Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Side 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Side 42
*Fjármál heimilannaEiga stóran fjölskyldubíl en spara með því að skipta úr bensíni yfir í metan V ið erum kannski ekki sparsamasta fólk í heimi en við reynum að vera hagsýn og gera sem mest sjálf,“ segir Svava Björk Ás- geirsdóttir, kennari og nemi, um heimilisreksturinn í Víðigerði í Mos- fellsdal. Býr Svava þar ásamt manni sínum, Kristmundi Antoni Jónssyni, og þremur ungum börnum þeirra. Landið í kringum húsið nýtir fjöl- skyldan m.a. til ræktunar auk þess sem 12 landnámshænur ásamt ein- um hana hafa þar aðstöðu. „Við erum til dæmis með kart- öflur, gulrætur, rófur, jarðarber, klettakál og spínat,“ segir húsmóð- irin. „Þá reyni ég líka að vera dug- leg að baka um helgar, sérstaklega sætabrauð, en við förum afar sjald- an í bakarí,“ bætir hún við. Land- námshænur heimilisins hafa þar reynst mikil búbót. „Þær gefa vana- lega af sér um 8 egg á dag,“ segir hún og mælir svo sannarlega með búskapnum séu til þess aðstæður. Til dæmis var allur jólabakstur síð- ustu jóla bakaður með heima- orpnum eggjum. Varðandi almenn innkaup segist Svava hafa ákveðin leiðarljós í huga þar eins og títt er með ungt fjöl- skyldufólk. „Ég reyni að ákveða mat- seðil vikunnar nokkurn veginn fyrir fram og geri innkaupalista sem ég fer yfir,“ segir hún. Reynir hún að forðast allan óþarfa, sem á til að safnast fyrir í skápunum. „Við kaup- um frekar betri fæðu og hreinni en reynum að búa sem flest til sjálf frá grunni. Við höfum til dæmis rekið okkur á að það borgar sig ekki alltaf að kaupa allra ódýrustu vöruna þar sem hún vill oft endast skemur en önnur aðeins dýrari,“ segir hún og nefnir eldhúsrúllur og salernispappír þar sem dæmi. Einu sinni í viku er síðan „klárað-úr -ísskápnum-dagur“ hjá fjölskyldunni þar sem þau reyna að nota það sem til er í skápnum og er að nálgast síðasta söludag. Þá nefnir Svava að fjölskyldu- bíllinn í Víðigerði sé breyttur Ford-jeppi sem gengur fyrir met- angasi. Auk þess að sjá fjölskyld- unni fyrir nægu plássi skemmir ekki fyrir heimilismönnum að hann geng- ur fyrir vistvænni orku auk þess sem rúmmetrinn af metangasi er töluvert ódýrari en bensínlítrinn. Einu sinni í viku er „klára úr ísskápnum-dagur“ hjá fjölskyldunni í Víðigerði, sem hefur reynst vel. Hér eru Svava og Kristmundur með tvíburana Emmu Björk og Ásgeir Anton í fanginu og heimasætan Bríet Björk er í miðið. Morgunblaðið/Kristinn HAGSÝNT HEIMILI Í MOSFELLSDAL Landnáms- hænur og metanbíll FJÖLBREYTT HEIMARÆKTUN, LANDNÁMSHÆNUR OG METANBÍLL; ALLT STUÐLAR ÞETTA AÐ HAGKVÆMNI Í HEIMILISHALDINU HJÁ SVÖVU OG KRISTMUNDI. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is TRYGGINGAR Kannaðu hjá tryggingafélaginu þínu a.m.k. árlega hvort þér bjóðist ekki betri kjör. Getur það margborgað sig, hafirðu verið skilvís greið- andi. INNKAUP Handhægt er að fylgjast með tilboðum matvöruverslana sem og hvar ódýrasta bensínið er að finna hverju sinni á vefsíðunum matarkarfan.is og gsmbensin.is. RAFMAGN Engin ástæða er til að hafa húsið eða íbúðina alla uppljómaða þegar aðeins er verið í fáum herbergjum. Hafðu fyrir venju að slökkva ljósið á eftir þér sé herbergið sem er yfirgefið tómt. ÞRIF Tannkrem er til margra hluta nytsamlegt annarra en að þrífa einungis tennur. Er einnig hægt að nota það til að þrífa geisladiska auk þess sem það gefst vel á smærri brunasár, svo notagildið er margþætt. BLÓMARÆKT Vatnið af soðnu kartöflun- um er ríkt að næringarefnum og getur því virkað sem besti áburður á stofublómin. ÞRIF Dagblöð henta vel til að pússa rúður og glugga heimila og jafnast þar á við besta gluggalög. SPARNAÐARRÁÐ HEIMILANNA Eftir því sem olíuverð helst hátt hef- ur þeim fjölgað sem hafa látið breyta bílum sínum svo að þeir gangi einnig fyrir metangasi. Er gasið bæði ódýr- ara per einingu en olía og orkan um- hverfisvæn. Þá greiða eigendur met- anbíla lægri bifreiðagjöld. Kostnaðarsamt er að breyta bíl svo að hann geti einnig gengið fyrir metani en á bilinu 400-700 þúsund krónur kostar að ráðast í slíka að- gerð. Sparnaðurinn sem af hlýst get- ur hins vegar verið tiltölulega fljótur að vega þar upp á móti, ekki síst í til- felli stærri og þyngri bifreiða sem ekið er mikið og eyða miklu bensíni. Sjá nánar á vefsíðunni www.metan.is AÐRIR ORKUGJAFAR Metangas getur verið málið M.v. 13 l/100 km í langkeyrslu, metanverð 149 kr. /Nm3 og bensínverð 257 kr./l. Orkuinnihald í hverjum Nm3 af metani jafngildir 1,12 l. af 95 oktana bensíni. Bílar geta eytt allt að 6% minna eftir breytingu, og er gert ráð fyrir því í dæminu. Hvað kostar að keyra norður? Eldsneytiskostnaður frá Reykjavík til Akureyrar á Ford 150, 8 cyl., fyrir og eftir metanbreytingu 388 km Eftir breytingu 6.309 kr. Fyrir breytingu: 12.963 kr. Reykjavík Akureyri

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.