Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Side 4
Þ að er forvitnilegt að skoða vinnu- brögðin á flokksblöðunum á dögum kalda stríðsins eins og þeim er lýst í tveim bókum, Hreint út sagt eftir Svavar Gestsson og Sjálfstæðis- flokkurinn, átök og uppgjör, eftir Styrmi Gunnarsson. Ljóst er á lýsingum Svavars að Þjóðviljinn þjónaði fyrst og síðast Alþýðu- bandalaginu. Eigendur Morgunblaðsins fóru aðra leið, rufu formleg tengsl við Sjálfstæð- isflokkinn og stóðu með ritstjórunum þegar stefnan stangaðist á við stefnu flokksins. Talsmenn hreyfingar á Þjóðviljanum Í bók Svavars fer ekkert á milli mála út á hvað útgáfa Þjóðviljans gekk. Í sinni ritstjóratíð skrifaði hann leiðara fyrir hádegi og segir um það: „Leiðararnir voru venjulega pólitískt við- bragð við einhverju í umhverfinu, ákvörðunum ríkisstjórnarinnar eða borgarstjórnar, skrifum í öðrum blöðum eða stefnuyfirlýsingar Alþýðu- bandalagsins sem við vildum koma á framfæri. Við litum alltaf á okkur sem talsmenn hreyfing- arinnar og að hlutverk blaðsins væri að smíða rök sem félagarnir gætu notað í rökræðum á vinnustöðum eða annars staðar.“ Ennfremur segir hann að „það var ekki að- eins Alþýðubandalagið sem þurfti að muna eftir við útgáfu blaðsins“ heldur hafi í kringum Al- þýðubandalagið verið alls konar félög sem höfðu sín áhrif, þó að þau fengju ekki mikið fylgi, Fylkingin, Sósíalistafélag Reykjavíkur, KSML og EIKml. Félagsmenn þeirra hefðu verið gagn- rýnir á Alþýðubandalagið „en saman áttum við Þjóðviljann; hann sagði frá okkur öllum. KSML stóð fyrir Kommúnistasamtökin, marxistarnir lenínistarnir og EIKml fyrir Einingarsamtök kommúnista, marxistarnir lenínistarnir.“ Og Svavar veltir upp spurningunni: „Hverjir vorum „við“?“ Hann svarar því þannig: „Var það miðstjórn flokksins, formaður flokksins, skrif- stofa hans? Alls ekki. Þar var alls konar fólk að verki þegar hreyfingin mótaðist. Þingmenn Al- þýðubandalagsins um allt land höfðu auga á hverjum fingri … Það þurfti engar flokks- samþykktir eða fyrirskipanir. Stefnan var að rækta samstöðu af því að það var eina leiðin til að sækja og verjast. Við líktum þessu oft við verkamenn í verkfalli; verkfallsbrjóturinn var ekki hátt skrifaður.“ Ef til vill má rekja fall Þjóðviljans til þess að blaðið náði aldrei að rjúfa flokkstengslin og öðl- ast þannig breiða skírskotun. Ritstjórnarvaldið aftur til blaðsins Annað var upp á teningnum á Morgunblaðinu. Þegar Matthías Johannessen og Eyjólfur Kon- ráð Jónsson eru ráðnir ritstjórar Morgunblaðs- ins um 1960, þá varð það viðhorf ríkjandi innan stjórnar Árvakurs að slíta ætti tengsl flokks og blaðs. Í því fólst ekki að breyta grundvallar- stefnu blaðsins, heldur að taka ritstjórnarvaldið aftur inn á ritstjórnina. Ritstjórarnir ungu opn- uðu blaðið fyrir greinum frá mönnum úr öðrum flokkum og með sjálfstæðari stefnu í leiðurum. Það þótti viðburður þegar Hannibal Valdi- marsson skrifaði grein í Morgunblaðið á við- reisnarárunum. Og Styrmir segir frá því að Gylfi Þ. Gíslason hafi orðið ævareiður út af skrifum Morgunblaðsins um menntamál á síð- ustu árum viðreisnarinnar. Þá hafi Bjarni Bene- diktsson hringt í Matthías og beðið hann að gæta þess að sprengja ekki stjórnina. Blaðið var farið að breyta um tón. Það segir sína sögu að er Styrmir var ráðinn aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins í febrúar árið 1971 var honum boðið starfið með einu skilyrði – hann mætti engum trúnaðarstörfum gegna fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Eins hætti Eyjólfur Konráð sem ritstjóri hálfu ári eftir að hann náði kjöri sem þingmaður. Morgunblaðið færðist þó aftur nær Sjálfstæð- isflokknum þegar Geir Hallgrímsson varð for- sætisráðherra árið 1974, enda hafði hann lengi átt samleið með ritstjórunum. Engu að síður snerust þeir gegn stefnu Geirs um að veita op- inberum starfsmönnum verkfallsrétt árið 1976 og gagnrýndu sólstöðusamningana ári síðar. Árið 1978 áttu Matthías og Styrmir samtal við Geir og segjast vilja galopna Morgunblaðið. Þá um sumarið varð grundvallarbreyting á blaðinu, mikill