Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 22
ÚR BÆJARLÍFINU Albert Eymundsson Höfn í Hornafirði Bygging fjölnotahúss yfir gervigrasvöllinn, sem er hálfur knattspyrnuvöllur, gengur vel. Límtrésbitar eru komnir upp og byrjað á að klæða grindina. Húsið er afmælisgjöf Skinneyjar- Þinganess í tilefni 60 ára afmælis fyrirtækisins. Húsið á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir íþrótta- iðkun og tímasetning byggingar- innar hentar vel fyrir meistara- flokka Sindra í knattspyrnu. Drengirnir unnu 3. deildina í ár og leika í 2. deild að ári og stúlkurnar náðu sínum besta árangri.    Framhaldsskólinn í Austur- Skaftafellssýslu fagnar 25 ára af- mæli í ár. Skólinn eldist vel, út- skrifuðum stúdentum fjölgar með árunum og fjölbreyttari náms- brautir eru í boði. Skólinn eignaðist sinn fyrsta skólasöng sem var frumfluttur um daginn en höfundar lags eru Hornfirðingarnir Karl og Grétar Örvarssynir en höfundur texta er Karl Kristensen.    Kaþólski söfnuðurinn á Hornafirði sem í eru á annað hundrað meðlimir vígði kapellu 8. september sl. Kaþólski biskupinn Mons. Pétur Burcher vígði kapell- una sem er í húsi sem byggt var sem hárgreiðslustofa en sómir sér sérstaklega vel sem kapella og stendur við aðalgötuna í miðbæ Hafnar.    Nývígður prestur, séra Gunn- ar Stígur Reynisson, var settur prestur í Bjarnanesprestakalli við messu sl. sunnudag. Það er sér- staklega ánægjulegt þegar ungt fólk hefur tækifæri til að koma heim eftir langskólanám en Gunnar Stígur er fæddur og uppalinn á Hornafirði.    Ferðafólki fjölgar alltaf í hér- aðinu og þótt aukið framboð á gistirými sé á hverju ári dugir það ekki til að mæta eftirspurninni yfir háannatímann. Kvikmyndagerðar- fólk hefur verið áberandi síðustu daga en Hornfirðingar eru orðnir vanir slíkum uppákomum og hættir að kippa sér upp við það þótt fræga fólkið sprangi um héraðið.    Árleg tónlistarveisla Horn- fiska skemmtifélagsins verður um hverja helgi í október. Þema sýn- ingarinnar er Eurovision-keppnir frá upphafi. Þessar sýningar hafa notið vinsælda og uppselt á allar sýningar undanfarin ár. Á þessum sýningum skemmtifélagsins hefur ungt fólk fengið tækifæri til að spreyta sig í söng og sviðs- framkomu. Gott mannlíf á Hornafirði Ljósmynd/ Sverrir Aðalsteinsson Fjölnota Húsið sem verið er að byggja yfir gervigrasvöllinn er á íþróttasvæðinu rétt við skólana. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 Fulltrúar Fossvogsskóla með Hjólaskálina. Fossvogsskóli fékk í gær Hjólaskál- ina sem er viðurkenning fyrir efl- ingu hjólreiða. Jón Gnarr, borgarstjóri, afhenti skálina við upphaf ráðstefnu um hjólreiðar, sem haldin var í gær. Nemendur í Fossvogsskóla eru hvattir til þess að koma í skólann árið um kring á reiðhjóli og síðustu þrjú ár hefur verið haldin sérstök hjólavika í skólanum. Fossvogsskóli fékk Hjólaskálina Í tilefni af 60 ára starfi Lions á Ís- landi var lokaverkefni afmælisárs- ins að færa þjóðinni að gjöf tæki til augnlækninga. Um er að ræða tæki til aðgerð- ar innarlega í auganu svo sem í glerhlaupi og til sjónhimnuað- gerða svo sem við sjónhimnulos. Einnig aðgerðir vegna sykursýk- isskemmda í augnbotni og slysa. Sjónvernd hefur verið efst á blaði hjá Lionshreyfingunni í heiminum gegnum tíðina og má þar nefna sjónverndarátak sem hefur fært um 30 milljónum manns sjónina að nýju, segir í til- kynningu. Við sölu fyrstu rauðu fjaðrar- innar hér á landi var gert stór- átak í tækjavæðingu augndeildar, auk þess sem heilsugæslustöðvar voru búnar tækjum, t.d. með augnþrýstimælum o.fl. Lions hefur líka verið í nánu samstarfi við Blindrafélagið og var einn af aðal- styrktaraðilum Talgervilsins og einnig við kaup á blindrahundum, svo eitthvað sé nefnt. Afhending Kristinn Kristjánsson, fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi, afhenti tækið að við- stöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og forstjóra Landspítalans, Birni Zoëga. Lionshreyfingin færði Landspítalanum að gjöf tæki til lækninga á innra auga Líf styrktarfélag stendur fyrir dótasöfnun helgina 28.