Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Page 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2012 „Stríðið gegn eiturlyfjum hef- ur misheppnast,“ var niður- staða sjálfskipaðrar 19 manna nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna 2. júní 2011. Í nefndinni voru ýmsir málsmetandi menn, þar á meðal Kofi Annan, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, Ernesto Zedillo, fyrrverandi forseti Mexíkó, Fernando Henrique Cardoso, fyrrverandi forseti Brasilíu, og Paul Volcker, fyrr- verandi yfirmaður bandaríska seðlabankans. Árið 2010 vörðu Bandaríkja- menn 15 millj- örðum dollara í stríðið gegn eiturlyfjum eða um 500 dollurum á sek- úndu. F rumvarp um hert við- urlög við eitur- lyfjaneyslu í Brasilíu hefur enn á ný kveikt umræðu um hið svokall- aða stríð gegn eiturlyfjum. Í frum- varpinu er kveðið á um að dómar fyrir að hafa eiturlyf í fórum sín- um verði þyngdir og fíklar verði skilyrðislaust læstir inni. Fernando Henrique Cardoso, fyrrverandi for- seti landsins, gagnrýndi frum- varpið harðlega nú milli jóla og ný- árs og sagði í viðtali við dagblaðið O Globo að það væri bæði gagns- laust og myndi hafa hrikalegar af- leiðingar að gera eiturlyfjanotkun að lögreglumáli. „Þeir sem misnota eiturlyf kunna að skaða sjálfa sig og fjöl- skyldur sínar, en það hjálpar þeim ekki að læsa þá inni,“ sagði Car- doso, sem var forseti frá 1995 til 2002, og bætti við að skilyrðislaus fangelsun fíkla hefði verið for- dæmd um allan heim vegna þess að hún væri óskilvirk, brenni- merkti fíkilinn og væri brot á mannréttindum. Vandamál um allan heim Hin fyrirhugaða lagasetning í Brasilíu er dæmi um ráðleysi yf- irvalda um allan heim í baráttunni gegn misnotkun fíkniefna. Brasilía er talin stærsti mark- aður heims fyrir eiturlyfið krakk og næststærsti markaðurinn þegar kemur að almennri notkun kók- aíns. Osmar Terra, einn af flytj- endum frumvarpsins, segir að eit- urlyf og þá sérstaklega krakk skapi gríðarlegan heilbrigðisvanda í landinu og stofni öryggi almenn- ings í voða. Öryggi almennings er ekkert síður í voða í Mexíkó. Mexíkanskir landgönguliðar héldu að þeir hefðu gert strandhögg þegar þeir felldu Heriberto Lazcano, foringja hinna voldugu glæpasamtaka Zetas, í skotbardaga 7. október. Fögnuður stjórnvalda var skammvinnur. Nokkrum klukkustundum síðar réðust vopnaðir menn inn á líkstof- una þar sem hinn fallni glæpa- kóngur lá og höfðu lík hans á brott. Þannig hafa skipst á skin og skúrir í baráttu mexíkanskra yf- irvalda við eiturlyfjahringina. Talið er að 60 þúsund manns hafi látið lífið í Mexíkó í átökum vegna eiturlyfja á undanförnum sex árum. Eiturlyfjaforingjarnir svífast einskis, búta óvini sína í sundur og hengja þá í brúm. Vandinn er ekki bundinn við Ameríku. Í Afganistan fór 18% meira land undir valmúarækt á þessu ári en í fyrra, þótt ópíumfram- leiðsla hafi dregist saman vegna ótíðar. Í árlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um eiturlyf og glæpi segir að þessi aukna rækt sé verulegt áhyggjuefni. Um 90% af ópíumi heimsins er framleitt í Afganistan og er ein af rótum spillingar í landinu. Talib- anar heimta skatt af valmúabænd- um og nota tekjurnar í baráttuna gegn stjórnvöldum og herjum Atl- antshafsbandalagsins. Það hefur verið á dagskrá að þurrka ópíumframleiðsluna út frá því að stjórn talibana var steypt í innrásinni í Afganistan undir for- ustu Bandaríkjamanna árið 2001. Það hefur ekki gengið, ekki síst vegna þess hvað verðið er hátt og útilokað að bændur geti haft jafn miklar tekjur af öðrum landbúnaði. Uggur í Evrópu Þá óttast yfirvöld greinilega að aukin harka sé að færast í undir- heima Evrópu. Á föstudag gaf evr- ópska lögregluembættið Europol út viðvörun um að óttast mætti gengjastríð líkt og á Norðurlönd- unum í lok 20. aldar vegna inn- rásar mótorhjólagengja frá Banda- ríkjunum, Kanada og Ástralíu. Gengi á borð við Comancheros og Rebels frá Ástralíu, Rock Machine frá Kanada og Mongólanna frá Bandaríkjunum væri að ryðja sér til rúms í Evrópu og leituðu þar nýliða. Þessi gengi hygðust hasla sér völl í eiturlyfjamisferli, vopna- sölu og mansali og þeim fylgdi „öfgakennt ofbeldi“. Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, lýsti yfir stríð- inu gegn eiturlyfjum árið 1971. Því fylgdu harðar aðgerðir til að stemma stigu við flæði eiturlyfja til Bandaríkjanna, sem hafa sett svip sinn á löggæslu, sérstaklega sunn- an bandarísku landamæranna. Nú er komin fram hávær krafa um að endurskoða þessar aðferðir. Leiðtogar Mexíkó, Hondúras, Costa Rica og Belize skoruðu í nóvember á Sameinuðu þjóðirnar að fara ofan í „árangur og tak- markanir“ núverandi aðferða gegn eiturlyfjamisferli. Meirihluti at- kvæða fyrir lögleiðingu marijúana í ríkjunum Colorado og Washington í Bandaríkjunum í kosningunum í nóvember hefur ýtt undir þá kröfu. Ráðleysi í stríði gegn eiturlyfjum Í BRASILÍU Á AÐ HERÐA AÐGERÐIR GEGN EITURLYFJAFÍKL- UM. Í MEXÍKÓ OG MIÐ-AMERÍKU ER FARIÐ FRAM Á ENDUR- SKOÐUN STRÍÐSINS GEGN EITURLYFJUM. Í AFGANISTAN EYKST ÓPÍUMRÆKT ÞRÁTT FYRIR AÐGERÐIR NATO. Kofi Annan MISHEPPNAÐ STRÍÐ Félagar í mótorhjólagengjunum Hells Angels og Satudarah sýna veldi sitt í Amsterdam. Yfirvöld í Evrópu hafa áhyggjur af að innrás bandarískra, kanadískra og ástralskra gengja leiði til aukinnar hörku í undirheimum álfunnar. AFP * Stríðið sem við höfum háð í 40 ár hefur ekki boriðárangur. Í hreinskilni sagt erum við að tapa þessu stríði.Otto Perez Molina, forseti Gvatemala, er einn helsti andstæðingur „stríðsins gegn eiturlyfjum“. Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is HEIMURINN 2012 KÍNA PEKING Kínverski kommúnistaflokkurinn valdi sér nýjan leiðtoga, Xi Jinping, með sínum ógagnsæju og torræðu aðferðum.Tveimur mánuðum áður en hann var valinn hvarf Xi af sjónarsviðinu í tvær vikur. Engin skýring var gefin á því. Mikið írafár varð þegar Bo Xilai, sem hafði verið spáð frama í leiðtogaskiptun- um, féll af stalli vegna atburðarásar í kringum dauða bresks kaupsýslu- manns. Eiginkona Bos var dæmd fyrir morð í réttarhöldum, sem haldin voru með hraði. SÝRLAND DAMASKUS Andspyrnan við stjórn Bashars al-Assads, leiðtoga Sýrlands, magnaðist á árinu og varð að borgarastyrjöld. Í bænum Daraya, þar sem andspyrnan við stjórnina hefur verið hörð, féllu 400 manns í valinn í einu mesta óhæfuverki átakanna. Uppreisnarmenn náðu stórum hlutum landsins á sitt vald og bárust átökin til höfuð- borgarinnar, Damaskus.Talið er að 30 þúsund manns hafi látið lífið í átökunum á árinu. SPÁNN MADRÍD Spánverjar sendu út neyðarkall eftir aðstoð til Evrópusam- bandsins vegna evrukreppunnar. Fjórðungur Spánverja er án atvinnu og helmingur ungs fólks og hefur ólga í landinu farið vaxandi. Í Evrópu- sambandinu héldu viðræður um aukinn samruna í efnahagsmálum til að koma fótum undir hinn sameiginlega gjaldmiðil áfram. Er álfan klofin milli norðursins, sem vill ekki þurfa að fjármagna endurreisn kreppuríkjanna, og suðursins, sem vill fá aðstoð til að ná sér á strik á ný. BANDARÍKIN NEWYORK Apple varð verðmætasta fyrirtæki heims á árinu og sló þar við metið, sem Microsoft setti 1999. Hluta- bréf í Apple fóru í 705 dollara þegar mest lét, en lækkuðu aftur og fóru niður í 510 dollara, sem var þó 100 dollurum meira en í upphafi árs. Frumútboð á bréfum í félagsvefnum Facebook þótti hins vegar mistakast. Verð á þeim var ákveðið 38 dollarar, en var komið niður í 18 dollara þremur mánuðum síðar, en hefur hækkað eitthvað frá því. BANDARÍKIN WASHINGTON Kosningabaráttan í Bandaríkj- unum kostaði tvo milljarða dollara og þegar talið hafði verið upp úr kjörkössunum var allt óbreytt, Barack Obama áfram forseti, repúblikanar héldu meirihluta sínum í fulltrúadeild þingsins og demó- kratar í öldungadeildinni.Til þess var tekið að fyrsta sinni eru hvítir karlar ekki í meirihluta þingmanna demókrata í fulltrúadeildinni, en þeir eru þó 85% þingmanna repúblikana þar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.