarherja. 1926 uppgötvuðu
rússneskir jarðfræðingar fyrir einskæra
tilviljun, að mikil olía var í jörðu í
héruðunum milli Volgu og Uralfjalla.
í Kazakstan fundust einnig auðugar
olíulindir. f Syzran, skammt fyrir vest-
an Kúybísév, í Ufa í Baskiríu og hjá
Emba í Kazakstan hafa verið reistar
olíuvinnslustöðvar, og að því er talið,
er, nemur framleiðsla þeirra um 6
milljónum tonna. Til samanburðar má
geta þess, að Kákasíuolían var um 30
milljónir tonna á ári. Eins og af þessu
má sjá, er enn langt í land, að hinar
nýju olíulindir fái bætt Rússum missi
Kákasíu. En þær mundu nægja til
þess, að Rússar gæti varizt eftir sem
áður, og eru þá ekki teknar með hin-
ar miklu benzínbirgðir, sem Rússar
eiga um alla Vestur-Síberíu. Að því
er olíu varðar mundu Rússar því geta
háð langvinnt varnarstríð á grundvelli
hins nýja Rússlands og þess iðnaðar,
sem þar hefur orðið til hinn síðasta
áratug.
Styrjaldarhorfur
Þegar þetta er skrifað, er þ^'zki her-
inn kominn x úthverfi Stalíngradborg-
ar. í Kákasíu á hann ófarna 80 km. til
Grozníolíulindanna, og á Svartahafs-
ströndinni er flotahöfnin Novórossísk
á valdi Þjóðverja. Þetta er ekki lítill
árangur, en þó hefur þýzka herfor-
ingjaráðið enn ekki náð því, sem það
ætlaði sér. Stalíngrad er enn ekki unn-
in og ekki Voronesh við Don. Hið
mikla kapp í vörn og sókn hjá þessum
stöðum sýnir greinilega, að hér er
glímt um hernaðarlegan heildarárang-
ur sumarsóknarinnar. Takist Rússum
að stöðva Þjóðverja hjá Stalíngrad og
Voronesh, þá hafa fórnir Þjóðverja í
sumar orðið að miklu leyti til einskis.
Ef Stalíngrad verður unnin, og Rússar
fá ekki tekið hana aftur líkt og Rostov
í fyrra, þá er sjálfri Moskvu og herjum
Mið-Rússlands mikill háski búinn. Þó
því aðeins, að þýzki herinn hafi ekki
ofreynt sig á sumarsókninni, og Rauði
herinn hafi ekki mátt til að hefja vetr-
arsókn á sömu lund og í fyrra. Það er
vitað, að Rússar hafa mikið varalið til
varnar Moskvu og miðhéruðum Rúss-
lands, og óvíst, hvort þýzki herinn sé
fær um eftir hið mikla tjón sumarsókn-
arinnar að leggja út í nýjar stórorustur
við meginheri Rússlands. Sennilegast
verður því að álíta, að Hitler muni
reyna að festa vetrarvígstöðvar sínar
á þeim slóðum, er hann nú er á, ef suð-
urhluti Volgu verður unninn fyrir
haustið. En takizt honum það ekki
mun skammt vera til umskiptanna í
þessari styrjöld.
Nýjar vígstöðvar?
Það sem íáða mun mestum straum-
hvörfum í styrjöldinni er myndun