Morgunblaðið - 13.10.2012, Side 4

Morgunblaðið - 13.10.2012, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka álframleið- enda, telur málflutning Katrínar Júlíusdóttur fjármálaráðherra um að útflutningsfyrirtæki hagnist á veiku gengi krónunnar byggjast á misskilningi. „Það má færa rök fyrir því að krónan sé ekki óeðlilega veik. Ég myndi miklu frekar halda því fram að meðalgengi krónunnar hafi ver- ið óeðlilega sterkt á undanförnum 20 árum. Því til stuðnings má benda á að krónan er ekki að styrkjast þrátt fyrir gjaldeyris- höft,“ segir Þorsteinn Víglunds- son, formaður Samtaka álframleið- enda. Almenn skattlagning Katrín var iðnaðarráðherra árið 2009 og undirritaði samkomulag ásamt fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við SA og aðila í orkufrekum iðnaði um sérstakan orkuskatt til þriggja ára. Nú hefur verið ákveðið að framlengja skatt- lagninguna til ársins 2018. ,,Menn höfðu góðan vilja til þess að hafa þetta einungis til þriggja ára. En þessir aðilar eru ennþá að hagnast á gengi krónunnar,“ segir Katrín en bætir við að skattlagn- ingunni sé ekki einungis beint gegn stóriðju. Um sé að ræða al- menna skattlagningu sem einnig beinist að öðrum fyrirtækjum og heimilum í landinu. Sértæk skattlagning Þorsteinn lítur málið öðrum augum. „Auðvitað er um að ræða sértæka skattlagningu þar sem orkufrekur iðnaður notar um 80% af allri raforku í landinu. Þetta er íþyngjandi því þetta er bein skatt- lagning á aðföng. Hér er ekki um að ræða skatt á hagnað, heldur rekstur og það skerðir samkeppn- isstöðu fyrirtækjanna,“ segir Þor- steinn. Hann segir ríkisstjórnina svíkja gerða samninga og það muni skaða fjárfestingu hér í landinu. „Ef við ætlum að skapa hér umhverfi fyrir fjárfestingu erlendra aðila, þá þurfa þeir að geta treyst því að hér ríki stöðugleiki í skattlagn- ingu. Í þessu tilfelli eru stjórnvöld að koma aftan að fjárfestum með því að svíkja gerða samninga. Það er ótrúverðugt fyrir samkeppnis- hæfni landsins,“ segir Þorsteinn. Katrínu finnst djúpt í árinni tek- ið að tala um svik í þessu sam- hengi. „Við erum í sömu stöðu í dag og við vorum árið 2009. Mark- mið okkar er að ná hallalausum fjárlögum til þess að hægt verði að afnema gjaldeyrishöft. Því hangir tekjuöflun saman við að hægt verði losa höft til þess að við- skiptalífið geti blómstrað hér á ný.“ segir Katrín. Hún segir hins vegar að tilefni sé til að endurskoða orkuskattinn ef gengi krónunnar styrkist á ný. Misskilningur að gengi krón- unnar sé veikt  Endurskoða skatt ef krónan styrkist Morgunblaðið/Golli Helguvík Orkuskattur verður áfram innheimtur til ársins 2018. Orkuskattur » Ríkisstjórnin ákvað að halda áfram að innheimta sérstakan orkuskatt þrátt fyrir samninga um afnám hans í lok árs. » Fjármálaráðherra segir aðila í orkufrekum iðnaði hagnast á veiku gengi krónunnar. » Formaður SÁ segir misskiln- ing að útflutningsfyrirtæki græði á gengi krónu þar sem hún sé ekki óeðlilega veik. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Dagskipunin til skipstjóra hérna fyrir vestan er einfaldlega: Forðist ýsuna,“ segir Skjöldur Pálmason, framleiðslu- og sölustjóri hjá Odda hf. á Patreksfirði. Hann segir að mik- ið sé af ýsu á öllum miðum, hvort sem það er grunnt eða djúpt eða inni á fjörðum. Ýsan sé um allt. Þó svo að fiskveiðiárið sé rétt byrjað séu menn þegar komnir í veruleg vandræði með ýsukvóta. Áð- ur hafi ýsan komið sem meðafli en nú sé miklu meira af henni en áður og stórýsa sé áberandi. Hjá mörgum stefni í erfiðleika við að ná þorski og öðrum tegundum þegar líði á fisk- veiðiárið, en ýsukvóti hafi verið skertur verulega á síðustu árum. „Það er alveg nýtt í þessu að ýsukvót- inn skuli vera svona lítill og ýsuveiðin svona mikil,“ segir Skjöldur. Langflestir Vestfjarðabátar eru á línuveiðum. Í haust hefur mjög stór fiskur verið uppistaðan í þorskaflanum fyrir vestan, en það veldur ákveðnum erf- iðleikum á markaði. Skjöldur segir að best verð fáist fyrir millistóran fisk og sé þá sama hvort verið er að selja ferskt, frosið eða saltað. Með upp- byggingu síðustu ár hafi ekki aðeins þorskstofninn stækkað heldur séu einstaklingarnir stærri en áður. Markaðurinn vilji hins vegar allt aðra vöru og víða á mörkuðum sé ástandið viðkvæmt, til dæmis í Suður-Evrópu. Skjöldur segir einnig áberandi hversu mikið sé af löngu á miðunum. Hún fáist miklu grynnra en áður og hiklaust mætti auka löngukvótann. Dagskipunin að forðast ýsu Morgunblaðið/Ómar Ýsa Menn eru þegar komnir í veru- leg vandræði með ýsukvótann.  