Morgunblaðið - 22.09.2012, Síða 14

Morgunblaðið - 22.09.2012, Síða 14
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Melrakkasetrið í Súðavík er smátt og smátt að festa sig í sessi sem miðstöð rannsókna og fræða. Verkefnin eru af margvíslegum toga, en öll tengjast þau melrakkanum eða tófunni eða hvaða nafn sem notað er af þeim fjöl- mörgu sem refurinn hefur verið nefndur hér á landi. Upphefðin kemur ekki síst að utan en stórar erlendar sjónvarpsstöðvar hafa leitað til að- standenda safnsins um viðtöl og myndir og vísindasamfélagið leitar þangað eftir upplýsingum og lífsýnum, en þróun dýrsins hér á landi er á margan hátt einstök. Nýlega var fjallað um íslenska ref- inn í BBC wildlife magazine og viðtal við aðstandendur Melrakkaseturs verður í útvarpsþætti hjá BBC í októ- ber. Einnig má sjá kvikmynd um tóf- una á Íslandi á sjónvarpsrás National Geographic. Margir hafa sýnt safninu áhuga og verið í samskiptum við starfsmenn, en auk þess hafa síðustu þrjú sumur um sex þúsund manns heimsótt setrið á hverju sumri, en það er opið allt árið. Setrið er í gamla Eyrardalsbænum í Súðavík og kom sveitarfélagið að end- urbyggingu húsnæðis á myndarlegan hátt ásamt því að vera stærsti hluthafi Melrakkasetursins. Félag um reksturinn var stofnað fyrir réttum fimm árum, en opið hefur verið á Melrakkasetri frá vorinu 2010. Þrjú ársverk eru hjá Melrakkasetri, en yfir sumarið eru umsvifin meiri og starfsmennirnir þá um fimm talsins. Auk þess hafa síðustu sumur um 30 sjálfboðaliðar komið að starfseminni. Segja má að ekkert „refslegt“ sé að- standendum setursins óviðkomandi. Auk rannsókna, þar sem refurinn á Hornströndum er í forgrunni, má nefna verkefni sem tengjast líffræði, mannfræði, þjóðháttum, fornleifa- fræði, sagnfræði og jarðfræði grenja svo eitthvað sé nefnt. Sýninga af ýms- um toga má njóta í setrinu og þar er rekið Rebbakaffi fyrir gesti og gang- andi, enda er starfsemin nátengd ferðaþjónustu á svæðinu. Hefur braggast vel Síðustu áratugi hefur íslenski ref- urinn braggast vel og hefur stærð stofnsins margfaldast, farið úr um eitt þúsund dýrum upp úr 1970 í um eða yfir tíu þúsund dýr 40 árum seinna. Ástandið virðist stöðugt um þessar mundir, en hvort þessi stofnstærð er ákjósanleg eða hvort stofninn er orð- inn of stór er umdeilt. Fólk er farið að verða meira vart við refi í kringum mannabústaði, sumir segja að tófu- gagg sé að taka við af fuglasöng og ref- urinn gangi nærri mörgum öðrum teg- undum. Á sama tíma er minna fé varið til veiða á ref. Ester Rut Unnsteinsdóttir, líffræð- ingur og forstöðumaður Melrakkaset- urs, segir það staðreynd að refastofn- inn hafi ekki verið stærri síðan mat á stofnstærð hófst árið 1986 með þeim aðferðum sem nú eru notaðar. Stofn- inn hafi reyndar verið að ná sér á strik eftir að hafa verið í algeru lágmarki á þeim tíma. Hún segir mikilvægt að skoða mögulegar skýringar og áhrifa- valda og að halda áfram að mæla allar breytur sem skipta máli. Mikilvægustu þættirnir eru lífslíkur dýra yfir erfiðasta tímann, þ.e. hávet- urinn, hlutfall kynþroska kvendýra sem tímgast og frjósemi þeirra, þ.e. hversu marga yrðlinga þær eignast. Þar sem tófan er einkvænisdýr, heldur parið saman meðan bæði lifa og þau verja sitt óðal þar sem þau koma upp yrðlingum. Sé óðal ekki til staðar, né maki, nær viðkomandi einstaklingur ekki að tímgast. Fjöldi óðala sem eru í boði fer eftir fæðuframboði á hverju Merkilegur melrakki Morgunblaðið/Ómar Vísindi Ester Rut Unnsteinsdóttir við rannsóknir á beinum refa í höfuðstöðvum Náttúrufræðistofnunar Íslands.  