Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 36

Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 Starfsemi Lands- bankans hf. í Bretlandi var samþykkt af „Fin- ancial Services Autho- rity“ (FSA), breska fjármálaeftirlitinu sem fullgildur meðlimur í FSCS (breska inni- stæðutrygging- arsjóðnum) í júlí 2006 með skírteinisnúmer: FSA No. 207250 áður en bankinn hóf Icesave starfsemina. Tryggingarsjóðir innistæðueig- enda og fjárfesta í ESB (og EES) byggjast allir á sömu tilskipun Evr- ópusambandsins. Þeir eru sam- tryggingarsjóðir fjármálastofnana og ætlað að bera sig sjálfir og rík- isábyrgð bönnuð. FSCS er fjármagnaður af fjár- málaþjónustufyrirtækjunum. Hverju fyrirtæki sem samþykkt er af FSA er skylt að greiða árleg ið- gjöld, sem standa straum af rekstr- arkostnaði og kostnaði sem sjóð- urinn greiðir. Staðfestingar á að Icesave var tryggt í breska tryggingarkerfinu eru fjölmargar. 3) Landsbankinn var meðlimur í breska trygging- arsjóðnum og greiddi í sjóðinn vegna innistæðna í Bretlandi með svonefnda „top-up“ tryggingu, sem var hugsuð sem viðbótartrygging frá 20.886 EUR og upp í 50.000 GBP sem gilti í Bretlandi, sama aðferð var viðhöfð í Hollandi Við fall Landsbankans ákváðu bresk stjórnvöld án samráðs við ís- lensk yfirvöld að greiða öllum „smá- söluinnistæðum“ (einstaklingum) út allar þeirra innistæður eins og rakið er hér að neðan. Aðgerðir breska fjármálaeftirlitsins Þann 6. október voru sett neyð- arlög á Íslandi um fjármálastarfsemi og um leið féllu stóru bankarnir. Sama dag sendi FSA í Bretlandi til- kynningu til Landsbankans í Lond- on um að eftirlitið tæki yfir starf- semi útibúsins. 4) Þann 3. okt. hafði FSA einnig sent bréf sem lagði ýmsar skorður við starfsemi útibúsins. Þann 8. okt. sendi FSA út yfirlýsingu til við- skiptavina (retail) Ice- save þar sem þeir eru fullvissaðir um að fá allar sínar innistæður, ekki aðeins 50.000 GBP hámarkið. 5) Þann 29 okt. 2008 sendi FSA annað bréf til við- skiptavina (retail) þar sem tekið er fram að ríkisstjórnin hafi ábyrgst að þeir muni fá allar innistæður sínar til baka. Starfsemi FSCS. Í sameiginlegu bréfi 6) FSA og FSCS í des. 2008 til Samtaka fjár- málastofnana í Bretlandi upplýsa þau um þann kostnað sem sam- tryggingarkerfið hafi tekið á sig vegna falls nokkurra banka, og þar áréttar og staðfestir FSA eðli og hlutverk tryggingarsjóðsins og ábyrgð hans vegna Icesave inni- stæðna. Niðurstaða. Breski tryggingarsjóðurinn gat ekki fjármagnað þá 19,7 milljarða GBP sem (Icesave 1,4 milljarðar GBP af því) hann varð að greiða vegna falls banka, þó síðar muni mest allt endurheimtast úr þrotabú- um þeirra. Þessi upphæð, 19,7 millj- arðar GBP, nam 2,06% af 952,7 millj- arða GBP innistæðum í Bretlandi. Í bréfinu tilkynnir FSA/FSCS að iðgjöld í innistæðuflokkinum muni hækka og nema um 1 milljarði GBP vegna vaxta og rekstrarkostnaðar næstu þrjú árin. Allan kostnað um- fram þennan 1 milljarð mun rík- issjóður Breta taka á sig sem og all- ar innistæður umfram 50.000 GBP. Samkvæmt kerfinu átti breska ríkið aldrei að koma að þessu máli. Landsbankinn var tryggður hjá breska sjóðnum (sama í Hollandi) fyrir allar upphæðir umfram 20.886 EUR. Við fall Landsbankans átti ís- lenski tryggingarsjóðurinn (TIF) að greiða samkvæmt