-30. sept- ember nk. Tilgangur söfnunar- innar er að efla starf félagsins og gera því betur kleift að styðja konur og börn á kvennadeild Landspítalans. Í tilkynningu segir að allir for- eldrar viti, að leikföng barnanna dugi skammt og safnist jafnvel fyrir í skúmaskotum og geymslum þegar fram líða stundir. Börnin vaxi hratt úr grasi og skilji eftir sig dót af margvíslegu tagi. Með söfnun Lífs gefist tækifæri til að koma þessum leikföngum í réttar hendur og styðja um leið mikilvæga starfsemi í þágu kvenna og barna. Miðstöð söfnunarinnar verður að Suðurlandsbraut 24, jarðhæð (gamla Tal-húsið) og verður húsið opið fyrir nýjum leikföngum föstu- daginn 28. september frá kl. 16-20 og laugardaginn 29. september frá kl. 12-20. Sjálfur dótabasarinn fer fram sunnudaginn 30. september frá kl. 11-18. Gamalt dót Leikföng geta öðlast nýtt líf. Safna dóti til styrkt- ar kvennadeild Austurbrú stendur í næstu viku fyrir ráðstefnu um skapandi hugsun og uppbyggingu á Austurlandi í tilefni af 10 ára afmæli Menningarráðs Austur- lands og til að fagna 10 ára menningarsamstarfi við Vesterålen í Noregi. Lögð er áhersla á hönnun og uppbyggingu skap- andi greina á ráðstefnunni, sem stendur yfir dag- ana 25.-28. september. Fyrirlestrar verða haldnir á þremur stöðum: Egilsstöðum, Seyðisfirði og Stöðvarfirði. Inn á milli gefst fólki m.a. tími til að upplifa sanna austfirska matarlist og að skoða þá gerjun sem átt hefur sér stað á undanförnum árum, að því er segir í til- kynningu. Þar kemur fram að yfir 100 þátttakendur frá 10 löndum taka þátt í ráðstefnunni. Allir fyrirlestrar fara fram á ensku en boðið verður upp á þýðingu. Sýn- ingar, sem settar verða upp í tengslum við ráðstefnuna, verða opnar al- menningi í Sláturhúsinu á Egilsstöðum frá 26. september til 6. október. Austurbrú er sjálfseignarstofnun stofnuð á grunni Þekkingarnets Austurlands, Þróunarfélags Austurlands, Markaðsstofu Austurlands og Menningarráðs Austurlands og annast auk þess daglegan rekstur Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi. Ráðstefna um uppbyggingu á Austurlandi Ferðamaður við Lagarfljót. Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hefst á sunnudag. Mótið er nú hald- ið í 79. sinn og er það að þessu sinni haldið í samstarfi við Tölvutek. Tefldar verða 9 umferðir og fara umferðirnar fara fram á sunnudög- um kl. 14 og á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30. Skráning fer fram á heimasíðu T.R., taflfelag.is. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Skák- mótið er opið öllum en er jafnframt Meistaramót Taflfélags Reykjavík- ur. Núverandi skákmeistari T.R. er Guðmundur Kjartansson, sem er al- þjóðlegur meistari. Haustmót TR hefst á sunnudag STUTT Taustir lásasmiðir í yfir 24 ár Verslun, Laugavegi 168 • www.neyd.is • laugavegur@neyd.is s: 510 8888 • Opið alla virka daga 8:00-18:00 Bíllyklar Smíðum og forritum flestar gerðir bíllykla. Komdu við í verslun okkar á Laugavegi 168 og kynntu þér hvað við höfum að bjóða. Betra verð Mikið úrval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.