Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2012 Ferðalög og flakk Þ egar frostið bítur í kinnar Íslendinga í desember og við dúðum okkur upp á hverjum morgni til að komast í vinnuna velja margir að flýja í sólina. Ekki er óalgengt að Íslendingar fari á sólarstrandirnar á Tenerife og til Kanarí. Loftslag Kanaríeyja hentar Íslendingum vel, það er ekki of heitt og ekki of kalt, heldur stöðugur og þægilegur andvari. Fallegir strandbæir liggja meðfram sjónum sem kafarar, brimbrettafólk og baðgestir sækja í. Tenerife og Gran Canaria eru hluti af sama eyjaklasanum sem er rétt við Afríku eða um 100 kíló- metra vestur af Marokkó, en til- heyrir Spáni. Eyjaklasinn kallast Kanaríeyjar og er stærsta eyjan Tenerife en Gran Canaria er þriðja stærsta eyjan. Þetta eru eld- fjallaeyjur og þykja mjög fallegar. Á tímum spænska heimsveldisins sigldu þau spænsku skip sem ætl- uðu sér yfir til Ameríku alltaf fyrst að þessum eyjum. Enda voru hag- stæðir vindar sem blésu fyrir sigl- ingar vestur á bóginn. Öfugt við það sem margir halda er nafn eyjanna ekki komið frá kanarífuglinum, því er eiginlega öf- ugt farið. Nafnið er talið koma úr latínu; Canariae Insulae, sem þýðir Hundaeyjan. En á Gran Canaria á að hafa verið mikið af hundum áð- ur fyrr þótt sumir efist um að það sé rétt haft eftir. Um tvær milljónir manna búa á eyjunum og eru um 85% þeirra Spánverjar en í seinni tíð hefur mikill fjöldi Breta og Þjóðverja flust til eyjanna. Fyrir utan þann mikla fjölda af túristum sem dvelja þar allan ársins hring. Daði Guðjónsson hjá Úrval- Útsýn segir að þetta sé vinsælasti ferðamannastaður Íslendinga yfir jólin. „Í það minnsta á okkar skrif- stofu,“ segir Daði. Aðspurður segir hann að Íslendingar sæki ekki mik- ið í skíði yfir jólahátíðarnar. „Það er líka erfiðara að fara í ítölsku Alpafjöllin þegar Ítalir eru allir í fríi en þeir sækja sjálfir mjög mik- ið í fjöllin á þeim tíma. Það er betra að fara á skíði þegar þeir eru ekki í fríi. Yfir jólin er langvinsælast að fara í sólina. Mikið er um að fjöl- skyldur eða ung pör séu að ferðast á þessum árstíma, þetta er vinsælt fyrir alla aldurshópa,“segir Daði. SÓL OG SÆLA YFIR HÁVETURINN Jól í sól ÞÓTT ÞAÐ SÉ KALT Á ÍSLANDI YFIR VETRAR- TÍMANN VITA MENN AÐ VÍÐA Í HEIMINUM ER STEIKJANDI HITI Á ÞESSUM TÍMA ÁRSINS. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is *„Yfir jólin erlangvinsælastað fara í sólina. Mikið er um að fjöl- skyldur eða ung pör séu að ferðast á þessum tíma, þetta er vinsælt fyrir alla aldurshópa.“ Þessi mynd frá Kanarí er tekin við eina sundlaugina. VEGGKLUKKA Þvermál 100 cm Verð KR. 14.990 SÖDAHL DÚN FYLLTIR PÚÐAR Margar stærðir og mikill fjöldi munstra og mynda. Verið má þvo í þvottavél. Verð frá KR. 4.990 „ JÁ NÚ ER KÁTT Í HÖLLINNI, HÖLLINNI, HÖLLINNI ...“ H DÚKURINN SÖDHAL STAR DAMASK DÚKAR Litur jólahvítur. Faldaðir. Hrinda frá sér. Má þvo og strauja. 140/220 verð: kr. 13.990 140/270 verð: kr.16.990 140/320 verð: kr. 19.990

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.