Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Qupperneq 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Qupperneq 57
30. 09. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Spennusaga eftir Evu Joly kemur út hjá Skruddu 20. október. Bókin nefnist Augu Líru og Eva Joly skrifaði hana ásamt Judith Perrignon, blaðakonu á Li- beration. Báðar hafa þær kynnst skuggahliðum al- þjóðlega fjármálaheimsins betur en flestir aðrir og sú reynsla skilar sér með ágætum í bókinni. Ein af aðalpersónum verksins er blaðakonan Líra frá Sankti-Pétursborg sem heldur til Lundúna til að rannska vafasöm viðskipti rússnesks athafnamanns. Þeir sem lesið hafa bókina segja að hún sé bæði vel fléttuð og spennandi. Friðrik Rafnsson þýðir bókina. Eva Joly er væntanleg til landsins til að kynna bókina og árita hana. Eva Joly SPENNUSAGA EFTIR EVU JOLY KEMUR ÚT Í NÆSTA MÁNUÐI Eldvitnið er ný bók eftir Lars Kepler sem er höfundanafn hjónanna Alexanders og Alex- öndru. Þetta er þriðja bók þeirra. Fyrsta bókin, Dávaldurinn, var gríðarlega vinsæl og er nú búið að gera samnefnda kvikmynd eftir bók- inni. Kvikmyndin hefur verið valin sem framlag Svíþjóðar til Óskarsverðlaunanna en leikstjór- inn er hinn frægi Lasse Hallström. Kvik- myndin verður frumsýnd á Íslandi á næsta ári. DÁVALDURINN Í BÍÓ Íslensk ungmenni sem syrgja að fá ekki fleiri Hungurleika, nú þegar þríleiknum vinsæla er lok- ið, geta tekið gleði sína því von er á bók í svip- uðum stíl. Hringurinn eftir Söru B. Elfgren og Mats Strandberg er upphaf þríleiks sem hefur slegið rækilega í gegn. Bókin kemur út hjá Bjarti innan skamms. Sagan fjallar um yfirvofandi heimsendi og aðalsöguhetjur verksins eru stúlkur sem eru tilbúnar að ganga mjög langt til að bjarga sjálfum sér og heim- inum. Útgáfurétturinn hefur verið seldur á yfir tuttugu tungumál og í heimalandinu hefur bókin selst í um 200.000 eintökum. SÆNSKIR HUNGURLEIKAR VÆNTANLEGIR Mats og Sara Friðrik Rafnsson er iðinn þýðandi. Hann þýðir ekki einungis skáldsöguna Kortið og landið eftir Michel Houellebecq og spennu- sögu eftir Evu Joly heldur einnig bókina Mótmælið öll! eftir hinn 95 ára gamla Stéphane Hessel. Bókin er hvatning og ákall til lesenda um að mót- mæla hástöfum óréttlæti heimsins. Þetta litla en áhrifaríka kver, 48 blaðsíður, kom fyrst út í Frakklandi árið 2010 og hefur komið út í um fjörutíu löndum og selst í milljónum eintaka. Hessel var virkur í frönsku andspyrnuhreyf- ingunni og sat í fangabúðum nasista. Hann tók virkan þátt í að skrifa Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og starfaði sem sendi- herra. ÁHRIFARÍKT RIT KOMIÐ ÚT Á ÍS- LENSKU Friðrik Rafnsson Sagan af Harold Frey sem leggur upp í langa göngu til að bjarga lífi vinkonu sinnar er bæði heillandi og ang- urvær. Það er enginn byrj- endabragur á þessari fyrstu skáldsögu Rachel Joyce sem skrifar seiðandi texta sem hrífur lesandann með sér. Harold Frey er persóna sem allir lesendur hljóta að vilja fylgja á langri og