Morgunblaðið - 13.10.2012, Side 30

Morgunblaðið - 13.10.2012, Side 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 Önnur spurningin í ráðgefandi þjóð- aratkvæðagreiðslu sem fram fer 20. októ- ber varðar það hvort lýsa eigi nátt- úruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, þjóð- areign í stjórnarskrá. Í því ljósi er rétt að velta upp þýðingu slíks ákvæðis og hvort sam- bærileg ákvæði sé að finna í stjórn- arskrám nágrannalanda okkar. Greinin byggist m.a. á kandídats- ritgerð sem ég skrifaði um þetta efni við lagadeild Háskóla Íslands árið 2006 og grein eftir mig sem birtist í bókinni Þjóðareign, þýðing og áhrif stjórnarskrárákvæðis um þjóðareign á auðlindum sjávar sem Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál gaf út árið 2007 og finna má á heimasíðu hennar, www.rse.is. Hvað er þjóðareign? Til að kveða upp úr um það hvort þjóð geti átt eignir þarf að kanna hvernig hugmyndir um þjóðareign falla að meginreglum eignarréttar. Í fyrsta lagi fellur þjóðareign ekki að eignarréttarhugtakinu. Í öðru lagi getur óafmarkaður og óskilgreindur hópur manna, eins og þjóð, ekki farið með þær heimildir sem fel- ast í eignarrétti, svo sem umráðarétt og hagnýtingarrétt. Í þriðja lagi fellur þjóðareign hvorki að séreignarrétti né sér- stakri sameign, sem eru helstu form eign- arréttar. Í fjórða lagi getur þjóð ekki talist aðili að eignarrétti þar sem engum afmörk- uðum aðila er til að dreifa til að skuldbinda þjóðina eða að bera ábyrgð á því að þjóðin standi við skuldbindingu sína. Að fram- angreindu virtu verður að telja að þjóðareign getur ekki talist eign- arréttarlegt hugtak og þjóð getur því ekki átt eignir. Auðlindir sem ekki eru í einkaeigu Í spurningunni sem lögð verður fyrir kjósendur er tekið fram að ákvæðið myndi ekki taka til þeirra auðlinda sem eru í einkaeigu. Með einkaeigu er almennt líka átt við eignarhald ríkisins, enda er það sambærilegt eignarhaldi annarra lögaðila eða einstaklinga. Eftir gildistöku þjóðlendulaga nr. 58/1998 er allt land í einkaeigu, hvort sem það er í eigu ríkis eða annarra. Það er því engum lands- réttindum utan einkaeignarréttar til að dreifa sem stjórnarskrárákvæðið gæti tekið til. Meginreglan er að auðlindir fylgi landsréttindum nema öðruvísi sé mælt fyrir í lögum eða að þær hafi verið sérstaklega und- anskildar. Með lögum hefur ríkið verið lýst eigandi þeirra auðlinda sem vitað er um á hafsbotninum eða undir hon- um, þ.e.a.s. lögum nr. 73/1990 um eignarrétt íslenska ríkisins að auð- lindum hafsbotnsins og lögum nr. 13/2001 um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis. Af lögum nr. 116/ 2006 um stjórn fiskveiða má ráða að nýtingarréttur á fiskistofnum sjávar er í eigu eigenda skipa sem hafa aflaheimildir, enda fara þeir með allar helstu heimildir eignarréttar yfir aflaheimildunum. Þær auðlindir sem eru á eða und- ir landi eða í eða undir hafi eru því í einkaeign. Er því vandséð til hvaða auðlinda ákvæði um þjóðareign á að taka. Stjórnarskrárákvæðið myndi því bara taka til þess ef nýjar auð- lindir myndu finnast á íslensku for- ráðasvæði, sem væru ekki á eða í jörðu eða á eða undir hafsbotni. Það er rétt að eftirláta raunvísindunum að svara því hversu raunhæft slíkt kann að vera. Þjóðareign í stjórnarskrám annarra ríkja Ekki er kveðið á um það í stjórn- arskrám hinna Norðurlandanna að auðlindir eða annað sé í eigu ríkisins eða þjóðarinnar. Hins vegar má finna ákvæði í þeim sem gera ráð fyrir að eignarrétturinn sé skertur með hliðsjón af náttúruverndarsjón- armiðum. Séu stjórnarskrár ann- arra Evrópuríkja skoðaðar má að- eins finna þjóðareignarákvæði í 5 gr. stjórnarskrár Eistlands og í 1. mgr. 70 gr. stjórnarskrár Slóveníu. Eignarréttur er ekki stjórntæki Í ljósi þess að þjóð getur ekki ver- ið eigandi auðlinda, að það eru ekki verið að rannsaka eða nýta neinar auðlindir um þessar mundir sem ekki eru í einkaeigu og að ekkert þeirra landa sem við viljum almennt bera okkur stjórnskipulega saman við hefur slíkt ákvæði í stjórnarskrá þá hljóta menn að spyrja hver sé til- gangur slíks ákvæðis. Sé markmiðið að tryggja að auðlindir séu nýttar með sjálfbærum og arðbærum hætti