Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 29

Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 29
EFTIRMÆLI BÓKASAFNS 257 Súsa hafði lítinn aga af bókabéusinum, stórfrænda sínum í Nineve, og áleit að óhætt mundi að toga svolítið í halann á hinu aldraða assýriska ljóni. Hryggbraut hann því karlinn fyrir hönd dóttur sinnar. En gamli maðurinn hristi þá af sér bókarykið, færði Raman herguði fórnir dýrar og bjóst til víga í fyrsta sinn á ævinni. Er hefndarherferðin ti! Súsa ,,mjög í árbókum fræg", og dregur rithöfundurinn Assúrbanípal ekki fjöður yfir aðfarir sínar í borg- inni, þá er hún var unnin. En þær voru þannig, að hárin rísa á höfði manns við lesturinn. Ekki er þess getið, hvað orðið hafi um meyna. En það hefði óneitanlega verið minningu þessa merka bókasafnara hollara, svo og borg- urunurn í Súsa, að hann hefði fengið stelpuna umyrðalaust. Ég hef einu sinni eignast ,,bók“, sem að líkindum var eldri en flestar „bækurnar" í safni Assúrbanípals! Var það olíulampi frá síðmínóiska tíma- bilinu á Krít, með áletrunum og myndum. Hann var gjöf frá grískum vini mínum. En þegar ég var nýfluttur hingað til lands, heimsótti mig kunningi minn góðglaður, þreif upp Flateyjarbók, sem er um 30 pund á þyngd, og skellti henni í gleði sinni ofan á lampann. Ég hef ekki séð meira eftir neinni af bókum mínum. Vorið 1938 bjó ég í Höfn. Þá barst mér í hendur bókaskrá frá forn- sala einum í Leipzig, en í henni voru auglýstar til sölu margar fágætar ís- lenzkar bækur. Ég pantaði allmikið af þeim, að nokkru leyti fyrir áeggjan eins vinar míns, sem er mikill safnari. Eignaðist ég þá, meðal annars, Rafns- útgáfuna af Fornaldarsögum Norðurlanda og Fornmannasögur, bæði ein- tökin óvenjulega falleg, og ýmislegt fleira fágætt. Þetta ,,kom mér á bragð- ið“, ég hóf söfnun íslenzkra bóka og hélt henni áfram um fjögurra ára skeið. { fyrstu var ég ákaflega illa að mér í íslenzkri bókfræði, en leitaðist við að afla mér sem mestrar þekkingar í henni. Mest fræddist ég af samtölum við eldri og mér meiri safnara, en þar næst af bókum, svo sem: Skrá Hall- dórs Hermannssonar yfir íslenzka hlutann af Fiskesafni, Sögu prentlistar- innar á íslandi, Hrappseyjarprentsmiðju, eftir Jón Helgason próf. o. fl. — Bókasöfnun er menntandi, og er það einn af hennar mestu kostum. Annar er sá, að því fé, sem til hennar er varið, er ekki spillt, heldur lagt á sæmi- lega vöxtu. Gott bókasafn er allt í senn: Hin fegursta híbýlaprýði, siðmenn- ingarvottur af bezta tagi, og öruggur varasjóður. Fýsn safnarans getur að vísu farið út í öfgar eins og vínnautn og fjárhættuspil, en heilbrigðu og sið- menntuðu fólki er naumast hætta búin af þeirri þrenningu. Auk þess er bóka- sótt fremur skaðlítill sjúkdómur, þegar á allt er litið. Söfnun íslenzkra bóka er nú orðin mjög erfið, því að allmargar bækur, er út hafa komið á þessari öld, eru orðnar býsna torgætar, og fjarska lítið um rit fyrri tíma í höndum almennings. Og þau, sem kynnu að fást, eru mjög dýr. Ég tel því bókasöfnun minni lokið í eiginlegum skilningi og nenni ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.