Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2012 Margt situr í minninu þegar árið er gert upp. Þótt vitanlega séu það persónulegir viðburðir í lífi hvers og eins sem festast helst í langtímaminninu þá er alltaf eitt- hvað sem stendur uppúr eftir árið úr bók, bíómynd, leikriti, ljóði, minnisstæðu samtali eða fréttum. Ólíklegt verður að teljast að ís- lenskir sjónvarpsáhorfendur eigi eftir að upplifa sterkari frásögn en Eiríks Inga Jóhannssonar í Kastljósi fyrr á árinu af því þegar hann velktist í sjónum klukku- stundum saman eftir að togarinn Hallgrímur fórst vestur af Noregi í aftakaveðri í janúar. Í áttatíu mínútur sagði hann frá og í áttatíu mínútur var ekki hægt annað en að horfa og hlusta á hann af at- hygli. Um leið og atburðurinn er rifjaður upp víkur hugurinn að þeim sem ekki lifðu af til að segja frá. Í maí lentu hollensk hjón í því að jörðin hreinlega opnaðist undir fótum þeirra við Dyrhólaey og þau féllu tugi metra í grjótskriðu. Engu var líkara en að góðar vætt- ir vektu yfir þeim því þau slös- uðust merkilega lítið. Þar sem hann lá í sjúkrarúminu lýsti mað- urinn því sem stóð uppúr í hans minni eftir lífsreynsluna. Hann klökknaði fyrst í frásögninni þeg- ar hann kom að atriði sem hljóm- aði í raun svo lítilfjörlegt: Björg- unarsveitarmaður lagði hönd á öxl hans – og sleppti ekki fyrr en hann kom á spítalann. „Höndin var alltaf þarna,“ sagði hann og komst við. Þetta litla handtak sit- ur í minni hans um ókomin ár. Heilt ár geymir óteljandi minn- ingar, sárar og ljúfar í bland. Þótt minningar úr fréttum séu ekki okkar eigin getum við dregið af þeim sameiginlegan lærdóm og nýtt reynsluna í þágu aukins ör- yggis á sjó og landi með því að styðja björgunarsveitir sem aldrei sleppa af okkur hendinni. Njótum áramótanna! RABBIÐ Höndin var alltaf þarna Eyrún Magnúsdóttir Sjaldan gefst betra tækifæri til að sýna björgunarsveitum þessa lands þakklæti í verki en fyrir áramótin. Þá fer nefnilega fram helsta fjáröflun sveitanna, flugeldasalan. Flugeldamarkaðir björgunarsveita um land allt hafa nú flestir verið opnaðir. Björgunarsveitafólk hefur staðið í ströngu undanfarna daga við að setja upp staðina og koma vörunni fyrir samkvæmt ströngustu reglum, að því er fram kemur á vefsíðu Landsbjargar. Að venju er úrvalið mikið, allt frá litlum stjörnuljósum upp í öflugustu skottertur sem leyfilegt er að selja. Töluvert er um nýjungar á flugeldamörkuðum björgunarsveita í ár, þar má m.a. nefna sex nýjar gerðir af kappatertum sem hafa í gegnum árin verið meðal vinsælustu vöruliða. Flugeldasalan stendur yfir í fjóra daga og um helgina er á flestum stöðum opið frá 10-22 og á gamlársdag frá 10-16. Nánari upplýsingar um vöruna, sölustaði og afgreiðslutíma má finna á síðunni www.flugeldar.is. AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg HJÁLPUM ÞEIM! ÓVEÐRI ER SPÁÐ VÍÐA Á LANDINU UM HELGINA OG FÓLK BEÐIÐ AÐ GERA VIÐEIGANDI RÁÐSTAFANIR. BJÖRG- UNARSVEITIR VERÐA SEM ENDRANÆR Í VIÐBRAGÐSSTÖÐU, ÞURFI FÓLK Á KRÖFTUM ÞEIRRA AÐ HALDA. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Ísland – Túnis, landsleikur í handbolta karla. Hvar? Laugardalshöll. Hvenær? Laugardag kl. 13:30. Landsleikur Hvað? Frumsýning á leikritinu Mýs og menn. Hvar? Stóra svið Borgarleikhússins. Hvenær? Laugardag. Nánar: Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson og Hilmar Guðjónsson. Mýs og menn Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Áramótabomba Mið-Íslands. Hvar? Þjóðleikhúsið, stóra svið. Hvenær? Laugardag kl. 23. Nánar: Mið-Ísland fyllti hverja sýn- inguna á fætur annarri í fyrra. Tveggja klukkustunda hláturtaugadagskrá. Áramótabomba Hvað? Kvikmyndin The Hobbit. Hvar? Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó. Hvenær? Laugardag og sunnudag. Nánar: The Hobbit: An Unexpected Journey fjallar um hobbitann Bilbó Bagga og ævintýraför hans til hins forna konungsríkis Erebor. Hobbitinn Hvað? Daglegar enskuleiðsagnir milli jóla og nýárs um sýningu Errós. Hvar? Hafnarhús. Hvenær? Hefst kl. 13. Leiðsögn um Erró Hvað? Jólaóratóría Bachs. Hvar? Eldborg, Hörpu. Hvenær? 29. og 30. desember. Nánar: Alþjóðl. barokksv. í Den Haag Jólaóratóría Bachs * Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.