sögulegri göngu hans. Þetta er einstaklega vel heppnað verk með fal- legum boðskap um að hægt sé að hefja nýtt líf. Heillandi saga um hinn einstaka Harold Frey SKÁLDSAGA FYRIR FAGURKERA Glæpir og refsing GÓÐAR SPENNUSÖGUR SPENNUSÖGUR ROKSELJAST ÞESSI MISSERIN. Á MARK- AÐNUM ERU NOKKRAR SPENNUSÖGUR SEM HAFA HLOTIÐ VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR OG LOF GAGNRÝNENDA. ÞETTA ERU BÆKUR SEM UNNENDUR SPENNUSAGNA ÆTTU EKKI AÐ LÁTA FRAMHJÁ SÉR FARA. Norski yfirlögregluþjónninn Lier Horst er höfundur sex glæpasagna þar sem lögreg- umaðurinn William Wisting er í aðal- hlutverki. Norskir bóksalar völdu Vetr- arlokun bók ársins 2011, en þar þarf Wisting að leysa hrottalega morðgátu og leikurinn berst allt til Litháens. Bókin ein- kennist ekki af mikilli spennu en hún er skrifuð af öryggi og fagmennsku og óhætt að segja að starfsreynsla höfundar innan lögreglunnar nýtist vel í lýsingum á samtímaglæpum. Norskir bóksalar völdu Vetrarlokun bók ársins 2011. Bók ársins hjá norskum bóksölum Flöskuskeyti frá Per er sennilega besta bók Jussis Adler-Olsens, en fyrir hana fékk hann Glerlykilinn árið 2010. Mikill hraði og gríðarleg spenna ein- kenna verkið en á einum stað eru fimm mann- eskjur, tvö börn og þrír fullorðnir, annaðhvort látnar eða í stórkostlegri lífshættu. Hlutirnir gerast ekki miklu betri í spennubókum. Spennusagnaunn- endur fagna hverri nýrri bók frá Jussi Adler-Olsen. Hinn danski Jussi bregst ekki Jussi Adler-Olsen * Listamaður sem staðhæfir að hann sémisskilinn er næstum alltaf lélegur lista-maður sem hefur verið skilinn til fulls. Jo Nesbø BÓKSALA 19.-25. SEPTEMBER Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Pennanum-Eymundssyni. 1 Létta leiðinÁsgeir Ólafsson 2 Fimmtíu gráir skuggar - kiljaE.L. James 3 Hermiskaði - kiljaSuzanne Collins 4 Eldað með Ebbu í LatabæPure Ebba 5 Flöskuskeyti frá P - kiljaJussi Adler Olsen 6 Iceland Small World - small ed.Sigurgeir Sigurjónsson 7 Jesúsa - kiljaElena Poniatowska 8 Hin ótrúlega pílagrímsgangaHarolds Fry Rachel Joyce 9 Leyndarmál englannaMärtha Louise prinsessa / Elisabeth Nordeng 10 Hungurleikarnir - kiljaSuzanne Collins Kiljur 1 Fimmtíu gráir skuggarE.L. James 2 Flöskuskeyti frá PJussi Adler Olsen 3 Hin ótrúlega pílagrímsgangaRachel Joyce 4 Kona tígursinsTéa Obreht 5 Englar alheimsinsEinar Már Guðmundsson 6 Að endinguJulian Barnes 7 Forsetinn er horfinnAnne Holt 8 FantasíurHildur Sverrisdóttir ritst. 9 NæturóskinAnne B. Ragde 10 DjöflastjarnanJo Nesboø MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Þangað vill auðurinn, sem hann er fyrir. Tólf ára drengur skrifast á við raðmorðingja og af- leiðingarnar verða af- drifaríkar. Einsemd drengsins er lýst á áhrifa- mikinn hátt og sálsýki morðingjans er óhugn- anleg. Þetta er vönduð, vel skrifuð og um margt óvenjuleg verðlauna- spennusaga sem óhætt er að mæla með. Lokakaflarnir eru æsispennandi. Drengurinn og morðing- inn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.