þá er það í sjálfu sér göfugt mark- mið. Því markmiði er hinsvegar auð- veldlega hægt að ná með setningu almennra laga. Það er mikilvægt að átta sig á því að það eru lög sem eru stjórntæki ríkisins, en ekki eign- arréttur. Marklaust ákvæði Þótt þjóðareign hljómi vel í eyr- um sumra og markmiðið með ákvæðinu kunni að vera göfugt þá breytir það ekki þeirri staðreynd að það yrði alger markleysa. Stjórn- arskráin á að kveða á um stjórn- skipan lýðveldisins og helstu mann- réttindi. Það má alls ekki gengisfella hana með því að setja í hana markleysu eins og þessa. Þess vegna hvet ég fólk til að segja nei við spurningu 2 í atkvæðagreiðsl- unni 20. október. Á að mæla fyrir um þjóðareign í stjórnarskrá? Eftir Davíð Þorláksson » Þótt þjóðareign hljómi vel í eyrum sumra og markmiðið með ákvæðinu kunni að vera göfugt þá breytir það ekki þeirri stað- reynd að það yrði mark- leysa Davíð Þorláksson Höfundur er héraðsdómslögmaður og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Morgunblaðið gefur út sérblað Vertu viðbúin vetrinum föstudaginn 19. október SÉRBLAÐ Vertu viðbúin vetrinum Pöntunartími auglýsinga: er fyrir klukkan 16 mánudaginn 15. október NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569-1105 kata@mbl.is – Meira fyrir lesendur Vetrarklæðnaður á börn og fullorðna.• Góðir skór fyrir veturinn - kuldaskór,• mannbroddar, vatnsvarðir skór, skóhlífar. Húfur og vettlingar, treflar, sokkar,• lopapeysur. Snyrtivörur til að fyrirbyggja þurra• húð - krem, smyrsl, varasalvar. Flensuundirbúningur - lýsi, vítamín,• nefúði, hóstameðul og fleira. Ferðalög erlendis - skíðaferðir,• sólarlandaferðir. Vetrarferðir innanlands - jeppar,• snjósleðar, ísklifur, jöklaferðir. Skemmtilegar bækur fyrir veturinn• Námskeið og tómstundir í vetur.• Hreyfing og heilsurækt í vetur.• Bíllinn tekinn í gegn - bón, frostlögur,• sköfur, þurrkublöð, dekk. MEÐAL EFNIS: LifunVetur Vetur 24.10.06 Morgunblaðið/Kristinn BÍLARAF BÍLAVERKSTÆÐI Bílaraf www.bilaraf.is Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 • bilaraf.is Allar almennar bílaviðgerðir Tímapantanir í síma 564 0400 Gott verð, góð þjónusta! Startarar og alternatorar í miklu úrvali Allur ágóði af sölunni rennur til Krabbameinsfélags Íslands www.faerid.com Sölustaðir: N1, Pósturinn, Skeljungur, Nettó, Olís og Bónus. Undirbúa sveitakeppni í Gullsmáranum Spilað var á 15 borðum í Gull- smára, fimmtudaginn 11. október. Úrslit í N/S: Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 337 Ragnh. Gunnarsd. - Sveinn Sigurjónss. 308 Guðlaugur Nielsen - Jón Stefánsson 304 Kristín Óskarsd. - Gróa Þorgeirsd. 286 A/V Ragnar Haraldss. - Bernhard Linn 344 Sigurður Njálsson - Guðm. Sigurjónss. 342 Ágúst Vilhelmss. - Kári Jónsson 308 Anna Hauksd. - Ásgrímur Aðalsteinss. 305 Og minnt er á að sveitakeppni fé- lagsins hefst mánudaginn 22. októ- ber ogverður spilað í 3 skipti (alls 6 umferðir). Aðstoðað verður við myndun sveita. FEB Reykjavík Fimmtudaginn 11. okt. var spilað- ur tvímenningur hjá Bridsdeild Fé- lags eldri borgara í Reykjavík, Stangarhyl 4. Spilað var á 13 borð- um. Meðalskor: 312 stig. Efstir í N/S: Jón Þór Karlss. - Björgvin Kjartanss. 365 Ágúst Helgason - Haukur Harðarson 347 Júlíus Guðmss. - Magnús Halldórss. 340 Ólafur B. Theodórs - Björn E. Péturss. 339 A - V Höskuldur Jónss. - Björn Árnason 385 Helgi Samúelss. - Sigurjón Helgason 372 Jakob Marteinss. - Einar Einarsson 354 Tómas Sigurjónss. - Friðrik Jónss. 346 Sautján borð hjá eldri borg- urum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 9. október var spilað á 17 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 409 Júlíus Guðmundss. – Óskar Karlss. 368 Oliver Kristóferss. – Magnús Oddsson 359 Óli Gíslason – Sverrir Jónsson 350 A/V Jón H. Jónsson – Sigtyggur Jónsson 390 Kristján Þorlákss. – Haukur Guðmss. 352 Oddur Jónsson – Nanna Eiríksd. 347 Knútur Björnss. – Sæmundur Björnss. 347 Hraðsveitakeppni hjá Bridsfélagi Reykjavíkur Eftir annað kvöld af þremur hefur sveit Lögfræðistofu Íslands þægi- lega forystu fyrir lokakvöldið. Lögfræðistofa Íslands 1275 Grant Thornton 1226 Chile 1209 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.