Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 22

Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 22
250 HELGAFELL nýrra vígstöðva. Allar þjóðir heims, sem óska nazismanum ósigurs, líta nú vonaraugum til nýrra vígstöÖva. Þýzku valdhafarnir óttast ekkert eins og það að þurfa að berjast á tvær hendur — öll sólarmerki bera vitni um það, þrátt fyrir hinn yfirlætislega áróður hins halta doktors í útbreiðslumála- ráðuneytinu. Nazisminn hefur til þessa getað unnið sigra sína fyrir þá sök, að hann fékk einangraÖ andstæðinga sína og ráðið niðurlögum þeirra eins í einu. í 14 mánuði hefur Rússland orðið að berjast eitt saman við voðalegustu víg- vél er um getur. „Mestu orustur ver- aldarsögunnar“, hefur viðkvæðiÖ jafn- an verið í fréttum blaÖanna um hild- arleik þann, sem háður hefur verið á sléttum Rússlands síðan í júní í fyrra. í þessum stórorustum hefur það oftast nær komiÖ í ljós, að Þjóðverjar hafa haft meiri mannafla og fleiri vopn en Rússar. Vegna þess að ÞjóÖverjar þurftu ekki að óttast sókn af hálfu Bandamanna gátu þeir einbeitt magni vopna sinna og mannafla á austurvíg- stöðvarnar einar. Mesta iðnaðarland Evrópu, er sölsað hafði undir sig allt járnbrautarkerfi álfunnar, öll iðjuver hennar og gat flutt inn milljónir allra þjóða verkamanna, hlaut að vinna mikla stundarsigra á Rússum, sem höfðu ekki iðnaÖarlegt bolmagn til að veita hinum tvíefldu innrásarherjum rothöggið. Menn verða að minnast þess, að fyrir stríð framleiddu Þjóð- verjar meira af hernaðarlega mikil- vægum hráefnum en Rússar. Árið 1938 var kolaframleiðsla Þýzkalands 186 milljónir tonna, en framleiðsla Ráðstjórnarríkjanna 133 milljónir. Járnframleiðslan var 18 á móti 15 milljónum og stálframleiðslan 23 á móti 18 milljónum. En þessa stund- ina, þegar ÞjóÖverjar hafa látið greip- ar sópa um allar hráefnalindir Evrópu, er framleiÖsla þeirra 282 milljónir kola, 32 milljónir tonna af járni og um 40 milljónir tonna af stáli. Þrátt fyrir þennan aðstöðumun hefur Rauði herinn veitt herjum Hitlers slík svöðu- sár, að hann bíÖur þess ekki bætur í bráð. En þess er ekki að vænta, að þýzki herinn bíÖi slíkan ósigur á víg- völlunum, að óvígur verði, nema því aðeins, að bandamenn Rússlands hlaupi undir bagga og dragi úr þeim mismun, sem er á hernaðarmætti Rússlands og Þýzkalands. Slík hjálp getur orðið með tvennu móti: Her- gagnasendingum til Rússlands í svo stórum stíl, að vígstaÖa þess batni að mun, eða myndun nýrra vígstöðva, er mundu neyÖa Hitler til að skipta liÖi sínu. Bandamenn hafa til þessa ekki getað sent Rússum þann hergagna- kost, sem nauÖsynlegur er til þess að fullnægja stríðsþörfum þeirra. En að því er myndun nýrra vígstöðva varÖar, þá eru menn orðnir æði langeygÖir eftir þeim. í Bretlandi er mikil ólga orðin í mönnum yfir því, að ekki vott- ar enn fyrir sókn á meginlandið. Og erlendir fréttaritarar í Rússlandi hafa upp á síÖkastið haft frá mörgu að segja, er sýnir, að rússneskur almenn- ingur er farinn að kurra út af því, hve seint Bandamenn byrja sóknina og þykir jafnvel, sem ekki muni vera allt með felldu í þeim efnum. En hvaS sem því líÖur, þá vofir sá háski yfir, ef Bandamenn hefja ekki sókn á meginlandiÖ í bráð, að fram- leiðslu- og hernaðarmáttur Rússa þverri svo í þessum ójafna leik, að þeir fái ekki hafið allsherjarsókn í vesturátt, þegar nýjar vígstöðvar verða myndaðar annars staðar í Evrópu. Stíerrir Kristjánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.