Helgafell - 01.09.1942, Síða 33

Helgafell - 01.09.1942, Síða 33
SYMFONIA PASTORALE 261 maður, sem á sér einskis von framar, veit ég ekki fyrri til, en ég er umvafinn hinum dýrðlegu tónum Pastoral-hljóm- kviðu Beethovens, rétt eins og ég væri kominn í himnaríki og gengi milli ald- intrjánna í kvöldsvalanum mér til hressingar. Það er útvarpsviðtæki í einu horni skrifstofunnar, og þaðan kemur hin yndislega tónlist, en á miðju gólfi er skrifborð, — og við það situr maður. Það er forstjórinn. En hinir dýrðlegu tónar Pastoral-hljóm- kviðunnar ganga mér svo til hjarta, að ég kem ekki upp nokkru orði, heldur rétti forstjóranum reikninginn þegj- andi. — Og það gagntekur mig svo mikill fögnuður af því að heyra slíka tónlist í skrifstofu, þar sem ég kom að innheimta peninga, að mér liggur við gráti; og ég horfi niður á skrifborðið án þess að vita, að það sé skrifborð. Ég sé útundan mér, að á veggnum hægra megin hangir mynd af Beethov- en, en ég stari án afláts niður á skrif- borðið, án þess að vita hverskyns hlut- ur það sé, og án þess að vita, að ég sé innheimtumaður, og man ekki lengur, hve illa mér gekk að æfa Fantasíu eft- ir Hándel,------þangað til ég heyri sagt, eins og út úr heimi, sem ég hugði hvergi nálægan: Gjörið þér svo vel! Þá tók ég eftir því, að forstjórinn er að telja mér peningana fyrir reikning- inn. Ég tók peningana og stakk þeim í töskuna. Ennþá hafði ég ekkert sagt, — ekki svo mikið sem: Gott kvöld. En nú fannst mér endilega ég þyrfti að segja nokkur orð við þennan mann, sem hlaut að hafa yndi af tónlist. Þess vegna sagði ég við hann: Þetta eru út- lönd, er það ekki ? Því að ég trúði illa, að þessi tónlist væri frá útvarpi brezka hersins, þó að þetta ætti sér stað milli 5 og 6. — Ja, sagði forstjórinn, nema það sé Bretinn. — Jæja, sagði ég. Ég hélt ekki, að þeir hefðu svona góða músík. Ég man ekki til að hafa heyrt svona góða mús- ík hjá þeim. Þá velti forstjórinn til höfðinu, ívið til hægri og ívið til vinstri. Síðan sagði hann: Ja há, þetta er víst góð músík. -----Þá datt mér allt í einu í hug, þegar verið var að krossfesta Jesúm — Fyrirgefið þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera — en aðeins augnablik, því að forstjórinn hélt áfram, eins og ekkert hefði í skorizt, eins og hann hefði aldrei sagt: Ja há, og svo fram- vegis-------Hann sagði: Nei hei, ég minnist þess nú ekki heldur. — Og nú velti hann höfðinu enn meira en áður, eins og hann væri alveg hissa að heyra slíka tónlist.--------Og svo hélt hann áfram að snúa til höfðinu, eins og hann yrði meira og meira hissa. En þá varð mér litið á vegginn, þar sem myndin af Beethoven hékk, og þar hékk þá engin mynd af Beet- hoven eftir allt saman, heldur mynd af Vilhjálmi Þýzkalandskeisara, sem er dáinn að vísu og beið ósigur í síð- ustu heimsstyrjöld. Þá brosti ég lítil- lega til myndarinnar, lyfti hattinum í virðingarskyni við forstjórann og gekk mína leið. Þannig lýkur þessari litlu, hversdagslegu sögu. Jón ós\ar.

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.