Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Síða 24
*Heimili og hönnunTheodóra Mjöll sýnir lesendum fagurlega skreytt áramótaborð í pastellitum með perlum » 26
É
g vildi láta áramótaborðið
endurspegla gleði og nýja
byrjun og hafa það frá-
brugðið jólaborðinu. Þann-
ig vildi ég hafa það með bjartara
yfirbragði en jólaveisluborðin því
bjarmi og lífsgleði er allsráðandi
þetta kvöld,“ segir Theodóra Mjöll
Skúladóttir Jack, hárgreiðslukona
og metsöluhöfundur.
Theodóra hefur hrifið þjóðina
með ótrúlegri bók sinni um frum-
legar og fallegar hárgreiðslur.
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins
fannst ekki úr vegi að fá hársnill-
inginn til að skella í eitt áramóta-
borð.
„Mér er efst í huga að fólki þyki
gaman að sitja við borðið þannig að
ég vildi að það væri létt og
skemmtilegt í útfærslu. Áramótin
eru í mínum huga fyrst og fremst
fjölskyldukvöld þar sem við spilum
og borðum og förum á brennu og
þannig höfum við maðurinn minn
alltaf haft það.“
Einn afar skemmtilegur siður til-
heyrir borðhaldinu hjá fjölskyldu
Theodóru; en meðan á því stendur
deilir hver og einn fjölskyldu-
meðlimur því sem hann er þakk-
látur fyrir á árinu sem er að líða
og hverju hann stefnir að á næsta
ári. „Jú, ég er mjög ánægð með ár-
ið sem er að líða, sem er búið að
vera, að ég tel, viðburðaríkasta ár
lífs míns, en ég bjó bæði til bók og
barn á árinu, eignaðist dreng 11.
október sem heitir Ólíver. Á næsta
ári ætla ég svo að halda áfram að
reyna að spila sem best úr þeim
tækifærum sem mér bjóðast.“
Diskarnir eru úr Teema-stellinu svo-
kallaða, frá Iittala, sem fæst víða í
borginni, meðal annars í Epal og hjá
Líf og list í Smáralind.
Metsöluhöfundurinn Theodóra Mjöll hefur það til siðs að þakka með fjölskyld-
unni fyrir það sem vel fór á gamla árinu og líta fram á veginn yfir það nýja. Theo-
dóra fer heldur aldrei út á lífið þetta kvöld heldur nýtur kvöldsins heima við.
LAGT Á ÁRAMÓTABORÐIÐ
Endurspegli gleði
THEODÓRA MJÖLL SKÚLADÓTTIR JACK FÓR EKKI FRAMHJÁ NEINUM SÍÐARI HLUTA
ÁRSINS. HÚN BÝR YFIR MIKLUM SKÖPUNARKRAFTI OG SMEKKLEGUM TAUGUM SEM
SÝNDI SIG Í VINSÆLLI BÓK OG NÚ Á AÐALVEISLUBORÐI ÁRSINS.
Texti: Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Myndir: Styrmir Kári Erwinsson styrmirkari@mbl.is
Perlurnar ljá borðinu
klassískt yfirbragð. Þær
fékk Theodóra í IKEA
en notast má við perlu-
festar úr eigin fórum.
„Ég prentaði út myndir af
klukkum og ártalinu 2013
sem ég fann á netinu og
klippti út. Þá límdi ég
myndirnar saman og
hafði tannstöngul
innan í. Pinnarnir
eru úr
Föndru.
Þetta skraut var hluti af ann-
arri stærri skreytingu sem
Theodóra hlutaði niður.
Gullfallegt áramótaborð Theodóru
Mjallar er skrautlegt og litríkt en
afar einfalt í uppsetningu. Perlur
og silfurskraut ljá því eilítið „milli-
stríðsáralegt“ útlit.