Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Síða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Síða 34
Morgunblaðið/Kristinn GUÐNÝ SVANDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR, DANSKENNARI Dansari með ryksugublæti RYKSUGAN Fínasta líkamsrækt og þarfaþing þegar maður er með þriggja ára polla sem eilílft er að maula um allt. Ég er með ryksugublæti og þykir fátt betra en að sjá rykið hverfa úr augsýn minni. Hver hefur sitt, þetta er mitt. Nilfisk Extreme fæst í Fönix á 69.900 kr. BÍLL Hann er nauðsynlegur til að ferðast á milli staða með þrjú börn. Ég er svo sem ekki mikil bílakona en mér finnst rosaleg gott að vita af góðum bíl sem dugir okkur og krökkunum til að komast á milli staða. Kannski ekki það umhverfisvænasta sem hægt er að segja frá en ég er ánægð með hann. KIA CEE’D er hægt að fá frá 3.358.777 kr. BLANDARINN Hann er notaður á hverjum morgni til að búa til „boost“. Ég er alltaf að reyna að finna uppskrftir að góðum drykkjum. Mér finnst nauðsynlegt að byrja daginn á góðri næringu. Það hjálpar mér þegar ég er að kenna dans. Eins eru krakkarnir sjúkir í þessa drykki og það hjálpar alltaf til þegar vel gengur að koma matnum ofan í þau áður en farið er út í skólann og leikskólann á morgnana. Bosch-blandari fæst í Einari Farestveit á 19.900 kr. KAFFIVÉLIN Kaffivélin sem ég fékk í brúðkaupsgjöf býr til un- aðslegt kaffi og hún er notuð á hverjum degi. Litli bróðir minn er ákafur kaffiaðdáandi og hann er farinn að venja komur sínar til mín mun oftar eftir að við fengum vélina. Enda er kaffið mjög gott. Philips Saeco Syntia kaffivél fæst í Einari Farestveit og kostar 149.900 kr. TÖLVAN Ég nota tölvuna svolítið mikið. Ég viðurkenni það að einstaka sinnum villist ég inn á Fa- cebook, en svo er ég oft að leika mér í hinum og þessum forritum. Til að mynda hönn- unarforriti sem á hug minn allan þessa dagana. Þar er meðal annars hægt að hanna stof- una sína eða fá grunnhugmyndir að málverkum sem mig langar að prófa að mála. Mac Book Air 11" 64 GB fæst í Epli á 169.900 kr. GUÐNÝ SVANDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR DANSKENNARI ER ÖNNUM KAFIN MEÐ ÞRJÚ BÖRN EN EITT AF ÁNÆGJUEFNUM HENNAR Í LÍFINU ER AÐ RYKSUGA. GUÐNÝ STARFAR HJÁ DANSRÆKT JSB OG HAFA ÓFÁR KONUR FENGIÐ LEIÐSÖGN HJÁ GUÐNÝJU Í ÞAU 16 ÁR SEM HÚN HEFUR STARFAÐ HJÁ FYRIRTÆKINU MEÐ HLÉUM. GUÐNÝ SEGIST EKKI MIKIL GRÆJUKONA EN EIGINMAÐURINN SÉ ÞAÐ OG SVO HAFI ÞAU FENGIÐ MIKIÐ AF FALLEGUM GRÆJUM ÞEGAR ÞAU GIFTU SIG SÍÐASTLIÐIÐ VOR. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is *Græjur og tækiLítil áhöld virðast um að iPhone 5 sé betri en forverinn þótt kortaforritið þyki misheppnað »36

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.