Helgafell - 01.09.1942, Síða 66

Helgafell - 01.09.1942, Síða 66
íslenzk lestrarbók 1750—1930 sett saman af prófessor Sigurði Nordal. Þegar lestrarbókin var fyrst gefin út haustið 1924, í stóru upplagi, var þörfin svo mikil fyrir slíka bók bæði í skólana og á heimilin, að hún seldist upp á tiltölulega skömmum tíma, og á sömu leið fór önnur útgáfa, sem gefin var út 1931 óbreytt. Nú hefur prófessor Nordal undirbúið þriðju útgáfu, sem er að sumu leyti ný bók, þó mikið af efninu sé það sama. Aðal- breytingin er sú, að allt efni frá 1400—1750 hefur verið fellt út, en í staðinn bætt inn efni frá síðustu áratugum. Þessi breyting mun meðal annars verða til þess að bókin verður enn kærkomn- ari fyrir íslenzk heimili. Flestir munu á einu máli um það, að enginn íslendingur sé færari prófessor Nordal til þess að annast val á efni í íslenzka lestrarbók fyrir skóla og heimili, enda er hér tvímælalaust saman komnar flestar perlur íslenzkra bókmennta frá þessu tímabili, og miðað við stærð bókarinnar mjög fjölbreytt yfirlit yfir íslenzkar bókmenntir í bundnu og óbundnu máli. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar ■______________________________________________________

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.