Morgunblaðið - 13.10.2012, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.10.2012, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 Thermowave plötuvarmaskiptar Þýsk hágæða vara á hagkvæmu verði  Eimsvalar fyrir sjó og vatn  Olíukælar fyrir sjó og vatn  Í mjólkuriðnað gerilsneiðingu  Fyrir orku iðnaðinn  Glycol lausnir fyrir byggingar og sjávarútveg í breiðu stærðar úrvali Títan–laser soðnir fyrir erfiðar aðstæður svo sem sjó/Ammoníak Kælismiðjan Frost – leiðandi afl í kæliiðnaði www.frost.is Ífyrradag birtist hér í Morgunblaðinu viðtal Krist-jáns Jónssonar, blaðamanns, við Michel Rocard,fyrrum forsætisráðherra Frakklands, sem nú ereins konar sendiherra Frakklands á norður- slóðum. Í viðtali þessu segir Rocard: „Ekki er hægt að útiloka að átök verði um réttindi á norðurhjara. Ég er ekki sagnfræðingur en hef oft orðið vitni að því að mannleg heimska getur tekið völdin og flest stríð hafa byrjað með því, að menn hafa blásið upp smávægileg mál … Hagsmunirnir eru miklir fyrir strandríkin, sem ekkert gefa eftir, bæði Kanadamenn, sem telja eðlilegt að nýta sér nálægðina og einnig Rússa, sem voru auðmýktir fyrir um 20 árum, þeir vilja bæta sér upp skaðann.“ Þetta viðtal og samtal, sem við Ragnar Arnalds, fyrr- um ráðherra og alþingismaður Alþýðubandalags, áttum við Rocard nú í vikunni, á meðan hann dvaldi hér, hafa opnað augu mín fyrir því, að framundan geta verið mikil átök um það, hvort sjálfsagt sé og eðlilegt að strandríkin, sem liggja að því mikla hafsvæði á norðurslóðum, þar sem auðæfin er að finna, sitji ein að þeim verðmætum og geti ráðið ferðinni um nýtingu þeirra, svo fremi sem þau komi sér saman um það sjálf. Michel Rocard er 82 ára gamall en hefur mjög lifandi áhuga á því sem er að gerast í heimspólitíkinni og þá ekki sízt hinum stóru „geó- pólitísku“ línum, en sennilega fylgir það aldrinum að áhugi manna beinist meira að megin- málum en minna að dægur- pólitísku argaþrasi, sem engu máli skiptir. Þegar Rocard er spurður, hvernig hann sjái framtíð norðurslóða fyrir sér er svarið að þá horfi hann til suður- skautslandsins. Við fyrstu sýn virðist það furðulegt svar en svo verður ljóst að á suðurskautslandinu er að finna skýringu á þeim alþjóðlegu átökum, sem hugsanlega eiga eftir að verða um norðurslóðir. Hvers vegna? Vegna þess, að um suðurskautslandið gilda alþjóðlegir samningar, sem raunverulega friða svæðið og gera það að verkum, að ekkert eitt ríki getur gert tilkall til yfiráða þar. Þeir samningar snúast um að það er hernaðarlaust svæði, þar má ekki gera tilraunir með kjarnorkuvopn, þar má ekki koma fyrir geislavirkum úrgangi og landsvæðið má einungis nýta í friðsamlegum tilgangi Það er nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga, sem erum eitt þeirra strandríkja, sem eiga hagsmuna að gæta á norðurslóðum, að gera okkur grein fyrir því, að annars staðar í heiminum eru uppi þær skoðanir, að sams konar skipan eigi að ríkja á norðurslóðum. Jonas Gahr Störe, þáverandi utanríkisráðherra Noregs, vék óbeint að þessu í grein, sem birtist í blaði í Moskvu í sumar, þegar hann sagði: „Suðurskautslandið er meginland, umkringt höfum, en Norður-Íshafið er hafsvæði, sem er umlukið land- svæðum, sem lúta lögsögu einstakra ríkja. Sáttmálinn um Suðurskautslandið, sem gerður var 1959 var staðfesting á því, að Suðurskautslandið er óbyggt meginland, sem eng- inn hefur gert viðurkenndar kröfur til og var gerður til að hafa stjórn á umsvifum mannfólksins á því meginlandi. Gagnstætt því, sem átti við um Suðurskautslandið áður en samningar voru gerðir um það, eru það alþjóðleg haf- réttarlög, sem segja til um umsvif í Norður-Íshafinu. Þar af leiðandi eru kröfur um sérstaka samninga til þess að stjórna þeim umsvifum ekki réttmætar.