Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 24

Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 24
mjög góð veiði miðað við stöðuna.,“ segir Einar. Veitt var á sex stangir að jafnaði í ánni en á fjórar stangir hluta sumars. „Auðvitað var sumarið ekki eins gott og við vonuðum í upphafi vertíðar en það sem við vorum ánægðastir með er að það gekk tals- vert mikill fiskur, bæði stór og smár. Núna er talsvert mikill fiskur í ánni og gangnamenn sem voru að smala síðustu helgi höfðu samband við mig og sögðust hafa séð mikið af laxi í ánni,“ segir Einar. Á milli 480 og 500 stangveiðidagar voru í Haffjarðará í sumar sem þýðir rúmlega tvo laxa á stöng á dag og telur Einar það mjög gott miðað við aðstæður. Norðurá mikil vonbrigði Stangveiðifélag Reykjavíkur er m.a. með Norðurá og Langá og segir Bjarni Júlíusson formaður að veiðin í Norðurá hafi valdið miklum von- brigðum. „Henni var lokað hinn 11. september með 953 laxa. Það eru mikil vonbrigði því veiðin hefur verið að fara yfir 2.000 laxa sumar eftir sumar undanfarin ár. Ég segi fullum fetum að þetta sé eitt lélegasta lax- veiðisumar í Norðurá í seinni tíð. Síð- ustu veiðihóparnir í ánni veiddu þó ágætlega, veiðin tók kipp undir lokin enda var komið gott og mikið vatn og fiskurinn var farinn að dreifa sér,“ segir Bjarni. Langá er ennþá opin og þar hafa veiðst yfir 1.000 fiskar. „Hún virðist hafa varið sig betur. Það er skrýtið að líta upp mýrarnar, þarna ertu með Langá sem hefur jú átt slæmt sumar en þó er ástandið skárra en í mörgum öðrum ám. Svo hafa Hítará og Haf- fjarðará verið að koma prýðilega út. Allar þessar ár eru lindár, maður spyr sig hvort það hafi skipt máli varðandi niðurgöngur á seiðunum í fyrra,“ segir Bjarni. Veiði í Langá hefur verið prýðileg í september, jöfn og góð. Langá verður lokað 27. sept- ember og segir Bjarni að mesti kraft- urinn sé nú farinn úr veiðinni þar. „Það sem brást í bæði Langá og Norðurá var veiðin um mitt sumar.“ Ástandið batnað í september Veiðiþjónustan Strengir er m.a. með Breiðdalsá, Jöklu og Hrútafjarð- ará. „Það hefur gengið vel í Breið- dalsá í september eftir að fór að rigna, oft verið um tíu laxar á dag og alltaf nýr lax að ganga, gríðarlega stór og flottur,“ segir Þröstur Elliða- son, eigandi Strengja, og bætir við að elstu menn muni vart eftir svo miklu vatnsleysi fram eftir sumri. Á Jöklusvæðinu hafa veiðst um 350 laxar. „Ástandið var erfitt framan af og svo kom yfirfallið í ágúst og trufl- aði þó að veiði væri áfram í hliðarám. Við höldum áfram út mánuðinn og vonumst eftir að veiðin verði í heild nálægt 400 löxum,“ segir Þröstur. Í Hrútafjarðará hafa veiðst á bilinu 160-170 laxar og mun heildarveiðin væntanlega verða í kringum 200 lax- ar, en í fyrra veiddust 318 laxar í ánni. „Hrútafjarðaráin hefur tekið við sér og þar hafa aðstæður verið ágætar í september fyrir utan óveðrið.