Helgafell - 01.09.1942, Qupperneq 51

Helgafell - 01.09.1942, Qupperneq 51
BÓKMENNTIR 279 dæmi eru til hér á landi, hafa margar óánægjuraddir heyrzt um það meðal almennings, einkum þó um valið á bókunum. Ég hygg, að þessi óánægja eigi sér ekki fyrst og fremst pólitískar rætur, þótt sumir vilji svo vera láta, heldur sé hún menningarlegs eðlis, nokkurn veginn jöfn meðal manna í öllum stjórnmálaflokkum. Á það skortir sízt, að Menningarsjóður hafi ,,bókfætt“ landsmenn í þeim skiln- ingi, að ritin hafa verið nógu mikil að vöxtunum. Ef litið er á magnið: stærð bókanna og útbreiðslu þeirra, verður ekki á betra kosið. Óánægjan stafar af því, að mönnum þykja gæð- in ekki samsvara magninu, þeim finnst brauðið vera blandað berki, eins og stundum ber við í styrjöldum og hallæri. Ég vil nú hér á eftir taka til athug- unar ýmis atriði, sem mér þætti mega betur fara í útgáfustarfsemi þessari, einkum valið á bókunum. Ég skal fús- lega játa, að verkefni það, sem Menn- ingarsjóður og Þjóðvinafélagið hafa færzt í fang, er mjög vandasamt, og verður því að gæta fullrar sanngirni. En hins vegar virðist mér, að svo mörg og alvarleg mistök hafi orðið á um bókavalið, að það sé engin sann- girni að berja í þá bresti. Ef útgáfu- stjórnin fylgir sömu stefnu og hingað til, sýnist mér, að verk hennar verði að mestu leyti unnið fyrir gýg. Fyrir ofan garð og neðan Bækur Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins eru ýmist þýddar eða frumsamdar á íslenzku, og ýmist fræðirit eða skemmtirit og fagur- menntir. Þar sem bókum þessum er ætlað að komast inn á hvert heimili á landinu, verða þær allar að vera við hæfi íslenzkrar alþýðu, að efni, stíl og framsetningu. Greindur alþýðu- maður, sem les þær með athygli, verð- ur að hafa þeirra not. Þær verða að vera honum til gagns, gamans og menningarauka. Þær verða að þroska hann, bæta smekk hans, ef um fagur- menntir er að ræða, veita honum nyt- sama fræðslu, glæða skilning hans og örva hann til hugsunar, ef ritin eru fræðileg. Þessi rit eiga að hefja almenn- ing á hærra menningarstig, því mega þau hvorki vera of lítilsigld né of þung og torskilin. Alþýðan verður að ná taki á hendinni, sem henni er rétt til hjálp- ar að ofan. Þeir, sem stjórna slíkri útgáfu, verða sífellt að spyrja sig: Hvaða gildi hefur þessi bók fyrir ís- lenzka menningu og íslenzkan al- menning ? Samsvarar hún svo vel ís- lenzkum menningarþörfum og menn- ingarkröfum, að það sé ómaksins vert að gefa hana út í 12.000 eintökum ? Er hún við hæfi meginþorra almennings, og er hún þess virði, að allur lands- lýður lesi hana ? Við bókavalið verður að hafa hlið- sjón af ýmsum sjónarmiðum: almennu menningar- og menntunarstigi almenn- ings og bókmenntalegum og jafnvel siðferðilegum þroska hans. Einhver fræðibók getur verið ágæt, en tala þeirra manna, sem hafa ahuga a efni því, er hún fjallar um, og lesa hana sér til gagns, er takmörkuð. Þvílík bók á því ekki heima í útgáfu sem þessari. Ýmis góð skáldverk eru þannig gerð, að einungis fámennur hópur listmennt- aðra manna fær notið þeirra. Þau na aldrei hylli almennings, listgildi þeirra fer fyrir ofan garð og neðan hjá fjöld- anum. Loks verður að gæta hér sið- ferðilegs sjónarmiðs. Menntaður mað- ur getur fundið fegurð í ýmsu, þótt það sé ósiðferðilegt, en smælinginn hneykslast stórlega á því og skilur ekki listina, sem kann að vera tengd við þetta atriði. Margir hafa t. d. hneyksl- ast á atburði nokkrum, sem Hamsun lýsir í Sulti, og talið frásögu þessa stórum andstyggilegri en nokkuð það, sem íslenzkir höfundar hafa látið frá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.