Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 54

Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 54
282 HELGAFELL inga vegna efnis og stílsnilldar, nýtur alþýða hér á landi þess ekki í íslenzk- um búningi. Ævisögur eru einhver hinn vinsæl- asti skemmtilestur að skáldsögum und- anskildum. En íslenzkur almenningur greip þó ekki feginshendi , .Viktoriu drottningu” í þýðingu Kristjáns Al- bertssonar. Einnig hér var útgáfu- stjórnin furðulega nösk á að detta of- an á það, sem alþýða manna lætur sig litlu varða og fellur ekki í smekk henn- ar. Bókin fjallar ekki um það efni, sem almenningi hér er hugstætt, þess vegna nýtur hún ekki mikilla vin- sælda, þótt hún sé vel samin. All- margir þýðingargallar eru á bókinni, sem hafa orðið mjög að umtalsefni. Reyndar vita allir kunnugir, að þýð- andinn er prýðilega ritfær maður, en hann var fjarverandi, er bókin var prentuð, og varð útgáfustjórninni þó ekki að vegi að láta leiðrétta helztu málvillur eða jafnvel auðsæ penna- glöp, sem slæðzt höfðu inn í þýðing- una. Um skáldsögur þær, sem Menning- arsjóður hefur gefið út, er rétt að taka það fram, að þær eru báðar vel þýdd- ar og sóma sér miklu betur í íslenzkum búningi en rit þau, sem áður er minnzt á. Sultur mun þó tæpast eiga erindi til alþýðu hér á landi. Verkið er þeg- ar tekið að fyrnast, og efnið er orðið þvælt, þótt það aflaði höfundi þess frægðar á sínum tíma. Nú sýnist mér ótímabært að gefa það út á þennan hátt. Talsvert öðru máli gegnir um Önnu Kareninu, sem er miklu stór- brotnara verk og sígildara og líklegra til að verða við kröfum þeim, sem al- menningur hér á landi gerir nú til skáldrita. Það er þarft verk að gefa út er- lendar úrvalsskáldsögur handa ís- lenzkri alþýðu. En einnig hér mega menn ekki gleyma garminum honum Katli, almenningi, sem á að njóta þess- ara verka. Það nægir engan veginn, þótt rit þessi séu fræg erlendis. Þau verður að velja þannig, að þau hafi almennt gildi fyrir íslendinga nú í dag, þau verða að vera við hæfi íslenzkrar alþýðu og eiga erindi til meginþorra hins stóra lesendahóps, sem þær eru ætlaðar. Utgáfa úrvalsrita íslenzkra skálda er líka góð hugmynd og sömuleiðis út- gáfa hinnar fyrirhuguðu íslandssögu. En á miklu veltur, hvernig þessi verk verða af hendi leyst. Á rangri leið Ég hef hér að framan leitast við að sýna fram á, að val margra þeirra bóka, sem Menningarsjóður og Þjóð- vinafélagið hafa gefið út, er mjög af handahófi, ef ekki alveg út í bláinn. Þær samsvara hvergi nærri menning- arkröfum íslenzks almennings. Þær eru hjáróma við menningu vora, þær hafa frosið í hel í íslenzku veðri og ná ekki tilgangi sínum. Bækur þessar liggja ólesnar í þúsundatali og fara beint í ruslakistuna. Verið getur, að útgáfustjórninni takist enn um hríð að dreifa 12.000 eintökum af þvílíkum rit- um meðal landsmanna, en hún mun komast að raun um, ef hún hefur ekki þá þegar gert það, að hún er jafnfjarri hinu menningarlega markmiði og áð- ur. Mörg hinna þýddu rita eru and- vana, þegar þau eru komin í íslenzkan búning og sett í xslenzkt menningar- umhverfi. Þau eru alþýðu manna ekk- ert lífsins vatn. Drykkurinn, sem að henni er réttur svo örlátlega, er svo göróttur, að hún veigrar sér við að drekka af honum, þótt hún sé þyrst; og hann svalar henni ekki, þótt hún drekki. Því finnst mér ekki úr vegi að bera fram þá kröfu fyrir hönd íslenzks almennings, að stjórn þessarar miklu bókaútgáfu ræki starf sitt af meiri al- úð og menningarskilningi en hingað til. Hún verður að hætta að gefa steina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.