“ Með sama hætti og Michel Rocard kemur að kjarna málsins, þegar hann segist horfa til Suðurskautslandsins til þess að lýsa þeirri framtíð, sem hann sér fyrir sér á norðurslóðum kemst Jonas Gahr Störe að kjarna málsins frá sjónarhóli strandríkjanna, sem liggja að norður- höfum. Það er hægt að orða hugsun Störe með skýrara orða- lagi og kannski svolítilli viðbótar- túlkun á þennan veg: Það er alveg ljóst að enn einu sinni ætla gömlu nýlenduveldin í Evrópu að seilast til áhrifa í auð- lindir annarra þjóða, í þessu tilviki strandríkjanna á norðurslóðum. Áð- ur beittu þau herstyrk sínum til þess að eigna sér auðlindir annarra. Nú er honum ekki lengur til að dreifa í sama mæli og áður og þá hafa þau fundið upp þá athyglisverðu röksemd að sama fyrirkomulag eigi að gilda á norðurslóðum og á Suður- skautslandinu. Með því ætla þau að ná fótfestu hér í norðurhöfum. Þetta er sama hugsun og hjá þeim dönsku stjórn- málamönnum, sem undanfarna mánuði hafa leyft sér að halda því fram, að Danir ættu kröfu á hlutdeild í afrakstri auðlinda Grænlendinga á næstu áratugum. Það ber hins vegar að meta að verðleikum, að Helle Thorning- Schmidt, forsætisráðherra Dana hefur hafnað slíkum hugmyndum. Og þótt hér sé vísað til hinna gömlu nýlenduvelda í Evrópu er ekki óhugsandi að Kínverjar eigi eftir að taka undir þessi sjónarmið. Við Íslendingar erum aðilar að þessu stóra máli, þótt aðrar þjóðir eigi þar meiri hagsmuna að gæta. Við þurf- um að gera okkur grein fyrir þessum meginlínum í um- ræðum um norðurslóðir og nýtingu auðlinda þeirra, sem búast má við að skjóti upp kollinum í vaxandi mæli á næstu árum. Og við þurfum að vera tilbúnir til þess af okkar hálfu að mæta þessum röksemdum. Tregða Alþingis til þess að ræða þau stóru viðfangs- efni, sem við stöndum frammi fyrir í utanríkismálum, er óskiljanleg. Á þeim vettvangi hafa engar umræður, sem máli skipta, farið fram um þann veruleika, að Ísland er að sækja um aðild að Evrópusambandinu, sem nú liggur að mati þeirra, sem bezt þekkja til í „kóma“ og ekki ljóst, hvenær það rís upp úr því ástandi. Og Nýja Norðrið er ekki til umræðu á Alþingi. Alþjóðlegar deilur um norðurslóðir? Tregða Alþingis til þess að ræða þau stóru viðfangsefni, sem við stöndum frammi fyrir í utanríkismálum, er óskiljanleg. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Margir menntamenn hugga sigvið áhrif sín til langs tíma litið þótt fáir taki mark á þeim hér og nú. Þýska skáldið Heinrich Heine sagði til dæmis í bók um trúarbrögð og heimspeki í Þýskalandi, sem kom út 1853: „Takið vel eftir þessu, þér stoltu athafnamenn. Þér eruð án þess að vita af því aðeins handlang- arar hugmyndasmiðanna.“ Heine tók dæmi um stjórnarbyltinguna frönsku: „Maximilian Robespierre var ekkert annað en höndin á Jean- Jacques Rousseau – sú hin blóðuga hönd, sem tók úr skauti tímans á móti líkama með sál frá Rousseau.“ Heine taldi eins og fleiri að Robe- spierre og aðrir byltingarmenn hefðu reynt að hrinda kenningu Ro- usseaus um almannaviljann í fram- kvæmd. Breski hagfræðingurinn John Ma- ynard Keynes orðaði svipaða hugsun í hinu fræga riti sínu um Almennu kenninguna 1936: „Hugmyndir hag- fræðinga og stjórnmálaheimspek- inga eru áhrifameiri en menn al- mennt gera sér grein fyrir, bæði þegar þeir hafa rétt fyrir sér og rangt.