Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 44

Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 44
272 HELGAFELL livort íslenzkir rithöfundar og listamenn eigi ah búa viS óskorað andlegt frelsi eða ekki. En það hlýtur að koma þeim, sem utan við deiluna standa, dálítið kynlega fyrir sjónir, hverjir gerzt hafa fjandmenn andlegs frelsis á íslandi og hverjir eru meðal formælenda þess. Mennta- málaráð er eingöngu skipað mönnum úr lýð- ræðisflokkum, en meirihluti þess virðist samt þeirrar skoÖunar, að rithöfundar og listamenn, sem hafa „gagnbyltingarsinnaðar" skoðanir, þ e. a. s. aörar skoðanir en meirihlutinn, eigi ekki tilverurétt, heimkynni þeirra sé „utan við mannfélagið". Það er m. ö. o. lýðræðissinnaÖur meirihluti í Menntamálaráði, sem hér á landi beitir sér fyrir ráðstjórnar-ritfrelsi, þ. e. a. s. frelsi fyrir þá eina, sem eru ekki „gagnbylt- ingarsinnaðir" eða „á móti mannfélaginu". Og enn verða þau undur, að ýmsir þeirra, • sem ánægðastir eru með ráðstjórnar-ritfrelsið austur í Rússlandi, taka snöggt viðbragð, er meirihluti Menntamáiaráðs tekur að beita sér fyrir því hér á landi, og skipa sér framarlega í þá fylkingu, sem hafið hefur baráttu fyrir algeru ritfrelsi, — hinu sama frelsi fyrir þá, sem eru „byltingar- sinnaöir" og „gagnbyltingarsinnaðir", óskoruðu andlegu frelsi fyrir alla, hvaða stjórnmálaskoð- un sem þeir aðhyllast. og hvort sem sumurn kann að finnast þeir eiga heima innan „mann- félagsins" eða utan þess. Sjálfur málstnður rit- höfundanna og listamannanna versnar þó auð- vitað að engu leyti fyrir þessa sök, en ekki er það honum til framdráttar, ef einhverjir formæl- enda hans álíta það samrýmast baráttu fyrir andlegu frelsi á fslandi að telja það til fyrir- myndar, að í Rússlandi sé „allt prentað mál.. undir eftirliti hinnar opinberu ritvörzlu". Gylji Þ. Gíslaaon. FRÁ RITSTJÓRNINNI Ritgerð Kristmanns Guðmundssonar, „Eftirmteli bókasafns", er fyrst í flokki grcina, sem nokkrir ágætir rithöfundar og bóka- menn hafa lofað að skrifa fyrir Helgafell itm bœkur sínar. Framhald a greinaflokki Barða Guðmundssonar, „U-ppruni ís- lenzkrar skáldmenntar', kcmur að líkindum ekki fyrr en í jóla- heftinu. Stafar dráttur sá, er orðið hefur á birtingu þessara greina, af því, að höfundurinn hefur, svo sem kunnugt er, verið í fram- boði við tvennar Alþingiskosningar að undanförnu og því ekki unnizt tími til að ganga frá handriti sínu til prentunar. Yfirieitt hefur kosningabaráttan komið harkalega niður á Helga- felli. Hafa tvcir til þrír stjórnmálaflokkar lagzt á citt um það að tefja fyrir útkomu þess í prentsmiðju vorri, þar sem hún hefur neyðzt til þess að sjá þeim fyrir óvenjumikilli prentun á blöðum og bæklingum. Má af því ráða, að mörgum mundi koma það verr en Helgafelli, þótt úr því yrði, að Alþingi fengi „heimfarar- leyfi“ eftir kosningarnar og nokkuð yrði að bíða þeirra næstu. Þá fara hér á eftir leiðréttingar á nokkrum prentvillum í sumar- heftinu: Bls. 160, 9. 1. a. n. 1912, les: /925. — Bls. 167, 3. 1. a. n. 7936, les: 7935. — Bls. 177, 3. 1. a. n. stjörnukalda, les: stjörnu- kaldri. — Bls. 196, 4. 1. a. o. syndafýkinn, les: syndafikinn. — Bls. 198, 8. 1. a. n. lcekna, lcs: lœkni. — Bls. 199, S siðustu Ijóð- linurnar eru sérstakt erindi. — Bls. 222, 1. 1. a. o. ég (á síðari staðnum), les: eg. — BIs. 224, 4. 1. a. o. mola, les: moli. — Bls. 224, 4. 1. a. n. eldhtishnifum. Ics: eldhúshnífnum. — Bls. 233, 16 1. a. o. staða, les: afstaða. — BIs. 233, 14. 1. a. n. framleiðsluhátt- um, les: framleiðslufiáttum. — I septemberheftinu: BIs. 243, 14. I. a. n. sig falli burt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.