Helgafell - 01.09.1942, Side 44

Helgafell - 01.09.1942, Side 44
272 HELGAFELL livort íslenzkir rithöfundar og listamenn eigi ah búa viS óskorað andlegt frelsi eða ekki. En það hlýtur að koma þeim, sem utan við deiluna standa, dálítið kynlega fyrir sjónir, hverjir gerzt hafa fjandmenn andlegs frelsis á íslandi og hverjir eru meðal formælenda þess. Mennta- málaráð er eingöngu skipað mönnum úr lýð- ræðisflokkum, en meirihluti þess virðist samt þeirrar skoÖunar, að rithöfundar og listamenn, sem hafa „gagnbyltingarsinnaðar" skoðanir, þ e. a. s. aörar skoðanir en meirihlutinn, eigi ekki tilverurétt, heimkynni þeirra sé „utan við mannfélagið". Það er m. ö. o. lýðræðissinnaÖur meirihluti í Menntamálaráði, sem hér á landi beitir sér fyrir ráðstjórnar-ritfrelsi, þ. e. a. s. frelsi fyrir þá eina, sem eru ekki „gagnbylt- ingarsinnaðir" eða „á móti mannfélaginu". Og enn verða þau undur, að ýmsir þeirra, • sem ánægðastir eru með ráðstjórnar-ritfrelsið austur í Rússlandi, taka snöggt viðbragð, er meirihluti Menntamáiaráðs tekur að beita sér fyrir því hér á landi, og skipa sér framarlega í þá fylkingu, sem hafið hefur baráttu fyrir algeru ritfrelsi, — hinu sama frelsi fyrir þá, sem eru „byltingar- sinnaöir" og „gagnbyltingarsinnaðir", óskoruðu andlegu frelsi fyrir alla, hvaða stjórnmálaskoð- un sem þeir aðhyllast. og hvort sem sumurn kann að finnast þeir eiga heima innan „mann- félagsins" eða utan þess. Sjálfur málstnður rit- höfundanna og listamannanna versnar þó auð- vitað að engu leyti fyrir þessa sök, en ekki er það honum til framdráttar, ef einhverjir formæl- enda hans álíta það samrýmast baráttu fyrir andlegu frelsi á fslandi að telja það til fyrir- myndar, að í Rússlandi sé „allt prentað mál.. undir eftirliti hinnar opinberu ritvörzlu". Gylji Þ. Gíslaaon. FRÁ RITSTJÓRNINNI Ritgerð Kristmanns Guðmundssonar, „Eftirmteli bókasafns", er fyrst í flokki grcina, sem nokkrir ágætir rithöfundar og bóka- menn hafa lofað að skrifa fyrir Helgafell itm bœkur sínar. Framhald a greinaflokki Barða Guðmundssonar, „U-ppruni ís- lenzkrar skáldmenntar', kcmur að líkindum ekki fyrr en í jóla- heftinu. Stafar dráttur sá, er orðið hefur á birtingu þessara greina, af því, að höfundurinn hefur, svo sem kunnugt er, verið í fram- boði við tvennar Alþingiskosningar að undanförnu og því ekki unnizt tími til að ganga frá handriti sínu til prentunar. Yfirieitt hefur kosningabaráttan komið harkalega niður á Helga- felli. Hafa tvcir til þrír stjórnmálaflokkar lagzt á citt um það að tefja fyrir útkomu þess í prentsmiðju vorri, þar sem hún hefur neyðzt til þess að sjá þeim fyrir óvenjumikilli prentun á blöðum og bæklingum. Má af því ráða, að mörgum mundi koma það verr en Helgafelli, þótt úr því yrði, að Alþingi fengi „heimfarar- leyfi“ eftir kosningarnar og nokkuð yrði að bíða þeirra næstu. Þá fara hér á eftir leiðréttingar á nokkrum prentvillum í sumar- heftinu: Bls. 160, 9. 1. a. n. 1912, les: /925. — Bls. 167, 3. 1. a. n. 7936, les: 7935. — Bls. 177, 3. 1. a. n. stjörnukalda, les: stjörnu- kaldri. — Bls. 196, 4. 1. a. o. syndafýkinn, les: syndafikinn. — Bls. 198, 8. 1. a. n. lcekna, lcs: lœkni. — Bls. 199, S siðustu Ijóð- linurnar eru sérstakt erindi. — Bls. 222, 1. 1. a. o. ég (á síðari staðnum), les: eg. — BIs. 224, 4. 1. a. o. mola, les: moli. — Bls. 224, 4. 1. a. n. eldhtishnifum. Ics: eldhúshnífnum. — Bls. 233, 16 1. a. o. staða, les: afstaða. — BIs. 233, 14. 1. a. n. framleiðsluhátt- um, les: framleiðslufiáttum. — I septemberheftinu: BIs. 243, 14. I. a. n. sig falli burt.

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.