“ Keynes hélt áfram: „At- hafnamenn, sem álíta sig ósnortna af öllum fræðilegum áhrifum, eru venjulega þrælar einhvers afdank- aðs hagfræðings. Og brjálæðingar í valdastólum, sem þykjast heyra raddir spámanna, eru raunverulega aðeins í hugarórum sínum að endur- óma kenningar settar fram af ein- hverjum skólaskriffinnum nokkrum árum áður.“ Margt er eflaust til í skoðun Hein- es og Keynes. Stuðningsmenn auð- lindaskatts í íslenskum sjávarútvegi gera sér áreiðanlega fæstir grein fyrir því að þeir enduróma sjón- armið bandaríska rithöfundarins Henrys Georges sem vildi leggja sérstakan skatt á afrakstur af nátt- úruauðlindum, aðallega jarðnæði, og átti marga fylgismenn á Íslandi á öndverðri tuttugustu öld. Og spá- dómar um yfirvofandi umhverfisvá eru iðulega sóttir í svipaða greiningu og breski hagfræðingurinn Thomas Malthus gerði í lok átjándu aldar á því að stærðir geta vaxið eftir ólík- um lögmálum. Líklega ofmeta menntamenn þó oft mátt hugmynda, alveg eins og at- hafnamenn vanmeta hann ósjaldan. Hugmyndir eru eins og sáðkorn. Þær þurfa einhvern jarðveg, eigi þær að lifa. Breski heimspeking- urinn John Stuart Mill komst ef til vill næst sanni, þegar hann sagði í grein í Edinburgh Review 1845: „Venjulega valda hugmyndir ekki hraðri eða snöggri breytingu á mannlífinu, nema ytri aðstæður leggist á sömu sveif.“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Máttur hugmyndanna Í umræðum um breytingar á stjórn- arskrá er í forgrunni: Hvað er best fyrir þjóðina. Í væntanlegri þjóðaratkvæða- greiðslu er m.a. spurt hvort ákvæði um þjóð- kirkjuna eigi áfram að vera í stjórnarskránni. Ekki er verið að spyrja um skipulag þjóðkirkjunnar eða aðskilnað ríkis og kirkju. Kirkjan er aðskilin frá ríkinu með lögum frá árinu 1997. Það er spurt hvort betra sé fyrir þjóðina og stjórnarskrána að þjóð- kirkjunnar sé þar getið eða ekki. Kjósendur velta þá fyrir sér hver sé reynslan af gildandi ákvæði skv. 62. gr.: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.“ Umræður um þetta ákvæði vilja gjarnan snúast upp í hvað sé best fyrir kirkjuna og hvort hún spjari sig án þess að vera nefnd í stjórn- arskrá. Umræður um heill og vel- ferð kirkjunnar eru sannarlega kærkomnar. En hér er spurt um meira og lýtur að kjarna málsins. Viljum við að hér á landi ríki krist- inn siður og þjóðkirkjunni falið að varðveita hann og rækta? Er þjóðin betur í stakk búin, ef ákvæðið um þjóðkirkjuna er afnumið úr stjórn- arskrá? Styrkir það einingu þjóðar og eflir velferðar- og almanna- þjónustu? Viljum við að enn verði merki kross- ins í þjóðfánanum, hefðir og siðir dagatals- ins byggist á kristnum grunni, þjóðsöngurinn boði „Ó, Guð vors lands“ og kirkjan hafi skyldum að gegna við alla þjóðina? Stjórnaskrá er sátt- máli sem vísar veginn og á hvílir líf- ið í landinu, menningin og sam- félagsskipan. Þegar við tökum afstöðu til þjóðkirkjunnar í stjórn- arskrá erum við að fjalla um grunn- gerð þjóðfélagsins. Kristinn siður hefur verið kjölfesta í lögum, sam- skiptum og menningu um aldir. Vilj- um við breyta því og er það best fyrir þjóðina núna? Stjórnarskrá fyrir þjóðina Eftir Gunnlaug S. Stefánsson Gunnlaugur Stefánsson »Er þjóðin betur í stakk búin, ef ákvæðið um þjóðkirkj- una er afnumið úr stjórnarskrá. Styrkir það einingu þjóðar og eflir velferðar- og al- mannaþjónustu? Höfundur er sóknarprestur í Heydölum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.