Morgunblaðið - 22.09.2012, Síða 18

Morgunblaðið - 22.09.2012, Síða 18
BAKSVIÐ Hjörtur J. Guðmundsson hjorturj@mbl.is Það samfélag og stjórnfyrirkomulag sem norski fjöldamorðinginn And- ers Behring Breivik vill koma á fót, samkvæmt svokallaðri stefnuskrá sinni sem hann birti á netinu áður en hann framdi fjöldamorð sín í Osló og á Útey 22. júlí á síðasta ári, er líkast því fyrirkomulagi sem þekkist í dag í Íran. Þetta er mat norska sagnfræðiprófessorsins Øy- steins Sørensens, sem flutti í gær erindi á fundi á vegum Varðbergs og Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt (RNH) um alræðishug- arfar Breivik. Hann gaf meðal ann- ars út bókina „Drømmen om de full- komne samfunn“ (Draumurinn um hið fullkomna samfélag) árið 2010 þar sem umfjöllunarefnið eru alræð- isstefnur eins og fasismi, nasismi, kommúnismi og íslamismi. Tilgangurinn helgar meðalið Sørensen sagði að allar alræðis- stefnur snerust um hið fullkomna samfélag og hinn fullkomna mann sem þeir sem aðhylltust þær teldu sig hafa fundið. Þær höfnuðu þeim samfélögum sem til staðar væru og einkum þeim sem byggðust á lýð- ræði og frjálslyndi og teldu þau dauðadæmd. Þeir sem aðhylltust þessar stefnur höfnuðu ennfremur því að hægt væri að gera umbætur á þeim samfélögum sem fyrir væru og teldu einu leiðina vera ofbeldisfulla byltingu til þess að leggja grunninn að fyrirmyndarríkinu. Lögð væri áhersla á að hafa algera stjórn og stýra öllu niður í smæstu smáatriði með regluverki. Þá teldu þeir sem aðhylltust slíkar alræðisstefnur að flest venjulegt fólk áttaði sig ekki á raunverulegu samhengi hlutanna og fyrir vikið þyrfti að hafa vit fyrir því og stýra því. Sørensen sagði að þeir sem að- hylltust slíkar alræðisstefnur teldu ennfremur að þeir hefðu siðferðið sín megin vegna þeirra háleitu markmiða sem þeir stefndu að. Fyr- ir vikið skipti ekki máli hvaða að- ferðum væri beitt í þeim tilgangi að ná þeim. Venjuleg siðferðissjón- armið skiptu þar engu máli og ekki heldur mannslíf, sama hversu mörg þau væru. Þeim sem stæðu í vegi fyrir því að hægt yrði að ná þessum markmiðum væri réttlætanlegt að víkja til hliðar með einum eða öðr- um hætti, koma í veg fyrir að þeir gætu haft áhrif á samfélagið og jafnvel eyða þeim. Þeir vildu leika Guð. Sørensen sagði allt þetta koma vel heim og saman við hugmynda- heim Breivik, einkum eins og hann birtist í stefnuskrá hans. Þannig teldi hann til að mynda Vestur-Evrópu dauðadæmda, eink- um vegna fjölda múslima, sem hann sæi fyrir sér sem samsæri um að taka yfir Evrópu, og siðferðislegrar hnignunar. Umbylta yrði samfélag- inu og stofna nýtt fyrirmyndarríki sem hann hefði uppskriftina að. Til að ná þessu markmiði væri honum heimilt að beita hvaða aðferðum sem á þyrfti að halda og ekki síst of- beldi. Í þessu fyrirmyndarríki væru til dæmis engir múslimar, engir marxistar (sem Sørensen sagði Breivik hafa mjög víðfeðma skil- greiningu á) og engir femínistar. Hins vegar vildi hann loka öfga- frjálslynda inni í gettóum þar sem þeir gætu ekki haft áhrif á sam- félagið sjálft. Ekki langt yfir til óvinanna Eins og fram kom í upphafi telur Sørensen að helsta samsvörun hug- myndar Breivik um hið fullkomna samfélag sé að finna í dag í Íran undir klerkastjórninni sem þar ræð- ur ríkjum. Þótt forsendurnar væru aðrar væri grunnhugsunin sú sama og í íslamisma. Hann lauk erindi sínu á því að það væri því ekki svo langt á milli Breivik og þeirra sem hann teldi vera sína helstu óvini. Með hliðstæðum hætti og það hefði á ýmsan hátt ekki verið langt á milli Hitlers og Stalíns á sínum tíma. Stefnt að hinu fullkomna samfélagi  Grunnhugsunin í alræðisstefnum eins og nasisma, fasisma, kommúnisma og íslamisma sú sama segir norskur sagnfræðiprófessor  Íran er helst hliðstæða við hið fullkomna samfélag Anders Breivik Morgunblaðið/Eggert Fundur Sagnfræðiprófessorinn Øystein Sørensen talar á fundinum í gær um alræðisstefnur og norska fjöldamorðingjann Andres Behring Breivik. