Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 17

Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 17
VARNIR RÁÐSTJÓRNARRÍKJANNA 245 eftir hálfs fjórða mánaðar sókn er brúnstakkaherinn nær búinn að ná tá- festu á Volgubökkum. Hann hefur náð fyrstu olíulindum Rússlands, eyðilögð- um, á vald sitt, og nú klífur hann bratta Kákasusfjalla í leitinni að þeim lind- um, sem eiga að verða aflgjafi véla- hersveita Hitlers í herför hans um heiminn. En þrátt fyrir þessa landvinninga er enginn sigurhreimur í tilkynningum þýzku herstjórnarinnar. Orsökin er auðsæ: RauÖi herinn er enn óbrotinn og ósigraÖur. Rússar búast við langvinnri styrj- öld. Það hefur veriÖ mikilvægt at- riði í pólitískri trúarjátningu þeirra. Þeir hafa jafnvel gert ráð fyrir að þurfa að berjast við allan heiminn. Hvernig hefur viðbúnaður þeirra ver- ið undir slíkan hildarleik ? Ráðstjórnarríkin og auðvaldsheimurinn Bolsévisminn hófst til valda upp úr hinni fyrri heimsstyrjöld. Þá var her keisarans þegar bilaður á báSum fót- um. Hinn rússneski bændaher heimt- aði frið og jörð. Bolsévíkaflokkurinn lofaði hernum hvorutveggju og hlaut fylgi hans og traust fvrir. Hin blóðugu og erfiðu ár borgara- styrjaldarinnar liðu aldrei úr minni þeirrar kynslóðar, sem staðið hafði að nóvemberbyltingunni. Hún fékk ekki gleymt því, að umheimurinn hafði ætl- að að gera að engu þá byltingu, sem varpaÖ hafði af Rússlandi oki keisara- stjórnar og gózeigandavalds. Fyrir þá sök greri aldrei um heilt milli RáS- stjórnarríkjanna og auðvaldsheimsins. Rússar óttuðust alla stund síðan, að auðvaldsríkin mundu freista á nýjan leik að stofna til bandalags og her- farar gegn þvf ríki, er hafði sett sósíal- ismann á stefnuskrá sína. ÞaS var ekki létt verk að skapa nú- tíma her, er gæti variÖ víÖáttur RáS- stjórnarríkjanna frá Póllandi austur aS Kyrrahafi. AS vísu átti Rússland mannafla nógan, en þaS skorti vopn til nútímastyrjaldar. ÞaS skorti vopna- smiðjur, iðnaðinn, sem er grundvöllur og lífsstofn nútímahers. En iðnaður og landbúnaður Rússa var í kalda koli eftir borgarastyrjaldirnar, hráefnalind- ir landsins urðu ekki nýttar í vélalausu landi, sem byggt var örfáum iðnlærð- um verkamönnum og tugmilljónum frumstæðra bænda, er voru hvorki læsir né skrifandi. Árin, sem á eftir fóru, voru ár þrot- lausrar vinnu og endurreisnar. Þegar iðnaður og landbúnaSur Rússlands var gróinn sára sinna eftir tíu ára völd verkalýðsins boÖaði bolsévíkaflokkur- inn öllum heimi, að nú mundu horn- steinar verða lagÖir aS sósíalísku þjóð- félagi í borgum og sveitum. Rússland skyldi verða iðnaðarstórveldi á nokkr- um árum, þar sem bændur mundu fá stórvirkustu landbúnaðarvélar til að erja akra sína, og Rauöi herinn verð'a búinn öllum vopnum nútímahertækni. ÁriS 1931 talaði Stalín á ráðstefnu rússneskra iSnaÖarforstjóra í Kreml. RæSu þessari var ekki mikill gaumur gefinn erlendis. Á þeim árum þótti baS fínt aS hlusta ekki á ræður Stalíns. En ef menn hefðu viljaÖ hlusta, þá hefSu þeir kannski komizt aS raun um, að mikil umskipti voru orðin í Rúss- landi, að þaS var ekki lengur land reyksins, heldur land stálsins. Stalín mælti: ,,Vér megum ekki draga úr þróun- arhraÖa iÖnaÖarins. AS draga úr hrað- anum, það er að verða aftur úr. Og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.