Vandræði með ýsukvótann þegar í upphafi ársins  Ýsu að finna á öllum miðum  Einnig mikið af löngu á miðunum Hluthafafundur Bakkavör Group ehf. verður haldinn mánudaginn 22. október nk. kl. 10:00 á Hótel Sögu, Hagatorgi, 107 Reykjavík. Eftirtalin mál eru á dagskrá fundarins: 1. Framlagning efnahags- og rekstrarreiknings félagsins skv. 85. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög 2. Kjör skilanefndar 3. Önnur mál. Dagskrá og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir hluthafafundinn. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á hluthafafundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir hluthafafund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundardegi frá kl. 9:30 á fundarstað. Athygli er vakin á að atkvæðisréttur miðast við hlutaskrá að morgni 19. október 2012. Reykjavík 12. október 2012 Stjórn Bakkavör Group ehf. Hluthafafundur Bakkavör Group ehf. Í ljós hefur komið að lifrarpylsubitar sem dreift var í reiðhöll Gusts í Kópavogi fyrir sýningu Hundarækt- unarfélagsins Rex í síðasta mánuði innihéldu músa- eða rottueitur. Lögregla hafði samband við Ásgeir Guðmundsson, formann Rex, í gær eftir að niðurstöður úr greiningu lágu fyrir. „Okkur er verulega brugðið. Þetta er glórulaus verknaður og það skilur enginn maður þetta. Að það sé hægt að gera svona lagað,“ sagði Ás- geir í samtali við mbl.is í gær. Ásgeiri var ekki kunnugt um að nokkur hundur hefði étið lifrarpylsuna en lifrarpylsubitunum hafði verið dreift við inngang reiðhallarinnar. „Sem betur fer sáum við þetta um leið og við komum inn í húsið og tókum þá ákvörðun að hleypa engum þar inn fyrr en við værum komin með álit dýralæknis,“ segir Ás- geir. Kom mönnum í opna skjöldu Aðstandendur sýningarinnar grunaði strax að ekki væri allt með felldu þegar þeir sáu að einhverju hafði verið bætt í bitana. Sýningunni var frestað og engum dýrum hleypt inn í reiðhöllina næstu daga á eftir og varð nokkur röskun á starfsemi Gusts vegna þessa. Þegar málið kom upp sagði Ásgeir að það hefði ekki átt neinn aðdraganda, aðstandendum sýning- arinnar hefðu ekki borist hótanir og uppátækið hefði komið mönnum algjörlega í opna skjöldu. Hann segir þó liggja fyrir hvað mönnum gekk til. „Ég veit ekki í hversu miklu magni eitrið var en ef þetta var rottueitur, eins og ýmislegt bendir til, hefðu hundarnir drepist fljótlega. Það er ljóst að það var bara einn tilgangur; að drepa hundana,“ sagði Ásgeir í gær. Hann sagði að ákvörðun yrði tekin eftir helgi um framhald rannsóknar málsins. holmfridur@mbl.is Lifrarpylsan eitruð  Músa- eða rottueitur  „Glórulaus verknaður“  Ljóst að tilgangurinn var að drepa hundana, segir formaður Rex AFP Hundalíf Engum ferfætlingi varð meint af eitruðu lifr- arpylsunni en Ásgeir segir ljóst að ætlunin hafi verið að koma hundunum fyrir kattarnef. Um fjörutíu þátttakendur keppa til úrslita í Nýsköp- unarkeppni grunnskólanemenda sem nú stendur yfir. Alls bárust 1.100 hugmyndir frá 32 grunnskólum í keppnina en þær voru af ýmsum toga. Má þar t.d. nefna eggjatínslukörfu, iPad-dans-app, trampólínlás og vatns- hlaupahjól. Á myndinni má sjá Sigríði Töru Jóhann- esdóttur, sem var upptekin við smíði búrahreinsis fyrir kanínuna sína, Róbert, þegar ljósmyndara bar að garði. Blómstrandi nýsköpun í grunnskólunum Morgunblaðið/Ómar Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda fer fram í Háskólanum í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.