Helgafell - 01.09.1942, Page 16

Helgafell - 01.09.1942, Page 16
Sverrir Kristjánsson: UMHORF Varnir Ráðstjórnarríkjanna „Reykur, reykur! — tautaði hann fyrir munni sér, og honum fannst allt vera reykur í kringum sig, allt, einnig líf hans sjálfs, lífið í Rússlandi — allt mannlífið, en einkum hið rússneska líf". Þetta eru hugleiðingar einnar sögu- hetju Túrgenjevs, hins bölsýna rúss- neska skálds. Og þannig hugsaði um- heimurinn sér Rússann: hverfulan eins og reyk, tvílráðan Hamlet, er lifði fjarrænu draumlífi og fékk aldrei tek- ið heljarstökkið mikla frá hugsun til veruleika. Hugmyndir manna í Vest- ur-Evrópu um Rússann hafa allt fram á síðustu ár markast af mannlýsingum Túrgenjevs, Tolstoys og Dostójevskís, og um hina „slavnesku sál“ hefur ver- ið haugað saman kynnstrum af þvætt- ing og staðlausum hugarburði. Við- burðir síðustu mánaða ættu að hafa fært mönnum heim sanninn um það, að hin rússneska þjóð er fléttuð úr haldbetri taugum en hinar blóðlausu og viljalitlu söguhetjur rússneskra bók- mennta á 19. öld. Núverandi heimsstyrjöld hefur bor- ið í skauti sínu ógnir og skelfingar. En hún hefur einnig orðið mönnum dýr- mæt reynsla. Hún hefur hrundið af stalli mörgum goðum, er menn lögðu mikinn trúnað á fyrir skömmu, og hún hefur upphafið aðra, sem lítils voru metnir. Einhvern tíma verður það rann- sóknarefni, hvernig það mátti verða, að allur þorri þeirra manna, sem lík- legastir voru til að vita lengra en nef þeirra náði, áttuðu sig alls ekki á því, sem fram fór í Ráðstjórnarríkjunum, og voru alls ófróðir um pólitískan og hernaðarlegan mátt þeirra. En það er vitað, að allflestir hernaðarsérfræðing- ar og stjórnmálamenn Bretlands og Bandaríkjanna töldu í fyrra, þegar Þjóðverjar réðust inn í Rússland, að Rauði herinn mundi ekki geta veitt viðnám nema í nokkrar vikur, nokkra mánuði, ef bezt léti. Ef athugaðar eru gaumgæfilega ræður Churchills í fyrra, er það auðsætt, að hann væntir þess ekki, að Rússar geti varizt sókninni til langframa. Og hinn óskeikuli listmál- ari á kanzlarastóli Þýzkalands varð að játa opinberlega, að sér hefði skjátl- ast um Varnarmátt og baráttuþrek Rússlands. Hinn margdauði Rauði her, sem orðið hafði að hörfa langt inn í land og láta af hendi tröllaukin iðju- ver og víðlendar ekrur Ukraínu og Vestur-Rússlands, gat háð sóknarstríð vetrarlangt með þeim árangri, að Þjóð- verjar urðu að ,,stytta“ víglínu sína. Göring játaði í ræðu í vor, að minnstu hefði munað, að hinn ósigrandi þýzki her hefði látið yfirbugast fyrir rúss- neskum vopnum og vetri, útbrota- taugaveiki og lús. Menn geta sér til gamans velt því fyrir sér, hvort ekki væri öðru vísi umhorfs í álfunni nú, ef Bandamenn hefðu hafið sókn á meginlandið að vestan í vetur sem leið. En sú sókn var aldrei hafin. Þýzki herinn fékk tóm til að sleikja sár sín. Hinir stritandi þrælar meginlandsins fylltu hergagnabúr Hitlers og forða- skemmur fyrir sumarsókn hans. Og

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.