Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Síða 16
*Ferðalög og flakkSífellt fleiri Íslendingar kjósa að verja myrkustu mánuðum ársins í sól og yl eða á skíðum »18 Elsku fjölskylda og vinir! Ákvað að senda bara eitt jólakort í ár og hér er það. Fyrir utan krísuna á Spáni er jólastemning í Sevilla, jólabás- ar og kórar á götum úti, sölumenn að selja grillaðar valhnetur, sem er mjög týpískt hátíðarsnakk. Þá eru enn aðrir sem bjóða upp á ferðir á kameldýrum sem þau yngstu nýta sér. Við litla fjölskyldan tökum okkur frí í næstu viku og þá er bara að njóta sín og bíða eftir vitringunum sem koma í skrúð- göngu með karamellur hinn 5. janúar og skilja svo eftir pakka handa okkur daginn eftir, 6. janúar. Kærar kveðjur til ykkar allra og vonast til að hitta ykkur sem fyrst! Elín Hrund Heiðarsdóttir Elín Hrund með vinkonu sinni Ágústu Björk Haarde sem heim- sótti hana fyrir nokkrum vikum. Beðið eftir vitringunum PÓSTKORT F RÁ SEVILLA Fallegt er um að litast í spænsku borginni um þessar mundir. Elín Hrund ásamt eiginmanni sínum; Angel Martín Bernal og syni þeirra Darra. Elín hefur búið og starfað í Sevilla í 13 ár en hún er viðskiptafræð- ingur á sviði ferðamála að mennt. H jónin Hjalti S. Hjaltason og Valey Erlends- dóttir, sem búa á Álftanesi, ákváðu að bregða undir sig betri fætinum og dveljast erlendis yf- ir hátíðirnar að þessu sinni ásamt börnum sín- um þremur, Hildi Maríu, Hönnu Karítas og Nökkva Þór. Stefndu þau skónum vestur um haf, nánar tiltekið til smá- bæjarins Danbury í Norður-Karólínu. „Okkur var boðið að koma út og vera í Norður-Karólínu yfir hátíðarnar og þáðum við það boð. Enda gaman að breyta til og prófa eitthvað nýtt,“ segir Hjalti. „Anna Lo- uise Ásgeirsdóttir, systir Valeyjar, bauð okkur í ferðina og var hún skipulögð í mars 2012. Við dveljumst hjá hjón- unum Ásgeiri Ásgeirssyni, föður Önnu Louise, og Sandy eða Söndru Diann Asgeirsson. Dóttir Sandy og eiginmaður hennar ásamt eins árs dóttur þeirra eru einnig hjá þeim.“ Hvernig var að halda jól í smábæ í Norður-Karólínu? „Þetta var frekar frábrugðið því sem maður þekkir, töluvert afslappaðra og miklu minni áhersla á gjafir. Börnin fá auðvitað gjafir, en það er ekki þetta brjálæði að pakkarnir taki upp hálfa stofuna. Á aðfangadag fórum við til Winston-Salem, sem er í um það bil 40 mínútna fjar- lægð, og keyptum jólagjafir. Á aðfangadagskvöld var eld- aður saltfiskur, svínakótilettur og pasta og börnin fengu að opna eina gjöf. Á jóladag komu allir inn í stofu þegar börnin vöknuðu, og byrjað var á því að skoða hvað jóla- sveinninn, eða Santa Claus/St. Nicholas eins og hann heit- ir hér, setti í jólasokka allra – líka þeirra fullorðnu. Hér virðist miklu minna um formlegheit þegar það kemur að jólum, það var ekki verið að klæða sig upp heldur bara verið í þægilegum fötum.“ Hvernig er stemningin fyrir áramótin? „Stemningin er góð fyrir áramótin. Hér er lítið um flug- elda á svona tímamótum og líkt og með jólahaldið er meira lagt upp úr því að fólk eyði tíma saman, borði góð- an mat og ræði lífsins gagn og nauðsynjar. Almenningur má ekki kaupa flugelda hér, en það eru einhverjar sýn- ingar – sem eru þó ekkert í líkingu við dýrðina sem er heima á miðnætti. Það kvöld er búið að bjóða fullorðna hlutanum af hópnum hér að koma í áramótahóf á kaffihús eða bar, sem verður fyrsta hóf staðarins sem er verið að opna. Það er einmitt annað sem er frábrugðið því sem maður venst heima, hófið byrjar kl. 20.30 og endar kl. 22.00.“ Saknið þið einhverra siða eða hefða að heiman? „Nei, við getum ekki sagt það, það er ótrúlega gott, sérstaklega með svona stóra fjölskyldu. Við vorum sex sem fórum út saman, kjarnafjölskyldan og systir kon- unnar, að hafa allt svona afslappað og rólegt. Sérstaklega var gott að opna gjafirnar um morguninn.“ Hefur eitthvað annað skemmtilegt á daga ykkar drifið? „Á jóladag var svo gott veður að við fórum í göngutúr hérna í skóginum á bak við hús, þetta er algjör drauma- heimur fyrir börnin! Eftir það fórum við í bíltúr og skoð- uðum lamadýr og strúta, sem eru í girðingu hér rétt fyrir ofan, um það bil fimm mínútur í bíl. Við fórum svo í lang- an bíltúr og skoðuðum það sem er hér í næsta nágrenni. Það var svo ótrúlega gott veður að stoppað var við Dan River Company, sem er bátaleiga við ána Dan River, og börnin fengu að hlaupa um og skoða ána og umhverfið. Það var líka gaman að keyra um og skoða jólaskreyt- ingarnar, sumir eru með svo mikið að þeir slá sjálfan Griswold út, á meðan húsið á móti er kannski bara með eina seríu, eða jafnvel ekki neitt.“ ERLENDIS UM JÓL OG ÁRAMÓT Pakkarnir taka ekki hálfa stofuna JÓLIN Í DANBURY, NORÐUR-KARÓLÍNU, ERU TÖLUVERT FRÁBRUGÐIN JÓLUNUM Á ÁLFTANESI. ÞAÐ ERU ÁRAMÓTIN LÍKA. ÞESSU HAFA HJÓNIN HJALTI S. HJALTASON OG VALEY ERLENDSDÓTTIR OG BÖRN ÞEIRRA VERIÐ AÐ KYNNAST. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Fjölskyldan í heimsókn hjá Dan River Company á jóladag. Nökkvi Þór, Valey, Hjalti, Hanna Karítas og Hildur María. Húsið í Danbury sem fjölskyldan dvelst í yfir hátíðirnar. Ekki ónýtt að rekast á lamadýr í bíltúrnum á jóladag. Krakkarnir ásamt Önnu Louise frænku sinni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.