bókstafnum lág- markið og átti síðan endurkröfu á þrotabú Landsbankans. Íslenski tryggingarsjóðurinn (TIF) var ófær um að greiða slíkar upphæðir í er- lendum gjaldeyri í þeirri upplausn sem var haustið 2008. Frumkvæði breskra stjórnvalda að greiða allar innistæður ein- staklinga í Icesave án nokkurs há- marks var fyrst og fremst pólitísk til að róa breska innistæðueigendur al- mennt vegna hræðslu um kerf- ishrun. Setning hryðjuverkalaga á íslenska banka í Bretlandi og síðan kröfur um endurgreiðslur Icesave voru sýndarmennska til heima- brúks. Þessi ákvörðun breskra stjórn- valda setti allar innistæður, líka und- ir 20.886 lágmarkinu, til greiðslu í gegnum FSCS, tryggingarkerfið breska, og því varð eðlilega leiðin í framhaldinu að FSCS gerði kröfu á islenska sjóðinn (TIF), sem aftur gerir kröfu í þrotabú Landsbankans fyrir lágmarkinu, en FSCS gerir kröfur í það sem umfram er. Þannig er málið í dag og átti alltaf að vera. Þetta er kjarni málsins og kvörtun ESA byggð á hæpnum forsendum m.v. þær aðstæður sem uppi voru. Það er rannsóknarefni af hverju ís- lensk stjórnvöld lofuðu í upphafi (undir pressu í samningum um að- stoð AGS) og svo aftur og aftur að semja um, það sem samkvæmt til- skipuninni var fjármálakerfisins að greiða. Í pólitísku hræðslukasti tókst breskum stjórnvöldum svo vel að gera Íslendinga að blóraböggli og fela inngrip sitt í málið, að enn er tal- að um að Ísland skuldi þessum ríkj- um stórfé. 3) http://www.fscs.org.uk/what-we-cover/ products/investments/eea-top-ups/ 4) www.fsa.gov.uk/pubs/final/lands- banki_6oct08.pdf www.fsa.gov.uk/pubs/final/lands- banki_3oct08.pdf 5) http://www.fsa.gov.uk/pages/ consumerinformation/firmnews/2008/ icesavestatementcustomers_.shtml http://www.fsa.gov.uk/pages/consumer- information/firmnews/2008/icesavecomp- ensationupdate_.shtml 6) www.fsa.gov.uk/pubs/other/fscs_le- vies.pdf Meðlimagjöld FSCS hækka við fall fjár- málastofnana: https://fsahandbook.info/FSA/html/ handbook/FEES/6/Annex1 Af hverju varð Icesave að pólitísku máli ? Eftir Sigurbjörn Svavarsson » Frumkvæði breskra stjórnvalda að greiða allar innistæður einstaklinga í Icesave án nokkurs hámarks var fyrst og fremst pólitísk til að róa breska inni- stæðueigendur almennt vegna hræðslu um kerf- ishrun. Sigurbjörn Svavarsson Höfundur er félagi í kjosum.is og Samstaða gegn Icesave. Gengið verður til kosninga um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Burtséð frá því að líklegast verð- ur kosið um að þau drög verði „lögð til grundvall- ar“ að nýrri stjórn- arskrá og fólk myndi þá kjósa um óskrifað plagg, þá er víst að alþýða manna fái að kjósa um nokkur einstök atriði. Það er miður að sú grein tillagna stjórnlagaráðs sem hefur hvað mesta stjórnskipulega þýðingu hefur ekki verið nefnd í því samhengi. Önnur grein núgildandi stjórn- arskrár segir að dómstólar, ráðherrar og löggjafi fari hvert með sína grein ríkisvaldsins. Ekki er gert ráð fyrir að annar en Alþingi geti sett lög sem hafa gildi á Íslandi. Það bannar í raun fram- sal fullveldis. 