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 Ert þú fædd/fæddur 1952? gekkst þú í Lækjarskóla og/eða Flensborg? Ef svarið er já, þá átt þú heima í hópnum okkar. Við ætlum að hittast í Skútunni 19. október kl. 20.30 og fagna 60 ára afmælisárinu okkar. Léttar veitingar. Aðgangur kr. 3.000. - sem greiðast inn á reikning nr. 0545-14-403712, kt. 230452-2029. Steinunn. Vinsamlegast greiðið fyrir 10 okt. Makar velkomnir - sami aðgangseyrir. Nánari upplýsingar gefa Lilja í síma 6640631, Steinunn í síma 8972045 og Þórdís í síma 5552469 Hlökkum til að sjá ykkur. Undirbúningsnefndin. Madeira 22.–31. okt. 31. okt.- 12. nóv. Blómaeyjan Beint flug með Icelandair VITA er lífið VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is MADEIRA Madeira er gjarnan kölluð „Eyja hins eilífa vors“ eða „Garðurinn fljótandi“. Þessi stórbrotna, blómstrandi paradísareyja er um 600 km vestur af ströndum Afríku og nýtur því hitabeltisloftslags sem eykur enn á aðdráttarafl hennar. ÍS LE N SK A SI A .IS V IT 60 88 0 08 /1 2 Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is Alto Lido Fyrirtakshótel í Lido hótelhverfinu. Fjarlægð frá miðbænum er um 2½ km og þægileg gönguleið í bæinn. Í sundlaugar- garðinum eru tvær útilaugar og sundlaugarbar. Hótelið er einnig með heilsulind, upphitaðri innilaug, kokkteilbar og veitingastað. Verð frá 155.100 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Á mann m.v. tvo í tvíbýli í 12 nætur. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn. *Verð án Vildarpunkta 165.100 kr. Ef bókað er á skrifstofu bætist við 1.500 kr. bókunargjald. Einungis er hægt að nota Vildarpunkta þegar bókað er á netinu. Pestana Casino Park Mjög gott hótel í göngufæri við miðbæinn í Funchal. Sam- eiginleg aðstaða er mjög hugguleg, tveir veitingastaðir, flottar setustofur með líflegum bar og lifandi tónlist á kvöldin. Verð frá 183.990 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Á mann m.v. tvo í tvíbýli í 12 nætur. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn. *Verð án Vildarpunkta 193.990 kr. Ótal fleiri gistimöguleikar á VITA.is Uppselt! Erfitt er að staðsetja norska fjöldamorð- ingjann And- ers Behring Breivik hug- mynda- fræðilega, að mati Øy- steins Sø- rensen. Það sem kemst næst því er að skilgreina hann sem einhvers konar nýfasista. Hins vegar tali hann bæði illa um nýnas- ista og nasista í stefnuskrá sinni sem hann setti á netið áður en hann framdi fjölda- morð sín í Noregi í júlí á síð- asta ári. Sørensen segir Breivik ekki falla undir hefðbundna skil- greiningu á þjóðernissinna enda leggi hann enga sér- staka áherslu á Noreg, norsku þjóðina eða norska menningu. Áhersla hans sé þess í stað á Evrópu og evrópska menn- ingu. Staðsetning Breiviks erfið NORSKUR PRÓFESSOR Anders Behring Breivik Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Persónuvernd hefur fellt niður mál manns sem kvartaði yfir því að skattrannsóknarstjóri hefði notað merkt umslög utan um bréf sem honum voru send. Maðurinn taldi að með merkingunum á umslögunum væri brotið á sér og öðrum sem kynnu að sæta rannsókn hjá emb- ættinu. Í erindi hans til Persónuverndar segir að nógu íþyngjandi sé að sæta rannsókn embættisins þó að það sé ekki „auglýst rækilega með merkt- um gögnum“. Með þessu væri hugs- anlega brotin þagnarskylda embætt- isins. Taldi hann þetta sérstaklega slæmt í ljósi þess að rannsóknin hefði reynst tilhæfulaus. Ekki ástæða til að aðhafast Í svari skattarannsóknarstjóra vegna málsins kom fram að alsiða væri hjá opinberum stofnunum að auðkenna bréfsefni sitt. Tilgangur- inn væri að auðvelda að endursenda þau ef ekki væri tekið á móti þeim. Ekki væri hægt að sjá að það yrði til þess að brjóta þagnarskylduákvæði á nokkurn hátt. Niðurstaða Persónuverndar var sú að ekki lægi fyrir að skattrann- sóknarstjóri hefði miðlað upplýs- ingum um einkamálefni mannsins til þriðja aðila. Því þótti ekki ástæða til þess að aðhafast frekar í málinu. Merkt bréfsefni brýt- ur ekki þagnarskyldu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.