Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Page 15
frá Birni Thors um daginn. Mac-
beth er vinsælasta verk Breta. Ef
eitthvert leikhúsið var að fara
hausinn að þá var alltaf hent í
Macbeth því það var svo vinsælt.
Svo kunnu líka allir Macbeth
þannig að ef það var lítill tími
fyrir undirbúning að þá var líka
oft skellt í Macbeth. Svo fara
menn að tala um það að af því
að það sé verið að setja upp
Macbeth hljóti leikhúsið að vera
að fara á hausinn.
Shakespeare nær öllum þáttum
mannlegrar tilveru inn í verkin
sín, það er verið að höfða til
allra stétta. Smákynlíf fyrir ein-
hverja, smáheimspekilegt fyrir
aðra og svo framvegis. Steinbeck
er jafn djúpur og nær jafn víða.“
Ekki rómantísk lýsing á
bandarískum samtíma
Álfrún: „Það eru forréttindi að
fá að takast á við svona vel
skrifað og mikilvægt verk eins
og Mýs og menn. Steinbeck er
alls ekki að skrifa rómantíska
lýsingu á sínu nánasta umhverfi
og það fór ekki vel í sam-
tímamenn hans. Enda er þetta
eitt bannaðasta og ritskoðaðasta
verk í Bandaríkjunum.“
Margrét: „Þeir eru að spegla
sinn samtíma.“
Vont kaffi í
Þjóðleikhúsinu
Farið þið á verk hvor annarrar?
Álfrún: „Já, það er mikill sam-
gangur og maður reynir að ná
sem flestu. Ég kíki oft inn í
Þjóðleikhúsið. Friðrik maðurinn
minn er að vinna þar. En ég
verð að segja eins og er að
kaffið er betra í Borgarleikhús-
inu.“
Margrét: „Já, það er hrikalega
vont í Þjóðleikhúsinu, en það er
verið að vinna í því.“
Álfrún: „Ég er bundin sterkum
böndum við Þjóðleikhúsið, ég ólst
nánast upp í húsinu því mamma
var leikkona þar.“
Margrét: „Leikarar eru miklar
félagsverur. Það er gott að vera
ein inni á milli en svo sækir
maður alltaf í þennan hóp í leik-
húsunum. Mamma var alltaf að
segja mér að ég yrði að kunna
að vera ein; fara ein í bíó og
þess háttar en ég hef aldrei lært
það. Held að mamma hafi mis-
skilið þetta. Maðurinn er fé-
lagsvera, við eigum ekkert að
vera ein. Við erum bara hjarðdýr
eins og hesturinn og þurfum að
vera innanum annað fólk.“
Morgunblaðið/Kristinn
30.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
ÞESSI TÍMI
ER EINSTAKUR
Arion banki býður foreldrum í fæðingarorlofi að
lækka greiðslubyrði íbúðalána um allt að helming.
Hjá mörgum verða breytingar á ráðstöfunartekjum
við töku fæðingarorlofs. Því viljum við koma til
móts við foreldra og gefa þeim kost á að fresta
hluta af greiðslum íbúðalána sinna. Með þessu
viljum við auðvelda viðskiptavinum okkar að taka
fullt fæðingarorlof og njóta þess til fullnustu.
Hafðu samband við þjónusturáðgjafa okkar í
næsta útibúi Arion banka eða í síma 444 7000
og kynntu þér möguleika þína.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
2
-2
9
4
3
byggir John Steinbeck á reynslu
sinni sem farandverkamaður þar
sem hann kynntist fólki sem varð
innblásturinn að persónum verks-
ins. Steinbeck skrifaði sjálfur leik-
ritið sem er tíður gestur á fjölum
leikhúsa heimsins. Kvikmyndaút-
gáfa sögunnar var tilnefnd til fjölda
Óskarsverðlauna árið 1939 og ný
útgáfa hennar keppti svo um Gull-
pálmann í Cannes árið 1992.
Steinbeck sagði eftirfarandi um
markmið verksins í dagbók sinni:
„Í öllum texta sem er skrifaður af
hreinskilni er ákveðið þema. Það
að reyna að skilja menn. Ef fólk
skilur hvað annað verður fólk gott
hvað við annað. Ef maður þekkir
manneskju vel getur það aldrei
leitt til haturs og nánast alltaf leið-
ir það til ástar.“
Leikstjóri sýningarinnar er Jón
Páll Eyjólfsson sem hefur leikið
mörg stór hlutverk á sviðum leik-
húsanna og í seinni tíð verið marg-
verðlaunaður fyrir leikstjórn sína.
Mikill spenningur er fyrir jólasýningu Borgarleikhússins, Mýs og menn, enda
Ólafur Darri Ólafsson orðinn einn ástsælasti leikari þjóðarinnar.