Stofnstærð refsins hefur margfaldast hér á landi síðustu áratugi  Á víða undir högg að sækja erlendis  Mikilvægt að halda rannsóknum áfram  Starfsfólki Melrakkaseturs ekkert „refslegt“ óviðkomandi 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 Það er ekki aðeins refurinn sem á hug forstöðumanns Melrakkaseturs, því Ester Rut er upptekin við músa- veiðar þessa dagana. Hún vinnur að doktorsverkefni sínu í líffræði við Háskóla Íslands um árstíðasveiflur ís- lenskra hagamúsa. Jafnframt kennir hún nemendum á þriðja ári um vistfræði spendýra. Hún hefur rannsakað hagamýs á Kjalarnesi, við Mó- gilsá og veiðir þessa daga mýs í Urriðaholti. Um líf- veiðar er að ræða þannig að mýsnar eru veiddar, merkt- ar og síðan sleppt. Nemendur á námskeiðinu taka þátt í veiðunum og á þennan hátt fást upplýsingar um lífs- hætti músa við mismunandi aðstæður. Hagamýs hafa af ýmsum verið taldar veðurglöggar. Sagt hefur verið að ef þær gerðu holur sínar snemma eða þær drægju að sér mikinn forða fyrir veturinn vissi það á harðan vetur. Sömuleiðis fyndu þær á sér hvaða vindáttir yrðu erfiðastar og holuopin sneru undan vindi. Spurð um þessi vísindi segir Ester Rut: „Ég er ekki viss um að þær spái því hvernig veturinn verður, en það er hægt að sjá á þeim hvernig síðasti vetur var. Hversu margar lifðu hann af og hvernig þeim reiddi af. Ég kaupi ekki alveg þessar sögur um hversu veðurglöggar mýsnar eiga að vera, en þetta eru skemmtilegar sögur og kannski ekki verri en aðrar.“ Kennir vistfræði spendýra KAUPIR EKKI SÖGUR UM VEÐURGLÖGGAR MÝS Kalt Brugðið á leik með Frosta ref í Heydal. Melrakk- inn er norðlægasta refategundin og finnst á strönd- um og eyjum í kringum norðurheimskautið. Melrakki mun vera elsta heitið sem notað er um tófu eða ref og vísar til rakkans á mjöllinni í gam- alnorsku. Á heimasíðu Melrakka- seturs er einnig að finna nöfn eins og djangi, djanki, fjallarefur, grá- fóta, heimskautarefur, holtaþór, lágfóta, skolli, vargur, vembla. Á Wikipedia bætast við nöfn eins og dratt(h)ali, gortanni, lágfóta, skaufhali og vemma. Þar segir að ekkert annað dýr á Íslandi hafi haft eins mörg heiti. Karldýrin eru oftast nefnd steggur eða högni en einnig kemur fyrir að þeir séu nefndir refur. Kvendýrin eru nefnd læða eða bleyða en einnig kemur fyrir að þær séu nefndar tófur. Afkvæmið er yfirleitt nefnt yrðlingur. Fjölmörg heiti á refnum RAKKINN Á MJÖLLINNI FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST.Dreifing: HÁR EHF s. 568 8305 | har@har.is | REDKEN Iceland á FYRIR LIÐAÐ HÁR FYRIR HÁRLOSFYRIR ALDRAÐ HÁRFYRIR ÚFIÐ HÁR FYRIR SKEMMT HÁR FYRIR HÁR Í SÓL OG SJÓ FYRIR LJÓST HÁR FYRIR ÓLITAÐ HÁR FYRIR LITAÐ HÁR FYRIR ÞURRT HÁR FYRIR ÓRÓLEGT HÁRFYRIR FÍNGERT HÁR REDKEN býður upp á fullkomna línu fyrir hárgerð þína í sjampói, næringu og djúpnæringu SÉRSTAKAR ÞARFIR. EINFALDAR LAUSNIR HVERS ÞARFNAST ÞITT HÁR?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.