Helgafell - 01.09.1942, Page 17

Helgafell - 01.09.1942, Page 17
VARNIR RÁÐSTJÓRNARRÍKJANNA 245 eftir hálfs fjórða mánaðar sókn er brúnstakkaherinn nær búinn að ná tá- festu á Volgubökkum. Hann hefur náð fyrstu olíulindum Rússlands, eyðilögð- um, á vald sitt, og nú klífur hann bratta Kákasusfjalla í leitinni að þeim lind- um, sem eiga að verða aflgjafi véla- hersveita Hitlers í herför hans um heiminn. En þrátt fyrir þessa landvinninga er enginn sigurhreimur í tilkynningum þýzku herstjórnarinnar. Orsökin er auðsæ: RauÖi herinn er enn óbrotinn og ósigraÖur. Rússar búast við langvinnri styrj- öld. Það hefur veriÖ mikilvægt at- riði í pólitískri trúarjátningu þeirra. Þeir hafa jafnvel gert ráð fyrir að þurfa að berjast við allan heiminn. Hvernig hefur viðbúnaður þeirra ver- ið undir slíkan hildarleik ? Ráðstjórnarríkin og auðvaldsheimurinn Bolsévisminn hófst til valda upp úr hinni fyrri heimsstyrjöld. Þá var her keisarans þegar bilaður á báSum fót- um. Hinn rússneski bændaher heimt- aði frið og jörð. Bolsévíkaflokkurinn lofaði hernum hvorutveggju og hlaut fylgi hans og traust fvrir. Hin blóðugu og erfiðu ár borgara- styrjaldarinnar liðu aldrei úr minni þeirrar kynslóðar, sem staðið hafði að nóvemberbyltingunni. Hún fékk ekki gleymt því, að umheimurinn hafði ætl- að að gera að engu þá byltingu, sem varpaÖ hafði af Rússlandi oki keisara- stjórnar og gózeigandavalds. Fyrir þá sök greri aldrei um heilt milli RáS- stjórnarríkjanna og auðvaldsheimsins. Rússar óttuðust alla stund síðan, að auðvaldsríkin mundu freista á nýjan leik að stofna til bandalags og her- farar gegn þvf ríki, er hafði sett sósíal- ismann á stefnuskrá sína. ÞaS var ekki létt verk að skapa nú- tíma her, er gæti variÖ víÖáttur RáS- stjórnarríkjanna frá Póllandi austur aS Kyrrahafi. AS vísu átti Rússland mannafla nógan, en þaS skorti vopn til nútímastyrjaldar. ÞaS skorti vopna- smiðjur, iðnaðinn, sem er grundvöllur og lífsstofn nútímahers. En iðnaður og landbúnaður Rússa var í kalda koli eftir borgarastyrjaldirnar, hráefnalind- ir landsins urðu ekki nýttar í vélalausu landi, sem byggt var örfáum iðnlærð- um verkamönnum og tugmilljónum frumstæðra bænda, er voru hvorki læsir né skrifandi. Árin, sem á eftir fóru, voru ár þrot- lausrar vinnu og endurreisnar. Þegar iðnaður og landbúnaSur Rússlands var gróinn sára sinna eftir tíu ára völd verkalýðsins boÖaði bolsévíkaflokkur- inn öllum heimi, að nú mundu horn- steinar verða lagÖir aS sósíalísku þjóð- félagi í borgum og sveitum. Rússland skyldi verða iðnaðarstórveldi á nokkr- um árum, þar sem bændur mundu fá stórvirkustu landbúnaðarvélar til að erja akra sína, og Rauöi herinn verð'a búinn öllum vopnum nútímahertækni. ÁriS 1931 talaði Stalín á ráðstefnu rússneskra iSnaÖarforstjóra í Kreml. RæSu þessari var ekki mikill gaumur gefinn erlendis. Á þeim árum þótti baS fínt aS hlusta ekki á ræður Stalíns. En ef menn hefðu viljaÖ hlusta, þá hefSu þeir kannski komizt aS raun um, að mikil umskipti voru orðin í Rúss- landi, að þaS var ekki lengur land reyksins, heldur land stálsins. Stalín mælti: ,,Vér megum ekki draga úr þróun- arhraÖa iÖnaÖarins. AS draga úr hrað- anum, það er að verða aftur úr. Og

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.