“ Sept- ember virðist því ætla að bjarga því sem bjargað verður í ánum þremur að sögn Þrastar. Veiði heldur tekið við sér í september  Veiðin í Haffjarðará ágæt í sumar miðað við aðstæður  Eitt slakasta veiðisumarið afstaðið í Norðurá  Aðstæður í Breiðdalsá batnað mikið í september og um tíu laxar fengist á dag Sá stóri Róbert Haraldsson veiddi þennan 101 cm hæng í Hofsá hinn 11. september. Viðureign Róberts og þess stóra tók um 40 mínútur. Aflahæstu árnar Staðan 19. september 2012 Heimild: www.angling.is Veiðivatn Veiði Lokatölur 2011Stangafj. Lokatölur 2010 Lokatölur 2009 *Lokatölur Ytri-Rangá og Hólsá 22 3.887 4.961 6.210 10.749 Eystri-Rangá 18 2.690 4.387 6.280 4.229 Miðfjarðará 10 1.545 2.364 4.043 4.004 Selá í Vopnafirði 9 1.444 2.021 2.065 1.993 Haffjarðará 6 1.146* 1.526 1.978 1.622 Langá 12 1.010 1.934 2.235 2.254 Hofsá og Sunnudalsá 10 962 956 1.046 1.143 Norðurá 14 953* 2.134 2.279 2.408 Blanda 16 832* 2.032 2.777 2.413 Elliðaárnar 4 830* 1.150 1.164 880 Þverá - Kjarrá 14 738* 1.825 3.760 2.371 Hítará 4 529 900 824 1.298 Laxá í Kjos 10 494 1.112 1.170 1.404 Haukadalsá 5 475 667 1.174 1.107 Laxá í Leirársveit 7 467 907 1.175 1.266 STANGVEIÐI Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Laxveiði fer nú senn að ljúka og í mörgum ám er veiði þegar lokið. Víð- ast hvar er veiði mun minni en und- anfarin ár, jafnvel áratugi. Hinsvegar hafa borist fregnir af stórum löxum sem hafa fengist undanfarið, enda fara hængarnir oft á ferð á þessum tíma. Á vefnum votnogveidi.is kemur fram að nokkrir stórir laxar hafi verið dregnir á land í ám landsins að und- anförnu, t.d. 23. punda lax í Breið- dalsá, um 20 punda lax í Þverá og 101. cm lax í Hofsá. Róbert Haraldsson, sá er veiddi hænginn væna í Hofsá var að vonum ánægður með fenginn. „Þetta var frekar óvænt því við vorum á leiðinni í mat þegar ég leit niður eftir ánni og sá girnilega beygju og straum. Ég ákvað að rölta niður eftir og prófa. Þetta var ómerktur staður sem kom dálítið á óvart en áin breytir sér svo- lítið þarna niður frá,“ segir Róbert. Í kjölfarið beit á og viðureignin tók 40 mínútur. Laxinn er stærsti fiskur sem Róbert hefur veitt en samtals náðu hann og félagi hans sex fiskum á eina stöng í þá þrjá daga sem þeir voru í Hofsá. „Það voru frekar fáar stangir þessa þrjá daga eða fjórar. Það komu svona 2-6 fiskar á land á dag, þar á meðal einn 85 cm,“ segir Róbert sem var yfir sig hrifinn af Hofsá og að hans sögn er um algera paradís að ræða, kærkomið hafi verið að komast í ána eftir erfitt veiði- sumar. Ánægja með Haffjarðará Veiði í Haffjarðará lauk 12. sept- ember og Einar Sigfússon, annar leigutaka, segist nokkuð ánægður eft- ir sumarið í ljósi stöðunnar í laxveiði í heild. „Haffjarðará ásamt Selá og Hofsá hefur komið hvað best út í sumar. Það var ekki jafn mikill fiskur í ánni og undanfarin ár en samt sem áður töluverður. Við enduðum í 1.146 löxum, við vorum að vísu með 1.550 laxa í fyrra en þrátt fyrir það er það 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ MIKIÐ ÚRVAL AF FLOTTUM ÚLPUM FYRIR HAUSTIÐ Kringlunni | s. 512 1766 | www.ntc.is | erum á F ÍT O N / S ÍA F I0 4 3 2 5 9 568 8000 | borgarleikhus.is Sigríð ur Th orlac ius, söng kona 4 sýn ingar að eig in val i Áskri ftar- kortið mitt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.