fjöldi fréttaskýringa um þjóðmál og þar á meðal ein um innri málefni Sjálfstæðisflokksins sem var fáheyrt og hafði ekki gerst áður. Hana skrifaði einvalalið blaðamanna; Björn Vignir Jó- hannsson, Freysteinn Jóhannsson og Magnús Finnsson, en þeir áttu allir eftir að gegna stöðu fréttastjóra á Morgunblaðinu. Deilur um kvótakerfið Morgunblaðið sleit formlega sambandi við Sjálf- stæðisflokkinn sumarið 1983 er því var hafnað að tilnefna fulltrúa á þingflokksfundi. Átökin fóru vaxandi við forystu Sjálfstæðisflokksins næsta áratuginn og náðu hápunkti með deilum um kvótakerfið. Styrmir segir frá því að Matthías hafi verið hugmyndafræðingur að baráttu Morgunblaðsins fyrir auðlindagjaldi, en sumir vildu heimfæra stefnu blaðsins upp á vináttu Styrmis við Jón Baldvin Hannibalsson, formann Alþýðuflokksins. Eftir að frjálst framsal var leyft með kvótann árið 1990 í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar hófst gagnrýni Morgunblaðsins fyrir alvöru. Ekki tókust sættir fyrr en Styrmi var boðið sæti af hálfu flokksins í auðlindanefnd árið 1998 sem ætlað var að skapa þverpólitíska sátt um kvótakerfið. Þar var lagður grunnur að upptöku auðlindagjalds, þó að enn sé deilt um hversu hátt það eigi að vera. Nú eru dagar flokksblaða liðnir, þó að hver fjölmiðill hafi sína ritstjórnarstefnu sem rímar misvel við stefnu ólíkra flokka. Og þeir liggja því undir stöðugu ámæli um að vera hallir undir þennan eða hinn flokkinn. Enginn hinna „óháðu“ fjölmiðla er laus við slíka gagnrýni. Og hver og einn verður að meta það fyrir sig hvenær sú gagnrýni á rétt á sér og hvenær ekki. Flokkarnir missa blöðin * HLUTVERK ÞJÓÐVILJANS AÐ VERA TALSMENN HREYFINGAR * VERKFALLSBRJÓTUR EKKI HÁTT SKRIFAÐUR * RITSTJÓRNARVALDIÐ TEKIÐ INN Á RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR MORGUNBLAÐSINS * ÁTÖKIN UM KVÓTAKERFIÐ 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2012 Svavar Gestsson segir frá því íHreint út sagt að hann hafifengið það hlutverk árið 1964 að skrifa þingfréttir og eftir það setið á þingpöllum öðru hverju í fjórtán ár. „Ég sagði frá ræðum okkar manna og lítið eða ekkert frá öðrum. Sagði ítarlega frá tillögum alþýðubandalagsmanna en ekkert frá tillögum annarra. Snemma lærð- ist það að segja þeim mun meira frá þingmönnum sem þeir fluttu færri mál. „Hvenær á að innleiða gíróreikn- ingana?“ var fyr- irsögn yfir þvera forsíðuna þar sem sagt var frá fyr- irspurn þingmanns sem lét ekki fara mikið fyrir sér.“ Morgunblaðið fylgdist einnig lengi vel fyrst og fremst með ræð- um þingmanna Sjálfstæðisflokksins. En í ritstjóratíð Bjarna Benedikts- sonar frá 1956 til 1959 skildu leiðir blaðsins og hinna hefðbundnu flokksblaða. Þá var byrjað að segja al- mennt frá um- ræðum á Alþingi í Morgunblaðinu, en ekki bara ræður sjálfstæðismanna og skætingur í garð þingmanna annarra flokka. Þá var Þór Vilhjálmsson þingfréttarit- ari. Það er upplýsandi sem Matthías Johannessen skrifar í dagbók sína 21. desember 1959: „Allt hefur gengið að óskum. Þó var Ólafur Thors eitthvað óánægður þegar við birtum stóra mynd af Vil- hjálmi Þór og Stewart á útsíðu. Hann hringdi í mig og gagnrýndi þetta uppátæki. Ég tók á móti, samt fór vel á með okkur. Ólafur sagði við mig um daginn að hann væri skapvargur, en yf- irleitt er hann þægilegur við mig og almennilegur. Það tekur tíma að venja pólitík- usana af því að vera síhringjandi niður á Morgunblað. Þarf að tala við þá með lempni. Allt tekur þetta tíma en það tekst. Bjarni hefur meiri skilning á blaðamennsku en Ólafur.“ Bjarni Benediktsson á Alþingi 1966. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Þingræður í dagblöðum Matthías Johannessen Styrmir Gunnarsson Ólafur Thors Þjóðmál PÉTUR BLÖNDAL pebl@mbl.is * „Stundum leit svo út sem við værum á móti öllu – og reyndar má velhalda því fram að það sé höfuðhlutverk vinstrimanna hvar á bóli semþeir eru að „vera á móti“ öllu ranglæti, hvernig sem það reynir að réttlæta sig. Og sé sá póll tekinn í hæðina er alltaf af nógu að taka.“ Svavar Gestsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.