Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Page 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Page 13
30.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 sé hægt enn í dag. Maður hélt að Balkanstríðið væri það síðasta svona nálægt Evrópu eða jafnvel í Evrópu, en nei. Það er líka svo dæmigert hjá Macbeth, þessi sýki hjá honum að fara ekki frá völdum, heldur drepa bara nógu marga eða taka nógu marga með sér í dauðann.“ Álfrún: „Það er mikil harka í þessu kuldalega vinnuumhverfi þar sem sagan Mýs og menn ger- ist. Þar er ekki til siðs að sýna tilfinningar. Lífið snýst um að strita myrkranna á milli og skipta sér sem minnst af öðrum í kring- um sig. Svo kemur Lennie á svæðið, þessi einfeldningur með hjartað utan á sér og það er erf- itt að komast af í þessum heimi fyrir þannig fólk. Persónan mín, eina konan á staðnum, á í raun- inni ekki heldur séns í þessum karlaheimi.“ Kveikt á morðmaskínunni Margrét: „Lafði Macbeth er tilbú- in í fyrsta morðið með honum. Það er meira að segja spurning hvort þeirra kveikti á þeirri hug- mynd. En hún ætlaði að hætta þar, en þá er hún búin að kveikja á morðelementinu í Macbeth og líkin hrannast upp. Hann nýbúinn að fá heiðursviðurkenningu fyrir að vera morðmaskína og hún verður ekki stoppuð. Við á Íslandi skiljum síður í dag þennan morð- heim en það þarf ekki að leita langt til að finna hann. Svo er mikil kynferðisleg spenna í verkinu.“ Kynntust sem krakkar En frá grimmd og drápum til yndislegheitanna, nú hafið þið unnið saman áður til dæmis í uppfærslunni á Lé konungi í Þjóðleikhúsinu en hvenær kynnt- ust þið? Álfrún: „Við tvær kynntumst áð- ur en við hittumst í leikhúsinu. Ég var varla nema sjö ára þegar ég var búin að banka upp á hjá henni …“ Margrét: „Sjö ára? Nei, nei, þú varst ekki nema fimm ára.“ Álfrún: „Já, það er rétt. Ég man hvað þú varst ógeðslega sæt og ógeðslega töff. Áttir líka alltaf Wrigley’s-tyggjó. Ég bankaði upp á hjá þér ásamt bróður mínum og vinkonu og bað um dót á tom- bólu. Svo fannst mér þú svo skemmtileg að ég var alltaf að banka upp á aftur eftir það og koma í heimsókn. Ég fimm ára og þú um tvítugt og mér fannst að við ættum að vera vinir.“ Margrét: „Já og bróðir þinn sagði við mig einhverja fallegustu setningu sem ég hef heyrt, þegar ég spurði hann hvað honum fynd- ist að ég ætti að verða. Hann kreppuáranna í Bandaríkjunum. Morgunblaðið/Kristinn * Álfrún: „Það er mikil harka í þessukuldalega vinnuumhverfi þar semsagan Mýs og menn gerist. Þar er ekki til siðs að sýna tilfinningar. Lífið snýst um að strita myrkranna á milli og skipta sér sem minnst af öðrum í kringum sig.“ TYGGJÓIÐ 2012 Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins. * H ei m ild :A C N ie ls en Ca pa ce nt -s öl ut öl ur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.