111. gr. tillagna stjórnlagaráðs leyfir hinsvegar framsal fullveldis. Svo mats- kennd skilyrði eru fyrir því framsali í greininni að ætla má að hún leyfi vald- höfum að meta það hverju sinni hvort þau séu uppfyllt. Eða með öðrum orð- um, hún myndi gera Evrópusam- bandsaðild stjórnskipulega mögulega, þó að ákvæðið geri vissulega ráð fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um slíkt. Eitthvað virðist þetta vefjast fyrir ákveðnum stjórnlagaráðsmanni. En einn vísar í nýlegri færslu sinni til þess að ESS-samningurinn hafi ekki verið borinn undir þjóðina. Þess vegna telur hann það misskilning að telja að 111. gr. tillagna stjórnlagaráðs geti haft nokkuð með ESB-aðild að gera (að öðru leyti en að tryggja þjóð- aratkvæðagreiðslu um aðild). Sumir virðist leggja að jöfnu ESS- samkomulagið sem byggist einungis á þjóðréttarsamningum og fullveld- isframsal á jafn veigamikinn hátt og ESB-aðild er. Það er ekkert deiluefni innan stjórnskipunarréttar að stjórn- arskrárbreyting sem lýtur að þessu er forsenda og skilyrði fyrir Evrópusam- bandsaðild. Eitt er þó rétt að 111. gr. yrði ekki til þess fallin að gera það mögulegt að „lauma“ Íslandi í Evr- ópusambandið, en hins- vegar myndi hún gera Evrópusambandsaðild mögulega yfirhöfuð. Það er mat mitt að ein af meginástæðunum fyr- ir því að efnt var til stjórnlagaþings, sem breyttist svo í skipað ráð, sé að koma þeim stjórn- lagabreytingum sem nauðsynlegar eru fyrir inngöngu í Evrópusam- bandið í gegn. Það myndi hvort tvegga útskýra þrjósku og staðfestu Samfylk- ingarinnar þegar kemur að málefnum stjórnlaga. Þá miklu fremur en sér- stakur áhugi á auðlindaákvæði eða löngun til þess að leyfa fólki að velja eða hafna veru Þjóðkirkjunnar í stjórn- arskránni. Þeir bræður mínir er land vort byggja, hvort sem þeir telja búdrýg- indi eða búsifjar af Evrópusambands- aðild, hljóta að gera þá kröfu að kjósa eigi um veigamikil atriði, eigi þá yf- irhöfuð að kjósa um nokkur. Hundr- aðasta og ellefta grein tillagna stjórn- lagaráðs er eflaust með veigameiri breytingum á stjórnlögum landsins sem lagðar hafa verið til. Nú þegar hefur verið skautað framhjá jafn veigamiklu atriði, þá munu kosningar um tillögur stjórnlag- aráðs verða enn meiri bjögun á lýðræð- inu en skipun þess. Þó þau ákvæði sem kjósa á um séu ekki algerlega þýðing- arlaus, má álykta að þau séu einungis til þess fallin að drepa málum á dreif. Þ.e.a.s. að dylja kjósendur meginhvat- ans að baki tilurð stjórnlagaráðs. Að skauta framhjá aðalatriðunum Eftir Brynjólf Svein Ívarsson » Grein sem beint er gegn villandi um- ræðu um 111. gr. til- lagna stjórnlagaráðs um drög að nýrri stjórnar- skrá. Brynjólfur Sveinn Ívarsson Höfundur er ritari Ísafoldar og Herjans. Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar.  564 1500 32 ára Fasteignasalan EIGNABORG     Til leigu Til leigu glæsilegt 411 m2 einbýlishús á tveimur hæðum við Skildinganes 50 Reykjavík. Húsið stendur við sjávarsíðuna í Skildingarnesi. Fyrsta hæð er 140 m2 fyrir utan geymslur sem eru um 80 m2. Aðalhæð þar sem er inngangur og bílageymslur eru um 251,0 m2. Yfir aðalhæð er um 30 m2 stofa með arni og miklu útsýni. Bifreiðageymslan er um 41 m2 og með rafmagnsopnun. Allar innréttingar í húsinu er mjög vandaðar, á gólfum er granít og parket. Í húsinu eru fimm svefnherbergi, fjórar stofur, þrjú baðherbergi. Skápar í forstofu og herbergjum. Allar nánari upplýsingar veitir Fasteignasalan Eignaborg. sf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.