Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 34

Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 34
Jóhann Sæmundsson: Heilsufar og Enginn læknir getur unnið svo starf sitt, að hann rekist ekki daglega, eða jafnvel oft á dag, á einhverja meinloku hjá sjúklingum sínum. Sumar eru þess- ar meinlokur að vísu skaðlausar, en aðrar þeirra eru þó oft undirstaða al- rangs mats á sjúkdómum og eðli lækn- inga, og því mjög varhugaverðar. Eigi er þess neinn kostur að gera sér ljóst, hvaðan allar þessar hugmynd- ir stafa, en óhætt er að fullyrða, að margar þeirra eru aldagamlar, jafnvel aftan úr forneskju. Hafa þær efalaust gengið manna á milli, lítt breyttar, öld fram af öld, og eiga sumar stoð í úr- eltum skoðunum lækna á fyrri tímum, en mjög margt er til orðið í huga al- þýðu manna sem tilraun til skýringa á hlutum, sem hún bar ekki fullt skyn á. í þessu greinarkorni verður aðeins fátt eitt rakið, er leiðrétta þyrfti í þess- um efnum. Löngum hefur tíðkazt að koppsetja fólk við ýmsum kvillum. Fyrrum voru notuð til þessa stór horn, en nú að jafn- aði sogskálar eða sogdælur ýmiss kon- ar, er valda neikvæðum þrýstingi eða sogi. Þar sem slíkar sogskálar eru sett- ar á, blánar vefurinn eða húðin og bólgnar nokkuð upp. Það er svo að segja allsherjar trú, að bláminn stafi af því, að sogskálarn- ar dragi út man'ð £>/óð einhvers stað- ar djúpt innan úr holdinu, og að það sé þetta marða blóð, sem sé orsök veik- indanna. En þetta er hinn mesti mis- skilningur. Sogskálarnar draga ekki út marið blóð, heldur valda þær sjálfar mari, þegar þær eru settar á. Gerist hindurvitni þetta með þeim hætti, að sogaflið í sogskálunum verður svo mikið, að hár- æðar í og undir húðinni bresta og blóð- ið sýgst úr þeim út í vefinn og gerir hann bláan um stund. Þessi blámi hverfur síðan aftur á sínum tíma, á svipaðan hátt og venjulegt mar. — Það er sama hvar sogskálarnar eru settar á, þær geta alls staðar valdið bláma og mari, hvar sem er og á hverj- um sem er. Þótt þær væru settar á hvít- voðung, sem ekki er haldinn neinni gigt og aldrei hefur meiðzt eða mar- izt, kæmi samt fram blámi undan sog- skálunum. Það er því síður en svo, að sogskálar eða koppsetning dragi út marið blóð djúpt úr holdi á nokkrum manni, heldur er það þannig, að sog- skálarnar valda mari á húð og í vefj- unum undir húðinni fyrst í stað, með því, að þær sprengja háræðarnar þar og draga blóð út úr þeim, út í vefina. Full ástæða er til að leiðrétta þenna misskilning almennings vegna þess, hve hann er útbreiddur og fjarri öllum sanni. Mér hefur oft hálfgramizt, þeg- ar fólk hefur komið með bláa bletti undan sogskálum, næstum andagtugt út af öllu því marða blóði, sem dregið hafi verið út, hvað eftir annað, og aldrei hafi séð högg á vatni. í hvert sinn hafi komið jafnmikið út og fólk- ið hugsar sem svo: Það er ekki að furða þó að ég fyndi til, fyrst öll þessi ósköp af mörðu blóði voru þarna inni í'fyrir. ^ Nú kunna margir að halda, að kopp- ^setning eða sogskálar séu einber hé- jlgómi og blekking og vita gagnslaus til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.